Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

29.06.2016

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir ráðin leikskólastjóri

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við Leikskólann Lækjarbrekku meðan Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir verður í fæðingarorlofi. Aðalbjörg útskrifaðist með B.Ed. í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2006.
29.06.2016

Dagskrá - rafræn útgáfa - Festival Program

Dagskrána er hægt að nálgast hér rafrænt því hana er gott að hafa við hendina um helgina :) You can approach the festival program hera :)...
28.06.2016

Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn Lotta hefur heimsótt okkur í Strandabyggð seinustu Hamingjudaga og ætla ekki að láta sig vanta í ár. Leikhópurinn Lotta mun sýna sitt árlega leikverk laugardaginn 2. júl?...
27.06.2016

Kassabílarallý

Kassabílarallýið er einn af föstum liðum á Hamingjudögum og veitir mörgum gleði og hamingju. Í ár mun keppnin vera haldin á laugardeginum kl. 12:30 á malbikaða planinu á bak við Hó...
27.06.2016

Skemmtileg og gefandi vinna í boði

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir 100% stöðu deildarstjóra lausa til umsóknar. Leitað er eftir leikskólakennara, uppeldismenntuðu fólki eða fólki með reynslu af starfi með börnum. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst 2016. 
Einnig auglýsum við eftir fólki með reynslu af börnum í starf deildarstarfsmanns. Annars vegar í 100% starf  með vinnutímann 8:00-16:00 og hins vegar í 50% starf með vinnutímann 12:00-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst 2016.

24.06.2016

Sýningar á Hamingjudögum 2016

Eftir viku mun hátíðin okkar Hamingjudagar 2016 vera formlega sett með afhendingu Menningarverðlauna Strandabyggðar í Hnyðju. Sama dag munu tvær glæsilegar sýningar vera opnar.  Náttú...
24.06.2016

Kjörskrá og kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands 25. júní 2016

Kjörfundur vegna kosninga til embættis forseta Íslands

Ein kjördeild verður í Strandabyggð og verður kjörstaður í  Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík.     

Kjörfundur hefst kl. 09:00  laugardaginn 25. júní 2016 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00 .

22.06.2016

Fræðslunefnd - 20. júní 2016

Fundur var haldin í fræðslunefnd miðvikudaginn 20. júní kl. 17:00 í HnyðjuEftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurða...
22.06.2016

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1250 - 21. júní 2016

Fundur nr.  1250 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 21. júní 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velk...
22.06.2016

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi Sýslumannsins á Vestfjörðum vegna kjörs forseta Íslands hinn 25. júní n.k. fer fram á skrifstofu sýslumanns á Hólmavík frá kl. 9.00-12.00 ...
21.06.2016

Laust sýningarpláss

Í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar á Hólmavík er laust sýningarpláss. Ef þú eða einhver sem þú þekkir vilt nýta tækifærið hafið þá samband við Írisi Ósk tómstundafulltrúa í ...
21.06.2016

Afmælisdrengur

Hann Torfi Hafberg varð þriggja ára þann 19.júní síðastliðinn. Í gær fékk hann fína kórónu og við sungum fyrir hann afmælissönginn.  Innilega til hamingju með þriggja ára afm?...
17.06.2016

Sveitarstjórnarfundur 1250 í Strandabyggð - fundarboð

Fundur nr. 1250 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 21. júní 2016, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
16.06.2016

17.júní

Á morgun þjóðhátíðardag okkar Íslendinga mun Umf.Geislinn sjá um hátíðarhöldin eins og venjulega.  Frá kl. 11-13 verður boðið upp á andlitsmálun í Íþróttamiðstöðinni og s...
15.06.2016

Markaður á Hamingjudögum

Eins og undanfarin ár býðst áhugasömum aðilum að selja varning á sölubásum á Hamingjudögum laugardaginn 2. júlí frá kl. 12:00-17:00. Með básnum fylgir tvö borð og aðgangur að...
15.06.2016

Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd - 15. júní 2016

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 15. júní 2016, kl. 17:00, í Sævangi Strandabyggð. Mættir: Haraldur V. A. Jónsson, Guðrún Elínbo...
14.06.2016

Framkvæmdir á Hólmavík

Næstu dagana verður unnið í gangstéttalögn við Hafnarbraut og Borgabraut. Um verkið sér Guðmundur Þórðarson hleðslumeistari frá Hólmavík.  Teknar voru nokkrar myndir í sólarblí...
14.06.2016

Umhverfisdagur

Umhverfisátak í Strandabyggð  11. – 16. júní 2016

Kæru íbúar Strandabyggðar í dreifbýli og þéttbýli          
Sumarið er komið, 17. júní og Hamingjudagar nálgast óðfluga. Nú þurfum við að bretta um ermarnar og snyrta til í kringum okkur. Einn getur ekki gert allt, en allir geta gert eitthvað og með sameiginlegu átaki má gera þetta vel.

09.06.2016

Auglýst eftir verkefnisstjóra hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða á Ísafirði

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða leitar að verkefnisstjóra sem gæti hafið störf sem fyrst á skrifstofu félagsins á Ísafirði.  Um er að ræða 100% starf .
08.06.2016

Vinnuskólinn byrjaður

Í morgun byrjaði Vinnuskóli Strandabyggðar og að þessu sinni eru 14 hress ungmenni skráð á aldrinum 13-16 ára. Framundan er hreinsun og fegrun bæjarins og önnur tilfallandi störf en au...
07.06.2016

Leikskólastjóri óskast til starfa á Hólmavík

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar eftir að ráða leikskólastjóra í tímabundna stöðu til 10 mánaða við Leikskólann Lækjarbrekku á Hólamvík.  Leikskólinn Lækjarbrekka er tveggja deilda leikskóli og eru börnin á aldrinum frá eins árs til sex ára og er leikskólinn þátttakandi í þróunarverkefninu Málþroski og læsi, færni til framtíðar ásamt fleiri leikskólum í nágrannasveitarfélögum. 

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2016

04.06.2016

Sumarnámskeið í Strandabyggð 2016

Fjölbreytt sumarnámskeið verða í boði í Strandbyggð í sumar, t.d. skáknámskeið, náttúrubarnaskóli og tölvuforrinarskóli. Sjá nánar hér að neðan.

04.06.2016

Vinnuskóli Strandabyggðar 2016

Vinnuskóli Strandabyggðar 2016 byrjar miðvikudaginn 8. júní og allir sem sóttu um hafa fengið starf. Ragnheiður Gunnarsdóttir og Steinar Þór Baldursson munu vera umsjónarmenn Vinnuskól...
02.06.2016

Sjómannadagurinn á Hólmavík 2016


Að venju verður glæsileg dagskrá í boði björgunarsveitarinnar Dagrenningar á sjómannadaginn eins og sjá má hér í þessari frétt.  Strandabyggð óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
01.06.2016

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 30. maí 2016

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 30. maí,  kl. 17:00 að Höfðagötu 3.Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir og Salbjörg Engilbertsdó...
01.06.2016

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 30. maí 2016

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn30. maí  2016,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Hafd?...
01.06.2016

Fræðslunefnd - 25. maí 2016

Fundur var haldin í fræðslunefnd miðvikudaginn 25. maí kl. 18:00 í Hnyðju. Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sigur?...
01.06.2016

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1249 - 31. maí 2016

Fundur nr.  1249 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 31. maí 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkom...
27.05.2016

Sveitarstjórnarfundur 1249 í Strandabyggð - fundarboð

Fundur nr. 1249 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 31. maí 2016, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

20.05.2016

Hreyfivika 2016 í Strandabyggð

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur síðastliðin fjögur ár tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move. Hér á landi kallast herferðin Hreyfivika UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljón fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020.

Hreyfivika UMFÍ snýst öðru fremur um það að kynna kostina sem felast í virkri hreyfingu og íþróttum. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega. 

Hvað er í boði í sveitarfélaginu okkar?