Fara í efni

Næstu skref

01.07.2016
Gleðin heldur áfram!Í kvöld er í boði að gleðjast saman í Kaffikvörn, spurningaleik fyrir alla fjölskylduna, á Sauðfjársetrinu í Sævangi, skella sér á girnilegt sjávarhlaðborð ...
Deildu

Gleðin heldur áfram!

Í kvöld er í boði að gleðjast saman í Kaffikvörn, spurningaleik fyrir alla fjölskylduna, á Sauðfjársetrinu í Sævangi, skella sér á girnilegt sjávarhlaðborð á Café Riis og skemmta sér fram á nótt við undirspil Alþýðulagabandsins á Café Riis. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Ég hvet alla til að kynna sér dagskrá morgundagsins vel. Hamingjumarkaðurinn hefur fokið yfir í Hnyðju þar sem fjölmargt fallegt og gómsætt verður til sölu. Allir sem keyra kassabíl eiga að mæta kl. 12:30 bak við Hólmadrang og sýna hvað í sér býr. Síðast en alls ekki síst er Hnallþóruborðið upp úr kl. 14:00. Það verðu vonandi troðfullt af kræsingum frá okkar kæru íbúum Strandabyggðar en Hnallþórunar á að afhenda á milli 13:00 og 14:00 á hátíðarsvæðinu. 

Sjáumst ;)

Til baka í yfirlit