A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 11.-13. júlí

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. júlí 2025


Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 11.-13. júlí

Það verður líf og fjör á Sauðfjársetrinu í Sævangi helgina 11.-13. júlí en þá verður Náttúrubarnahátíð á Ströndum haldin í níunda sinn. Hátíðin er fjölskylduhátíð sem fer að mestu fram utandyra og einkennist dagskráin af fjölbreyttri útivist, náttúrutúlkun, tónlist, listasmiðjum, fróðleik og fjöri fyrir náttúrubörn á öllum aldri.

Líkt og undanfarin ár er ókeypis að taka þátt í hátíðinni og öllum viðburðum hennar. Það er einnig frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi hjá gistihúsinu Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi. Þar er þó ekki eiginlegt tjaldstæði og ekki aðgangur að rafmagni. Það er hins vegar frábært tjaldsvæði á Hólmavík þar sem er rafmagn og líka ýmsir gististaðir í nágrenninu.
Veitingasala er á Sauðfjársetrinu (Kaffi Kind) alla helgina og er þar nóg úrval af allskonar réttum bæði fyrir grænkera og aðra.

Dagskrána má sjá hér fyrir neðan:


Föstudagur 11. júlí
17:30 Fjölskyldu gönguferð í fjörunni
18:30 Setning hátíðarinnar og veðurgaldur
18:30 Hægt að kaupa súpu, grillaðar pylsur (grænmetis og ekki) og ís í Sævangi
19:00 Brúðubíllinn snýr aftur og sýnir stórskemmtilega sýningu
20:00 Æsispennandi Náttúrubarnakviss

Laugardagur 12. júlí
12:00 Náttúrujóga
13:00 Furðufuglaskoðun í fjörunni – tröllvaxinn flamingó fugl heimsækir Strandir
13:30 Náttúrufjör: Bogfimi, Strandahestar, kajakar, tilraunastofan, náttúrubingó, útieldun, heimur handritanna skoðaður með Árnastofnun, grillaðar pylsur og fleira
15:00 Náttúruóróasmiðja með Þykjó
16:30 Skemmtilegir útileikir á vellinum
18:00 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið
18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu
20:00 Fjölskyldutónleikar með Gunna og Felix
21:00 Drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu

Sunnudagur 13. júlí
11:00 Núvitundarævintýri
12:00 Elsa í Frozen heimsækir Náttúrubarnahátíðina
13:30 Hægt að kaupa grillaðar pylsur, súpu og ís
13:00 Skapandi náttúrusmiðja
15:00 Fjölskylduplokk

Hátíðin er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða, Barnamenningarsjóði og Orkubúi Vestfjarða. Í ár er hún einnig haldin í góðu samstarfi við Árnastofnun, Fine Foods og Ferðaþjónustuna Kirkjuból.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook viðburðinum, einnig er hægt að hafa samband við Dagrúnu Ósk á natturubarnaskoli@gmail.com eða í síma 661-2213.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón