Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

20.05.2016

Þjóðfræðisprell á Hólmavík

Föstudaginn 20. maí verður dagskrá sem ber yfirskriftina Þjóðfræðisprell á veitingastaðnum Café Riis á Hólmavík. Húsið opnar 17:30 en dagskráin byrjar

18:00 og eru allir sem áhuga hafa hjartanlega velkomnir í fjörið. Það er Kristín Einarsdóttir stundakennari í þjóðfræði við HÍ sem er að flytja á Strandir og nokkrir þjóðfræðinemar sem standa fyrir sprellinu, þar sem fróðlegar og skemmtilegar kynningar tengdar þjóðfræði eru á dagskránni.

Einnig er hlaðborð á vegum Café Riis á boðstólum, söngur og sprell, eftirhermukeppni, nikkuleikur og fleira skemmtilegt.

18.05.2016

Hreyfivika


Hreyfivika UMFÍ, árleg lýðheilsuherferð, hefst mánudaginn 23. maí næstkomandi en hún hefur það að markmiði að kynna kosti þess að stunda hreyfingu og íþróttir. Í fyrra voru þátttakendur í Hreyfiviku UMFÍ um 40 þúsund talsins um land allt. 

Í ár verður boðið upp á skemmtilega keppni á milli sveitarfélaga, sem og póstnúmera innan sveitarfélaga, í gegnum heilsuleikinn Sidekick. 

18.05.2016

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1248 - 17. maí 2016

 Fundur nr.  1248 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 17. maí 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velk...
13.05.2016

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1248 - 17.5.2016


Fundur nr. 1247 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 17. maí 2016, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

12.05.2016

Tónleikar

Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík verða haldnir miðvikudaginn 18. maí klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Nemendur flytja fjölbreytta tónlist eins og þeim einum er lagið. Stjórnendu...
09.05.2016

Umhverfisþing

Sveitarfélagið Strandabyggð heldur Umhverfisþing á Hólmavík, miðvikudaginn 11. maí nk. Á þinginu kynnir Lína Björg Tryggvadóttir verkefnisstjóri hjá Fjórðungssambandi Vestfjarða umhverfisvottunarferli Earth Check sem öll sveitarfélög á Vestfjörðum taka þátt í. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS fjallar um verkefnið „Plaspokalausir Vestfirðir“ sem verið er að hleypa af stokkunum og framkvæmdastjóri Orkuseturs, Sigurður Ingi Friðleifsson talar um orkusparnað frá ýmsum hliðum.
06.05.2016

Atvinna í boði

Sumarstarfsmann vantar í Íþróttamiðstöðina á Hólmavík.  Um er að ræða lifandi og skemmtilegt starf sem felst meðal annars í afgreiðslu, baðvörslu, sundlaugarvörslu, þrifum, umsjón með tjaldstæði og öðrum tilfallandi verkefnum. Ráðningartímabil er júní, júlí og ágúst.
02.05.2016

Skólahreystiferð

Í byrjun mars hélt unglingadeild skólans til Garðabæjar og keppti í Skólahreysti. Ekki komust þau á pall í þetta sinn en ferðin var skemmtileg og lærdómsrík. Hér er hægt að sjá m...
27.04.2016

Vinnuskóli

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Strandabyggðar fyrir sumarið 2016.
Vinnuskólinn mun starfa með sama sniði og í fyrra. Boðið verður upp á vinnu fyrir ungmenni í Strandabyggð fram að 18. aldursári. Framboð á vinnu fer eftir aldri viðkomandi eins og fram kemur í eftirfarandi tölfu:
20.04.2016

Grunnskólabörn í heimsókn

Í dag fengum við góða heimsókn í leikskólann. Nemendur 1. og 2. bekkjar komu í heimsókn til okkar og tóku þátt í starfinu fyrir hádegi. Þessi heimsókn er liður í samstarfi leiksk?...
19.04.2016

Starfsmaður óskast við félagslega heimaþjónustu – hlutastarf

 Starfsmaður óskast á heimili þar sem eru lítil börn. Starfið felst í heimilisstörfum og að sækja börn á leikskóla og vera með þau í tvo tíma eftir að leikskóla lýkur. Meðan ...
19.04.2016

Samtakamátturinn virkjaður - Opinn súpufundur í Tjarnarlundi

Kæru íbúar Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar! 

Nefnd um gerð svæðisskipulags fyrir sveitarfélögin þarf á aðstoð ykkar að halda. Nefndin hefur það hlutverk að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga  fótfestu í ykkar reynslu og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri. Sjá frekari upplýsingar á vefnum samtakamattur.is.

