A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Íþrótta- og frístundastyrkir barna og unglinga - Opið fyrir umsóknir

Heiðrún Harðardóttir | 09. september 2025

Strandabyggð veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 að 18 ára, styrki vegna íþrótta- og frístundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og frístundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6 að 18 ára með lögheimili í Strandabyggð. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og frístundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum.

Upphæð styrks 2025 verður tekin fyrir á Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar fundi í september og staðfest af sveitarstjórn í október.

 

Umsóknir vegna æfingagjalda frá 1. september síðasta árs til 31. ágúst þessa árs  þurfa að berast í síðasta lagi 15. september ár hvert til skrifstofu Strandabyggðar á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is.

 

Gögn sem fylgja þurfa umsókninni:

  • Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn.
  • Staðfestingu á greiðslu
  • Reikningsupplýsingar vegna greiðslu styrksins

 

Greiðsla styrks fer fram fyrir lok október ár hvert.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón