Fara í efni

Vegglistaverk afhjúpað

16.08.2021
Í dag, mánudaginn 16. ágúst, klukkan 15 verður nýtt vegglistaverk afhjúpað á Hólmavík. Verkið er eftir listamanninn J. J. Mancho eða José Javier Mínguez sem búið hefur og starfað...
Deildu
Í dag, mánudaginn 16. ágúst, klukkan 15 verður nýtt vegglistaverk afhjúpað á Hólmavík. Verkið er eftir listamanninn J. J. Mancho eða José Javier Mínguez sem búið hefur og starfað á Hólmavík nú í sumar.

Boðið verður upp á kaffi og kleinur og José um leið kvaddur, tímabundið vonandi, eftir störf sín fyrir sveitarfélagið í sumar en hann hefur jafnframt sinnt verkstjórn Vinnuskólans.

Nánar má fræðast um José og hans störf á vef Strandir.is


Til baka í yfirlit