Fara í efni

Furðufatadagur og prófatímabil

21.05.2012
 Elsku mamma og pabbiÉg var mjög dugleg/ur í vikunni. Vikan byrjaði í listum hjá Dúnu, þar vann ég í stöðvum, fyrst skreytti ég pappírs blómið mitt, þá teiknaði ég mynd með kl...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi


Ég var mjög dugleg/ur í vikunni. Vikan byrjaði í listum hjá Dúnu, þar vann ég í stöðvum, fyrst skreytti ég pappírs blómið mitt, þá teiknaði ég mynd með klessulitum og svo endaði ég á því að leira.


Í vikunni tók ég nokkur próf, s.s. í skrift, íslensku, stafsetningu, í  læsi og hraðlestrarpróf. Þó svo að vikan hafi einkennst af prófum var ég rosalega dugleg/ur  og náði að klára öll markmiðin mín í íslensku. Ég lærið stafinn X x , ég komst líka að því að ekkert orð á íslensku sem byrjar á x. 
 

Í stærðfræði var ég að vinna í Sprota  og ég var að telja og flokka allskonar hluti og setja upp í línurit og svo voru sumir að vinna með tölurnar upp í 100 bæði samlagningu og frádrátt. Ég tók líka próf í stærðfræði og stóð mig mjög vel.

Í íþróttum hjá Kolla tók ég sundpróf, það gekk líka vel.
 

Í ensku vann ég æfingahefti, því að í næstu viku á ég að fara í enskupróf.

Svo var furðufatadagur  á föstudeginum, ég mætti í furðulegum fötum í skólann og það var mjög gaman.

Annars er ég búin/n að standa mig vera mjög vel í vikunni  og hegðun mín var til fyrirmyndar eða það segja Vala og Alda allavegna :)

Skilaboð:

Næsta fimmtudag ætla ég að fara með hinum í 1. - 3. bekk í  skólaferðalag. Ég ætla að fara að ferðast þúsund ár aftur í tímann, fá sögustund við langeldinn og sjá hvernig fólkið  bjó á tímum Eiriks rauða. Síðan ætla ég að fara í Rjómabúið Erpstöðum og gæða mér á heimagerðum rjómaís og sjá hvernig hann er unnin.  Ég þarf að taka með mér eitt þúsund krónur og tvöfalt nesti. Við förum af stað rúmlega átta og komum heim um tvö leytið.

Með góðri kveðju,

Brynhildur, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnhildur Kría, Hrafnkatla og Þorsteinn.

 

Til baka í yfirlit