Í dag, fimmtudaginn 17. júlí er sundlaugin í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur 10 ára. Í tilefni dagsins er sundlaugargestum boðið frítt í sund. Gaman væri nú ef sundlaugargestir hefðu töluna 10 í heiðri þennan dag, t.d. með því að synda 10 ferðir fram og til baka (er ekki of mikið að synda 10 kílómetra?), það mætti hugsa sér að ganga 10 hringi í kringum laugina, hoppa 10 sinnum útí, heilsa 10 manns sem maður hefur ekki heilsað áður, nú eða bara eitthvað annað skemmtilegt sem inniheldur töluna 10.
Við vonum að allir skemmti sér vel og varlega á góðum afmælisdegi um leið og íbúum öllum er óskað til hamingju með daginn.
Opnunartíma sundlaugarinnar má sjá hér.
Til gamans látum við fylgja nokkra tengla á gamlar fréttir frá opnun laugarinnar þann 17. júlí 2004 til upprifjunar og fróðleiks.
http://strandir.is/?p=190
http://holmavik.is/info/sundstadir.htm
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=42000
http://www.mbl.is/greinasafn/grein/809174/
