Félagsstarf aldraða
Góð aðstaða er fyrir félagsstarf aldraðra í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þangað geta allir íbúar í Strandabyggð sem eru 60 ára og eldri mætt, unnið í handverki, drukkið kaffi og spjallað um daginn og veginn. Einnig er smíðastofa í Grunnskólanum á Hólmavík nýtt undir félagsstarf og smíðar. Félagsstarfið er í gangi yfir veturinn en fer í frí yfir sumartímann.
Opnunartími félagsstarfs yfir veturinn:
Opnunartími félagsstarfs yfir veturinn:
- Aðstaða í félagsheimili -þriðjudaga kl. 14:00-17:00 - Í félagsheimilinu er unnið fínlegra handverk eins og málun á postulín og keramik, gerðar þrívíddar myndir, prjónað, heklað o.fl. Umsjón er í höndum Ingibjargar Sigurðardóttur og Hjördísar Hjörleifsdóttur.
- Smíðastofa í grunnskólanum - þriðjudaga kl. 14:00-17:00 - Í grunnskólanum er unnið við útskurð og trévinnu. Umsjón er í höndum Berglindar Maríusdóttur.