Fara í efni

Landsamtök foreldra - Heimili og skóli

30.06.2010
Heimili og skóli - landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum. Samtökin veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og gefa ú...
Deildu
Heimili og skóli - landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum. Samtökin veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og gefa út tímarit og ýmis konar efni um foreldrastarf.

Ef þú hefur áhyggjur af einhverju varðandi skólagöngu barnsins þíns getur þú leitað til skrifstofu Heimilis og skóla. 
Símanúmer er  562-7475, kl. 9 - 12 Netfang: heimiliogskoli@heimiliogskoli.is

Fyrirlestar á vegum Heimilis og skóla
Samtökin bjóða upp á fyrirlestra fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Meðal annars er boðið upp á:
  • Fyrirlestra um foreldrastarf, bekkjarstarf og skólamál almennt
  • Námskeið fyrir bekkjarfulltrúa
  • Að efla samstarf foreldra og samstarf heimila og skóla
  • Kynningar á breytingum sem fylgja nýju menntalögunum
  • Foreldraráð í leikskólum, skólaráð í grunnskólum og foreldraráð í framhaldsskólum
  • SAFT -örugg netnotkun barna og unglinga

Verkefnastjórar Heimilis og skóla s:  562 7475  heimiliogskoli@heimiliogskoli.is, www.heimiliogskoli.is

Helga Margrét Guðmundsdóttir, helgamg@heimiliogskoli.is , s:  562 7470
Hrefna Sigurjónsdóttir, hrefna@heimiliogskoli.is , s:  562 7475  (í fæðingarorlofi)
Elín Helgadóttir, elin@heimiliogskoli.is, s: 562 7475


Aðaláherslur í starfseminni eru þessar:

  • að veita foreldrum / félagsmönnum stuðning og liðveislu og miðla upplýsingum til foreldra svo að þeir geti betur sinnt uppeldi barna sinna og skólagöngu þeirra
  • að koma sjónarmiðum foreldra á framfæri við yfirvöld og vinna að því að auka áhrif foreldra á skólastarf.
  • að efla starf foreldrafélaga og leggja þeim lið svo að þau verði sem virkust þannig að foreldrar finni þar vettvang til samstarfs við skólann og til þátttöku í foreldrastarfi á landsvísu.

Þjónusta Heimilis og skóla felst einkum í eftirfarandi:

  • að veita foreldrum/félagsmönnum stuðning og liðveislu til að þeir geti axlað uppeldishlutverk sitt
  • að miðla upplýsingum til foreldra svo þeir séu betur í stakk búnir til að taka þátt í mótun skólasamfélagsins
  • að efla starf foreldrafélaga svo þau verði sem virkust og foreldrar finni þar vettvang til samstarfs við skólann og til þátttöku í foreldrastarfi á landsvísu
  • að efla starf foreldraráða svo þau geti veitt skólum og skólayfirvöldum virkt og uppbyggjandi aðhald
  • að koma sjónarmiðum foreldra á framfæri við yfirvöld þegar teknar eru ákvarðanir sem varða skóla- og uppeldismál
  • að standa, ein eða í samvinnu við fleiri aðila, að verkefnum og vinnu sem stuðlar að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga og bættum hag fjölskyldna
  • að undirbúa stofnun foreldrafélaga við framhaldsskóla landsins


Á vefsíðu Heimilis og skóla er mikið af hagnýtu og fróðlegu efni fyrir foreldra
www.heimiliogskoli.is

Til baka í yfirlit