18.04.2016

Tilkynning frá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólarepps

Magnús Baldursson sálfræðingur verður á Hólmavík þriðjudaginn 3. maí 2016 og er það jafnframt síðasta heimsókn hans til okkar á þessum skólavetri. Þeir íbúar sem vilja óska e...
18.04.2016

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 11. apríl 2016

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 11. apríl  2016,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Ha...
18.04.2016

Dreifnámshús leigt til menningarverkefna

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að nýta húsnæði dreifnámsdeildar FNV í sumar til útleigu fyrir menningarstarfsemi. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort þetta verði gert framvegis eða eingöngu horft til komandi sumars til reynslu.
14.04.2016

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 7. apríl 2016

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  fimmtudaginn 7. apríl,  kl. 20:00 að Höfðagötu 3. Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsd?...
14.04.2016

Fundargerð Ungmennaráðs - 10. mars 2016

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar fimmtudaginn 10. mars kl. 20:00 í Fjósinu, ungmennahúsi Hólmavíkur, Hafnarbraut 19. Mættir voru: Arnór Jónsson, Bára Örk Melsted, Elí...
14.04.2016

Fræðslunefnd 11. apríl 2016

Fundur var haldin í fræðslunefnd mánudaginn 11. apríl kl. 17:00 í Hnyðju.Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðar...
14.04.2016

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1247 - 12. apríl 2016

Fundur nr.  1247 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 12. apríl 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velk...
11.04.2016

Kynningarfundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar

Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir drög að tillögu sinni að flokkun virkjunarkosta í Steinshúsi á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi, 13. apríl nk, milli kl. 20-22. Á fundinum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og sitja fyrir svörum að kynningu lokinni. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Fundurinn er öllum opinn og ekki er þörf á að skrá sig.
08.04.2016

Fánagerð

Í Dvergakoti eru börnin þónokkuð að vinna með plús kubba. Undanfarna daga hafa þau ásamt starfsfólki sökkt sér í það verkefni að búa til þjóðfána deildarinnar með kubbunum. ...
08.04.2016

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1247 í Strandabyggð

Fundur nr. 1247 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 12. apríl 2016, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:  Erindi ...
08.04.2016

Undirbúningur Hamingjudaga 2016

Nú er skipulagning Hamingjudaga 2016 hafin.Hamingjudagar á Hólmavík verða haldnir helgina 1-3 júlí 2016.Markmið hátíðarinnar er að auka samheldni íbúa og gefa brottfluttum, sem og ö?...
31.03.2016

Skemmtilegt og gefandi starf

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 50% starf. Vinnutíminn er 8:00-12:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf í lok apríl. Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugu starfsfólki sem hefur gaman af börnum, býr yfir góðri samskiptahæfni og hefur ríka þjónustulund. Einnig er skipulagshæfni og  jákvæðni mikilvægur kostur. 
31.03.2016

Lífið er blátt á mismunandi hátt

Klæðumst bláu á BLÁA DAGINN föstudaginn 1. aprílFöstudaginn 1.apríl ætla nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík að klæðast bláu og vekja þannig athygli á málefnum einh...
30.03.2016

Afmælisstelpa.

Hún Hekla Karitas varð 3ja ára þann 26.mars síðastliðinn.  Í dag fékk hún fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.Innilega til hamingju með 3ja ára afmælið elsku He...
29.03.2016

Auglýsing um nýtt deiliskipulag fyrir hluta jarðarinnar Nauteyri í Strandabyggð

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum 8. mars  2016 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Nauteyri í Strandabyggð, fyrrum Nauteyrarhreppi samkvæmt  1. mgr.  41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu, samkvæmt 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
23.03.2016

Gleðilega páska

Börn og starfsfólk leikskólans Lækjarbrekku óskar öllum gleðilegra páska. Hafið það sem allra best um hátíðirnar. :)...
21.03.2016

Minnum á íbúafundinn þann 5. apríl 2016

Þriðjudaginn 5. apríl verður haldinn íbúafundur í Félagsheimilinu á Hólmavík milli kl. 17:00 og 19:00 í tengslum við stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins. Á fundinum mun Þorgeir Pálsson fara yfir helstu niðurstöður úr íbúakönnun sem framkvæmd var dagana 13. – 21. janúar sl. Í framhaldi af því verður farið í hugmyndavinnu og forgangsröðun verkefna, með það að leiðarljósi að efla samfélagið og gera Strandabyggð áhuga- og eftirsóknarverðari að búa í.