Fréttir og tilkynningar
Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík
Hamingjudagar 2010 hefjast með stórtónleikum í Bragganum

Minnt á menningarverðlaun

Gleðilegan þjóðhátíðardag (vatnslaust um morguninn)!
Ný sveitarstjórn Strandabyggðar tekin við
Ný sveitarstjórn Strandabyggðar er tekin við stjórnartaumum og hélt sinn fyrsta fund þriðjudaginn 15. júní 2010. Fundinn sátu Jón Gísli Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Sverrir Guðbrandsson fyrir J-lista og Jón Jónsson og Katla Kjartansdóttir fyrir V-lista. Á fundinum var lögð fram sameiginleg yfirlýsing listanna um samstarf á því kjörtímabili sem nú er að hefjast. Í framhaldi af því var Jón Gísli Jónsson kjörinn oddviti Strandabyggðar og Jón Jónsson varaoddviti. Yfirlýsing listanna um samstarfið er birt hér að neðan:
Menningarmálanefnd - 16. júní 2010
Sveitarstjórn - 15. júní 2010
Hverfafundir vegna Hamingjudaga 2010
Hverfafundir vegna Hamingjudaga 2010 verða haldnir á næstu dögum, eins og fram kemur í nýútkomnu fréttabréfi vegna Hamingjudaga. Framkvæmdastjóra barst í dag sú góða og réttmæta ábending að í fréttabréfinu kæmi dagsetning hátíðarinnar hvergi fram, en hátíðin verður eins og undanfarin ár haldin fyrstu helgina í júlí, eða dagana 2.-4. júlí.
Á hverfafundum verður kynnt sú dagskrá sem þegar liggur fyrir og kynnt hverjir verða skreytingarstjórar (tveir í hverju hverfi).

Fréttatilkynning frá Strandabyggð vegna ráðningar á nýjum stjórnendum við Grunnskólann og Tónskólann á Hólmavík
Nýlega var Bjarni Ómar Haraldsson ráðinn skólastjóri við Grunnskólann á Hólmavík. Bjarni Ómar tekur við af Victori Erni Victorssyni sem gengdi starfi skólastjóra til fjölda ára.
Bjarni Ómar er 41 árs í sambúð með Öldu Guðmunsdóttur frá Raufarhöfn og eiga þau tvö börn. Bjarni hefur starfað sem kennari við fyrir Grunn- og Tónskólann á Hólmavík frá árinu 2003 eða eftir að hann færði sig um set frá vinabænum Raufarhöfn þar sem hann starfaði sem kennari við Tónlistarskólann frá árinu 1993 og sem kennari við Grunnskólann á Raufarhöfn frá árinu 1997 - 2003. Veturinn 2008 - 2009 tók Bjarni síðan við deildarstjórstarfi í Tónskólanum á Hólmavík. Í vetur hefur Bjarni sinnt starfi aðstoðarskólastjóra ásamt því að kenna við Tónskólann og veita félagsmiðstöðinni Ozon forstöðu.
Menningarmálanefnd - 2. júní 2010
Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 2. júní 2010
Sveitarstjórn - 2. júní 2010
Laus störf hjá Grunn- og Tónskóla Hólmavíkur
Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar:
Íþróttakennari
Enskukennari
Stærðfræðikennari á unglingastigi
Kennsla á miðstigi og/eða yngsta stigi
Tónlistarkennari í afleysingar vegna fæðingarorlofs á haustönn
Tveir stuðningsfulltrúar til að sinna nemendum með sérþarfir, stöðuhlutfall er samkomulagsatriði
Umsóknarfrestur um störfin er til 20. júní 2010.
Umsóknum skal skilað til:
Skrifstofu Strandabyggðar
Hafnarbraut 19
510 Hólmavík
Frekari upplýsingar veita:
Bjarni Ómar Haraldsson aðstoðarskólastjóri, sími 892-4666 og 452-3129
Kristján Sigurðsson skólastjóri, sími 451-3129.
Hildur Guðjónsdóttir, sími 451-3129 og 661-2010.
Netfang skólans er: skolastjorar@holmavik.is
Byggingar,- umferðar- og skipulagsnefnd - 27. maí 2010
Sveitarstjórn - 26. maí 2010
Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga í Strandabyggð 29. maí 2010
Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 18. maí 2010
Íbúafundur í Strandabyggð.
Kjörskrá Strandabyggðar
Sveitarstjórn - 11. maí 2010
Menningarmálanefnd - 10. maí 2010
Skólanefnd Grunnskóla og Tónskóla - 6. maí 2010
Keppt milli laganna tveggja sem bárust í Hamingjulagakeppnina 19. maí
Íbúafundir að baki - búið að tilkynnar um hljómsveit og fullt af hugmyndum!
Hugmyndirnar eru taldar upp hér fyrir neðan: