Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

12.09.2016

Magnús Baldursson sálfræðingur verður á Hólmavík

Magnús Baldursson sálfræðingur verður á Hólmavík fimmtudaginn 22. september 2016. Þeir íbúar sem vilja óska eftir tíma hjá Magnúsi er bent á að hafa samband við Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps með því að senda á hana póst í netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is .
10.09.2016

Sveitarstjórnarfundur 1252 í Strandabyggð - fundarboð

Fundur nr. 1252 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 13. september 2016, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
09.09.2016

Samskipti Baska og Íslendinga – Mannlíf og minjar

Í tilefni menningarminjadagsins 2016 heldur Magnús Rafnsson fyrirlestur í Strandagaldri á Hólmavík um vangaveltur sínar varðandi samskipti Baska og Íslendinga. Fyrirlesturinn verður fluttur laugardaginn 17. september klukkan 20:00.
07.09.2016

Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn í Hnyðju miðvikudaginn 14. september klukkan 20:30.Dagskrá:1. Skýrsla formanns2. Ársreikningur3. Val á nýjum stjórna...
05.09.2016

Heimili og skóli - Kynning fyrir foreldra

Kynning fyrir foreldra á Læsissáttmála Heimilis og skóla verður í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 8. september klukkan 18:00.Vonumst til að sjá ykkur öll.Heimili og skóli La...
31.08.2016

Stígamót boða til opins fundar í Hnyðju

Stígamót bjóða til opins fundar í Hnyðju Höfðagötu 3 á Hólmavík (Þróunarsetrinu) mánudaginn 5. sept. kl. 17.15
Í vetur munu Stígamót bjóða upp á ráðgjafarþjónustu hálfsmánaðarlega á Ísafirði.  Það gagnast e.t.v ekki vel fyrir Dala-Stranda og Reykhólasveitunga en þar sem við erum á leið á Ísafjörð að kynna þjónustuna, langar okkur að bjóða upp á kynningu líka á Hólmavík.
31.08.2016

Þróun heimahaganna: Hugmyndir og sjónarmið

Súpufundur í Króksfjarðarnesi þriðjudaginn 6. september 2016, kl. 17.30

Allir íbúar Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar velkomnir og hvattir til að mæta!

Þriðjudaginn 6. september nk. verður haldinn opinn fundur í Kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi þar sem íbúum Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar gefst tækifæri til að kynna sér vinnu við svæðisskipulagsáætlun fyrir sveitarfélögin og leggja sitt af mörkum við mótun áætlunarinnar. Verkefnið snýst um að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í reynslu íbúa og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri. Sjá nánar um verkefnið á vefnum samtakamattur.is.

29.08.2016

Haustmarkaður

Laugardaginn 10. september frá kl. 14-18 verður haustmarkaður við Hnyðju á Hólmavík og þar gefst fólki tækifæri á að selja ýmsan varning t.d. sultur,ber,grænmeti,kjöt,fisk eða ön...
25.08.2016

Leitarseðill í Strandabyggð 2016

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar hefur lokið við gerð Fjallskilaseðils Strandabyggðar fyrir árið 2016 en drög að  honum voru samþykkt á sveitarstjórnarfundi þann 9. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt Fjallskilaseðli verður réttað í Strandabyggð sem hér segir:
19.08.2016

Starfsmenn óskast í verslun og veitingasölu í Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík

Um er að ræða framtíðarstarf í vaktavinnu og önnur afleysingarstörf.Starfið er fjölbreytt í líflegu starfsumhverfi þar sem létt lund, þjónustulipurð, heiðarleiki, snyrtimennska og...
16.08.2016

Laus störf í Skólaskjóli og félagsmiðstöðinni Ozon

Tómstundafulltrúi Strandabyggðar auglýsir eftir starfsfólki í Skólaskjól og félagsmiðstöðina Ozon.Skólaskjól - Um er að ræða tvö störf alla virka daga frá 13:30 til 16:30 eða ...
11.08.2016

30. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps - 11. ágúst 2016

30. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps haldinn 11. ágúst 2016 kl. 10:00 að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ingibjörg Emilsdóttir (Strandabyggð), Unnsteinn Árnason (...
10.08.2016

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 8. ágúst 2016

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn8. ágúst  2016,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Haf...
10.08.2016

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 27. júní 2016

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 27. júní,  kl. 17:00 að Höfðagötu 3.Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjörg Engilbertsdó...
10.08.2016

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1251 - 9. ágúst 2016

Fundur nr.  1251 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 9. ágúst 2016 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velk...
07.08.2016

Skólasetning 22. ágúst - ritfangapakki.

Nú líður að því að skólaárið 2016 - 2017 hefjist en starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík mætir til undirbúningsvinnu mánudaginn 15. ágúst nk. Skólasetning verður mánudaginn 22....
05.08.2016

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1251 í Strandabyggð

Fundur nr. 1251 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 9. júní 2016, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

13.07.2016

Náttúrubarnaskólinn á Ströndum - dagskráin í júlí

Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir margvíslegum skemmtilegum viðburðum á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum í sumar. Námskeiðum fyrir náttúrubörn á öllum aldri, kvöldgöngum, fuglafjöri, spurningakeppnum, sagnaskemmtunum og mörgu fleira. Á svæðinu í kringum Sævang er fuglalífið ótrúlega fjölbreytt og fuglarnir orðnir vanir mannaferðum. Hægt er að klappa æðarkollunni Kollfríði þar sem hún liggur á hreiðri sínu. Teistur verpa í manngerða kassa þar sem hægt er að fylgjast með teistum og ungunum þegar þeir koma úr eggjunum, en þeir halda til í kössunum í mánuð.
11.07.2016

Laust starf í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar Norðurfirði

Laust er til umsóknar starf verslunarstjóra í Norðurfirði frá og með ágústmánuði....
06.07.2016

Að leiðar lokum

Nú eru Hamingjudagar 2016 komnir að enda og ekki hægt að segja annað en allt hafi tekist vel og að gleði og hamingja hafi ráðið ríkjum í Strandabyggð helgina 30. júní til 3. júlí. ...
05.07.2016

Laus störf í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar

Lausar eru til umsóknar stöður verslunarstjóra í matvöruverslun Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og staða verslunarstjóra í pakkhúsi.  Hægt er að skoða auglýsingarnar í...
05.07.2016

Laus staða skrifstofumanns á Hólmavík-Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns í útibúi Sýslumannsins á Vestfjörðum á Hólmavík. Um er að ræða 50% starfshlutfall eftir hádegi.

Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi sem býr yfir góðri almennri tölvuþekkingu og íslenskukunnáttu. Nauðsynlegt er að umsækjandi sé þjónustulundaður og eigi gott með samskipti. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 25. júlí nk.

04.07.2016

Hnallþóruhlaðborðið

Eins og venja hefur verið undanfarin ár mættu íbúar og sumargestir með glæsilegar hnallþórur á kaffihlaðborð og buðu gestum Hamingjudaga.  Mikið magn af fallegum kökum og tertum bá...
01.07.2016

Næstu skref

Gleðin heldur áfram!Í kvöld er í boði að gleðjast saman í Kaffikvörn, spurningaleik fyrir alla fjölskylduna, á Sauðfjársetrinu í Sævangi, skella sér á girnilegt sjávarhlaðborð ...
01.07.2016

Hamingjudagar 2016 eru settir og Menningarverðlaun eru afhend

Í dag voru opnaðar þrjár listasýningar sem verða opnar alla helgina.Náttúrubarnið Dagrún Ósk Jónsdóttir opnaði ljósmyndasýninguna Náttúrubörn á Ströndum við yndislega stund í...
30.06.2016

Fyrsti viðburður Hamingjudaga

Náttúrubarnaskólinn á Sauðfjársetinu í Sævangi var með hamingjuþema í dag í tilefni af Hamingjudögum. Farið var að skoða teistuunga í kössum á Langa tanga sem eru að klekja út...
30.06.2016

Nýtt!

Jón Halldórsson verðu með ljósmynda og sölusýning á Hamingjudögum. Betra seint en aldrei eins og hann segir sjálfur frá. Hann mun sýna 40 myndir sem settar voru á striga og verða til ...
30.06.2016

Afmælisstúlka

Hún Thelma er 4ára í dag.  Hún fékk fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissönginn.Innilega til hamingju með 4ára afmælið elsku Thelma okkar....
29.06.2016

Starf skrifstofumanns á Hólmavík – Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns í útibúi Sýslumannsins á Vestfjörðum á Hólmavík. Um er að ræða 50% starfshlutfall eftir hádegi.

Óskað er eftir jákvæðum einstaklingi sem býr yfir góðri almennri tölvuþekkingu og íslenskukunnáttu. Nauðsynlegt er að umsækjandi sé þjónustulundaður og eigi gott með samskipti. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 25. júlí nk.

Starfskjör fara eftir kjarasamning ríkisins og SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu.

29.06.2016

Náttúrubarnaskólinn með hamingjuþema

Fyrsti viðburður Hamingjudaga 2016 er í boði Náttúrubarnaskólans á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Fimmtudaginn 30. júní verður í boði fyrir náttúrubörn á öllum aldir að mæta í ...