Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, fundargerð nr. 87, 03.06.2025
Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd
Fundur nr 87.
Þriðjudagurinn 3. júní 2025 var 87. nefndarfundur TÍM nefndar haldinn í Ráðhúsi Strandabyggðar á Hólmavík. Hófst fundurinn kl. 17:00. Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Júlíana Ágústsdóttir formaður, Árni Magnús Björnsson, Magnea Dröfn Hlynsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson og Kristín Anna Oddsdóttir varamaður. Tómstundafulltrúi Andri Freyr Arnarsson sat einnig fundinn og ritaði fundargerð. 
Fundardagskrá er svohljóðandi:
- 
Menningarverðlaunhttp://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/607/ 
- 
Átaksverkefni næsta árs 
b. Úrbætur
- 
Önnur mál. 
Þá var gengið til dagskrár:
- 
Menningarverðlaun 
 Auglýst var eftir tilnefningum til menningarverðlauna og bárust fáar tillögur. Nefndin tók ákvörðun um að veita menningarverðlaun og heiðursverðlaun sem verða veitt 17. Júní.
- 
Átaksverkefni næsta árs 
b. Ekki náðist að manna stöður í félagsmiðstöðinni Ozon til að ná settum markmiðum. Vonast er til að það fáist starfsfólk til að hægt sé að sinna starfinu eins og við viljum.
- 
Önnur mál. 
Nefndin leggur til við sveitastjórn að sú staða sem var, íþrótta- og tómstundafulltrúi, ásamt því að vera forstöðumaður íþróttamiðstöðvar, verði aðskildar. Forstöðumanns íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis annarsvegar og íþrótta- og tómstundafulltrúa hinsvegar.
Fundi slitið kl 18.34
 
 
 
 
 
 
 
 
 
