A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþróttamiðstöðin á Hólmavík

« 1 af 4 »

Íþróttamiðstöðin á Hólmavík
Jakobínutún 3
510 Hólmavík
Sími: 451-3560 

Netfang: sundlaug@strandabyggd.is

English version here

Á Hólmavík er glæsileg íþróttamiðstöð, sundlaug og íþróttahús. Sundlaugin var tekin í notkun 17. júlí 2004, en íþróttahúsið í janúar 2005. 

Vetraropnun 1. sept - 31. maí 

Mánudaga til fimmtudaga   9:00 til 21:00
Föstudaga                          9:00 til 16:00
Laugardaga                       11:00 til 15:00
Sunnudaga                        14:00 til 18:00

Sumaropnun 1. júní - 31. ágúst 
alla daga frá 09:00 til 21:00

 

Gjaldskrá frá 1. janúar 2024

Sundlaug
Fullorðnir 
Stakur tími kr. 1.225
10 tíma kort kr. 7.345
30 tíma kort kr. 18.390
Árskort kr. 49.045
Börn 6-13 ára, örorku- og ellilífeyrisþegar
Stakur tími kr. 455
10 tíma kort kr. 2.555
30 tíma kort kr. 6.435

Samsettur tími Þrek/sund/salur
Fullorðnir
Stakur tími kr. 1.915
10 tímar kr. 16.043
30 tímar kr. 30.998
Börn 6-13 ára, örorku- og ellilífeyrisþegar
Stakur tími kr. 776
10 tímar kr. 5.175
30 tímar kr. 10.350

Þreksalur/Íþróttasalur (kort gilda í bæði rými)
Börn 13 – 16 ára og öryrkjar
Stakur tími kr. 1.345
10 tíma kort kr. 9.315 
30 tíma kort kr. 25.325 
Árskort kr. 49.045 

Börn í sal í leik 
Stakur tími kr. 455


Árskort í sundlaug og þreksal kr. 63.755
Allur íþróttasalurinn tímagjald kr. 9.315
Allur íþróttasalurinn einn dagur kr. 32.240

Annað:
Afmælisveislur kr. 615 pr. Barn

(ath! börn þurfa að vera í umsjón fullorðins einst. sem Leiga á sundfötum/handklæðum kr. 700 greiðir líka fyrir sig í salinn....)

Kaffi kr. 360

 

Sveitarfélagið Strandabyggð býður öllum íbúum í sveitarfélaginu 17 ára og yngri og örorku- og ellilífeyrisþegum í Strandabyggð frítt í sund árið 2024. Árskortanna má vitja í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Þá fá atvinnuleitendur í Strandabyggð frítt í sundlaug, þreksal og opna íþróttatíma í íþróttahúsinu gegn staðfestingu frá Vinnumálastofnun.

 

Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum mega þeir sem eru yngri en 10 ára ekki fara einir í sund. Allir sem verða tíu ára á almanaksárinu mega fara einir í sund eftir 1. júní. Yngri einstaklingar verða að vera í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri sem má ekki hafa fleiri en tvö börn með sér, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann. 

 

Til ákvörðunar um hvort sundlaug sé opin vegna kælingar er notuð viðmiðunartafla vindkælingarTaflan sýnir áhrif vinds til kælingar á sundlaug. Ef vindur er t.d. 5 metrar á sekúndu (m/s) og lofthiti -5°C þá er kæling á við -14°C í logni. Ef vindur er 8 m/s og lofthiti við frostmark er kælingin -14°C. Sjálfvirk veðurstöð er við sundlaugina og hún notuð við ákvörðun um opnun sundlaugar. Pottur er opinn eftir sem áður og gufubaðið. 

Starfsmenn Íþróttamiðstöðvarinnar Hólmavík:
Hrafnhildur Skúladóttir, forstöðumaður (í leifi)
Helga Rut Halldórsdóttir umsjónarmaður 
Gústaf Hrannar Magnússon, starfsmaður

Aleksander Kuzmanic, starfsmaður


Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón