Fara í efni

OZON

30.06.2010
Félagsmiðstöðin Ozon er staðsett innan veggja Grunnskólans og heldur Bjarni Ómar Haraldsson utan um starfið ásamt nemendaráði Grunnskólans. Innan félagsmiðstöðvarinnar fer fram hef?...
Deildu
Félagsmiðstöðin Ozon er staðsett innan veggja Grunnskólans og heldur Bjarni Ómar Haraldsson utan um starfið ásamt nemendaráði Grunnskólans. Innan félagsmiðstöðvarinnar fer fram hefðbundið starf s.s. opin hús tvisvar í viku og viðburðir í tengslum við það. Enginn leiktæki eru í félagsmiðstöðinni en félagsmiðstöðvarstarfið hjá Ozon sækir í grunninn hugmyndir til Johns Dewey um reynslunám og byggir allt starfið á virkri þátttöku og skapandi starfi sem veitir nemendum reynslu til framtíðar. Nemendur hafa sjálfir með ötulli vinnu og söfnunum komið sér upp góðri aðstöðu fyrir hljómsveitir með hljóðfærum auk annars sem nauðsynlegt er í starfið.


Á undanförnum árum hefur starfsemi félagsmiðstöðvarinnar verið að færast nokkuð í vöxt og teljum við forvarnargildi starfsins ótvírætt þar sem meiri áhersla er lögð á skipulagt og krefjandi starf. Áhugi krakkana er viðhaldinn með ýmsum nýjungum og eru áherslur og markmið okkar í sífelldri þróun. Stærstu breytingarnar eru þó í kringum þau samskipti sem aukist hafa mikið á milli félagsmiðstöðva. Annarsvegar höfum við tekið þátt í starfsemi Samfés (Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi ) og hinsvegar með aukið samskipti við félagsmiðstöðvar í nágrannasveitarfélögum. Félagsmiðstöðin hefur einnig staðið fyrir ýmsum menningarviðburðum á Hólmavík og ber þar hæst Lista- og menningarhátíð ungs fólks sem haldin er ár hvert.

Hér til hliðar má lesa fréttir og tilkynningar úr starfi OZON.

Til baka í yfirlit