Ársreikningur Strandabyggðar 2011 sem hefur verið lagður fram og samþykktur í sveitarstjórn Strandabyggðar er nú aðgengilegur á netinu, sjá hér.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta á árinu 2011 var neikvæð um kr. 4,7 m. Rekstrarniðurstaða A hluta árið 2011 var neikvæða um kr. 6,6 m. Veltufé frá rekstri A og B hluta nam kr. 30,9 m en veltufé frá rekstri A hluta nam kr. 20,2 m. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2011, A og B-hluti nam kr. 228 m samkvæmt efnahagsreikningi og skuldir og skuldbindingar A og B hluta námu kr. 373,6 m., þar af A hluti kr. 304 m. Samkvæmt efnahagsreikningi 31. des. 2011 nema eignir A-hluta kr. 641,3 m og samantekinn A og B- hluti kr. 601,7 m.
Samkvæmt nýjum sveitarstjórnarlögum er ekki gert ráð fyrir að kjörnir skoðunarmenn staðfesti ársreikning.
Ársreikningur Strandabyggðar 2011
07.06.2012
Ársreikningur Strandabyggðar 2011 sem hefur verið lagður fram og samþykktur í sveitarstjórn Strandabyggðar er nú aðgengilegur á netinu, sjá hér. Rekstrarniðurstaða A og B hluta á ...
