Fara í efni

Tónskólinn

30.06.2010
Tónskólinn á Hólmavík er samrekinn með Grunnskóla Hólmavíkur og á undanförnum árum hefur verið mikill áhugi hjá nemendum Grunnskólans fyrir tónlistarnámi og hefur hlutfall þeirr...
Deildu
Tónskólinn á Hólmavík er samrekinn með Grunnskóla Hólmavíkur og á undanförnum árum hefur verið mikill áhugi hjá nemendum Grunnskólans fyrir tónlistarnámi og hefur hlutfall þeirra farið allt upp í 80%. Í ár eru um 70 nemendur Grunnskólans sem stunda hljóðfæranám auk náms í tónfræðigreinum. Fjórir tónlistarkennarar eru starfandi við skólann. Þeir eru Bjarni Ómar Haraldsson, Barbara Ósk Guðbjartsdóttir, Stefán Steinar Jónsson og Viðar Guðmundsson og kenna þau nemendum á píanó, orgel, harmonikku, blokkflautu, ukulele, gítar, rafgítar, rafbassa, trommur, söng og fleira. Þessi mikli tónlistaráhugi og staðsetning Tónskólans innan veggja Grunnskólans gerir það að verkum að heildarmynd skólans er í senn lífleg og fjörug þar sem listagyðjan fær að njóta sín í bland við hefðbundið skólastarf.

Vorið 2008 setti Tónskólinn, Grunnskólinn og Leikfélag Hólmavíkur upp Dýrin í Hálsaskógi undir leikstjórn Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur og tónlistarstjórn Bjarna Ómars Haraldssonar. Vorið 2010 setti Tónskólinn, Grunnskólinn og Leikfélag Hólmavíkur síðan upp rokksöngleikinn Grease í fullri lengd. Verkið var undir leikstjórn Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, en tónlistarstjóri var Stefán Steinar Jónsson. Leikendur í báðum uppfærslum voru flestir ungir að árum eða í elstu fjórum bekkjum Grunnskólans og sama gildir um hljómsveitina sem spilaði undir, sviðsmenn og fleiri. Nokkrir leikarar og fjölmargir sem unnið hafa að umgjörð sýninganna komu svo frá Leikfélagi Hólmavíkur og þannig vinna kynslóðirnar saman að þessum skemmtilegu leiksýningum.  
Til baka í yfirlit