Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við Leikskólann Lækjarbrekku meðan Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir verður í fæðingarorlofi. Aðalbjörg útskrifaðist með B.Ed. í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2006. Hún var skólastjóri Kópaskersskóla 2008 - 2009 en þar var samrekinn leik- og grunnskóli. Frá árinu 2002 starfaði hún á leikskólum á Hvammstanga, Blönduósi og Kópaskeri sem deildarstarfsmaður og deildarstjóri. Frá 2011 - 2014 starfaði hún sem leiðbeinandi í Öxarfjarðarskóla en frá 2014 hefur hún starfaðsem deildarstjóri á Leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík og þekkir því leikskólastarfið í Lækjarbrekku vel.
Við óskum Aðalbjörgu til hamingju með starfið og hlökkum til frekara samtarfs.
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir ráðin leikskólastjóri
29.06.2016
Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri við Leikskólann Lækjarbrekku meðan Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir verður í fæðingarorlofi. Aðalbjörg útskrifaðist með B.Ed. í leikskólakennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2006.
