24.06.2014
ÍSÍ heldur upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn í Íþróttamiðstöðinni á Hamingjudögum á Hólmavík 25. júní kl. 12:00
Ragna Ingólfsdóttir mun koma í heimsókn og fjalla stuttlega um þátttöku sína í íþróttum og hvað hún hefur gert til að komast tvisvar á Ólympíuleikanna. Einnig verður stutt kynning um Ólympíuleika og fyrir hvað þeir standa. Ólympíukyndill verður með í eins og sá sem var notaður á ÓL í London 2012. Hlaupið verður kyndilhlaup og farið í nokkrar þrautir.
Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn þann 23. júní út um allan heim. Þessi viðburður er haldinn í tilefni af því að 23. júní árið 1894 var Alþjóða Ólympíunefndin stofnuð. Alþjóðlegi Ólympíudagurinn er orðinn einn af lykilviðburðum Alþjóða Ólympíunefndarinnar (IOC). Heildarfjöldi þátttakenda hefur verið um fjórar milljónir og hafa um 150 þjóðir tekið þátt.