Dagskrá fundarins:
1. Það sem komið er í dagskrá Hamingjudaga.
2. Ýmsir lausir endar vegna Hamingjudaga.
3. Önnur mál.
4. Menningarverðlaun 2010.
Ákveðið var að taka liði 1. og 2. saman þar sem að þeir skarast mjög mikið.
1. og 2. Dagskrá Hamingjudaga og lausir endar:
- Tónleikar verða með Geirmundi Valtýssyni á Cafe Riis á laugardagskvöldinu. Lenda á sama tíma og hnallþóruborðið og hólmvískir hamingjutónar.
- Brynja Bjarnfjörð verður með ljósmyndasýningu á Furuvöllum ( Gamli fiskmarkaðurinn). Athugað verður hvort ekki verður hægt að setja fleiri atburði þar inn líka.
- Gunnlaugur Bjarnason ætlar að sjá um fjöldasöng við varðeldinn, sér sjálfur um hljóðkerfið. Uppistand Gísla og Rögnvaldar verður líka við varðeldinn, sem munu sjá um inntökupróf fyrir laglausa kórinn þar.
- Einn keppandi hefur skráð sig í sögkeppni barna. Skráningarfrestur er til 29. júní. Rætt var hvort væri betra að hafa lifandi undirspil eða karaoke og allir voru sammála um að lifandi undirspil væri betra, Kristín ætlar að finna einhvern.
- Dagskráin er tilbúin fyrir dagskemmtun.
- Spurning er með hljóðkerfismál ef hamingjutónarnir verða inni í fiskmarkaði, Daníel telur þó að það verði ekkert mál. Væri einnig hægt að hafa hnallþóruhlaðborð og ljósmyndasýningu Nonna inni í fiskmarkaði en hamingjutóna á útisviðinu.
- Ekkert hefur frést af veifumálum sem eldri borgarar voru fengnir í. Jafnframt vantar einhvern í uppáhellingar, Rúna Stína býður sig fram í það og ætlar að reyna að fá einhverja með sér.
- Spákonan er ekki alveg búin að gefa fast svar.
- Ekki hefur borist svar frá Kötlu um gjafir vegna kökuverðlauna.
- Sagnatjaldið er í vinnslu hjá Leikfélagi Hólmavíkur, væri hægt að staðsetja það á Furuvöllum.
- Gengur illa að ná í fólk hjá Flugstoðum vegna leyfis til að nota aðstöðuhúsið við flugvöllinn.
- Áhaldahússtarfsmenn ætla að sjá um að gera vagninn kláran fyrir sviðið.
- Blöðrubirgðir eru farnar að minnka, þarf að panta.
3. Önnur mál:
a) Salbjörg Engilbertsdóttir hefur þrýst á þátttöku í vinabæjarmóti en þó er óvíst hvað verður.
b) Gjörningurinn sem var í félagsheimilinu varð en minni en átti að vera, vegna óviðráðanlegra aðstæðna.
c) Ályktun frá menningarmálanefnd:
Menningarmálanefnd vill þakka fráfarandi sveitarstjórn Strandabyggðar fyrir samstarfið. Hvetur nefndin komandi sveitarstjórn til að standa eins vel við bakið á menningarstarfi í sveitarfélaginu. Óska nefndarmenn komandi menningarmálanefnd velfarnaðar í starfi sínu á kjörtímabilinu.
d) Kristín Sigurrós Einarsdóttir vill þakka menningarmálanefndinni fyrir frábært samstarf við undirbúning Hamingjudaga.
4. Menningarverðlaun 2010:
4 tilnefningar bárust til menningarverðlauna 2010 frá bæjarbúum. Jón Halldórsson víkur af fundi og Kristín Einarsdóttir tekur sæti hans á meðan fjallað er um þessi mál. Ákveðið var að veita öllum tilnefndum viðurkenningar. Mjög erfitt var að velja á milli tilnefndra því allir áttu þeir verðlaunin meira en skilið. Jón kemur aftur á fundinn.
Einnig var ákveðið að veita Sigurði Atlasyni sérstaka viðurkenningu fyrir sín frábæru störf að menningarmálum í gegnum tíðina og ekki síst á síðustu tíu árum sem framkvæmdastjóri Strandagaldurs, sem fagnar 10 ára afmæli á þessu ári.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.45.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir (sign)
Jón Halldórsson (sign)
Rúna Stína Ásgrímsdóttir (sign)
Jóhanna Ása Einarsdóttir (sign)
Salbjörg Engilbertsdóttir (sign)
Guðrún Guðfinnsdóttir(sign)