06.07.2021
Helgina 9.-11. júlí verður Náttúrubarnahátíð á Ströndum haldin með pompi og prakt í fimmta skiptið á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Þetta er fjölskylduhátíð þar sem gestir, börn og fullorðnir, fá kjörið tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem einkennast af útivist, fróðleik og skemmtun.
Það er Náttúrubarnaskólinn sem stendur fyrir hátíðinni. „Hátíðin hefst á föstudegi og fer að mestu fram utandyra, svo við hefjum hana á því að framkvæma veðurgaldur, til að tryggja gott veður um helgina,“ segir Dagrún.