Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

21.11.2014

Halldór er mættur

Hann Halldór Kári Þórðarson kom í starfskynningu á Þróunarsetrið 21.nóvember þar sem hann dáðist af verkum starfsmanna.Reynsla hans var dásamleg eins og hann lýsir henni.Hann gæti ...
21.11.2014

Föstudagur í Bókavík

Föstudagur á Bókavík er hress, skemmtilegur og spennandi.

Klukkan 10 verður mikið um að vera hjá menntastofnunum bæjarisn því á Leikskólanum Lækjarbrekku verður opið hús og ljóðaupplestur með brúðum og í Grunnskólanum mun Andri Snær Magnason fræða nemendur og skemmta þeim með verkum sínum, en þangað ætla nemendur í Dreifnámi FNV einmitt að leggja leið sína.
20.11.2014

Andri Snær og Ása Ketilsdóttir galdra á Bókavík

Bókavík tjaldar öllu þessa dagana og hafa íbúar verið duglegir við að skapa viðburði sem og að mæta á þá.

Lokað hefur verið fyrir skil í ljóða- og smásagnakeppni en mikill fjöldi listamanna sendi inn verk. Úrslitin verða kynnt á lokahátíðinni á Kaffi Galdri á sunnudag.
20.11.2014

Yngsti starfsmaður Þróunarsetursins

20. nóvember var Jón Valur Jónsson yngsti starfsmaður í Þróunnarsetrinu þegar hann kom í starfskynningu og kynnti sér starfið. Hann hefur lært mikið í þessari skoðunar ferð sinni. ...
19.11.2014

Bókvíkingaganga í skólanum

Opið hús verður í skólanum miðvikudaginn 19. nóvember klukkan 13:00 - 14:00 en þá ætla nemendur Grunnskólans að sýna afrakstur bókmenntavinnu sinnar. Gestir fá afhentar leiðbeininga...
17.11.2014

Kæru Bókvíkingar

Nú er Bókavík, bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík, hafin.

Þessi vika verður helguð bókumenntum á alls kyns formi, þess að njóta þeirra og skapa. Viðburðirnir eru margir og dagskráin fjölbreytt enda unnin upp úr sigurtillögu Landsbyggðarvina og skipulögð af sigurvegurunum sjálfum, ungu fólki í Strandabyggð.
14.11.2014

Dagur íslenskrar tungu

Þann 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni komu Jón E. Alfreðsson og Aðalheiður Ragnarsdóttir í heimsókn í og lásu söguna um tröllskessuna Gilitrutt og fluttu kvæ?...
14.11.2014

BÓKAVÍK - Bókmennta- og ljóðavika í Strandabyggð

Vikuna 17.- 23. nóvember mun Hólmavík breytast í Bókavík en þá verður haldin Bókmennta-og ljóðavika í Strandabyggð. Vikan er hugmynd nokkurra unglinga og vann til verðlauna í hugmyn...
14.11.2014

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2014/2015

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 652/2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015
13.11.2014

Heimsókn

Í dag fóru nemendur Dvergakots að heimsækja heimilisfólk sjúkrahússins á Hólmavík. Farið var í hífandi roki og vorum við viss um að á einhverjum tímapunkti myndum við fjúka út ?...
13.11.2014

Upplýsingar til íbúa Strandabyggðar vegna stöðu atvinnumála

„Skammt er stórra högga á milli“ segir máltækið og á það vel við í Strandabyggð um þessar mundir. Skemmst er frá því að segja að embætti sýslumanns á Hólmavík verður lagt niður nú um áramót og við tekur nýtt embætti sýslumanns Vestfjarða. Arionbanki lokaði útibúi bankans á Hólmavík þann 5. nóvember síðastliðinn eftir yfir 30 ára starfsemi á Hólmavík. Blikur eru á lofti í smábátaútgerð þar sem gríðarlegar skerðingar hafa orðið í almennum aflaheimildum og línuívilnun í ýsu, byggðakvóti hefur verið skertur stórlega milli ára og sett hafa verið á sérstök veiðgjöld og önnur hækkuð.
11.11.2014

Dagskrá Bókmennta-og ljóðaviku á Hólmavík

Vikuna 17.-23. nóvember mun Hólmavík breytast í Bókavík en þá verður haldin Bókmennta-og ljóðavika í Strandabyggð. Hugmyndina að hátíðinni fengu nokkrir unglingar í Strandabyggð er tilgangurinn að fagna ljóðum og bókmenntum. Dagskrána má sjá hér: 
05.11.2014

Kökusala og mannlegt bókasafn

Félagsmiðstöðin Ozon verður með kökusölu og mannlegt bókasafn  í anddyri Kaupfélagsins í dag, miðvikudaginn 5. nóvember, milli klukkan 16 og 18. Tilefnið er félagsmiðstöðvardagurinn sem haldinn er hátíðlegur um land allt í dag. Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að gefa áhugasömum færi á að kynnast því sem fer fram í félagsmiðstöðvum, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólks félagsmiðstöðvanna.

 
30.10.2014

Smásagna- og ljóðasamkeppni

Ákveðið hefur verið að blása til smásagna- og ljóðakeppni í tilefni af bókmennta- og ljóðahátíðinni Bókavík sem haldin verður í Strandabyggð 17.-23. nóvember næstkomandi.

Dómnefndin er ekki af verri endanum en hana skipa Andri Snær Magnason rithöfundur og Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur og skáld en báðir hafa þeir unnið til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir verk sín. Auk þeirra mun strandastúlkan Bára Örk Melsted sitja í dómnefnd en hún sigraði einmitt í ljóðasamkeppni grunnskólabarna á Vestfjörðum í fyrravetur.
30.10.2014

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 22. setpember 2014

Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 22. september kl. 20:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ingibjörg Benediktsdóttir...
30.10.2014

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 16. október 2014

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  fimmtudaginn16. október  2014,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður, Ha...
30.10.2014

25. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps, 27. ágúst 2014

25. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps haldinn 27. 8. 2014 að Höfðagötu 3 á Hólmavík kl. 14:00. Mættar: Ingibjörg Emilsdóttir (Strandabyggð) Unnsteinn Árnason (Strandab...
30.10.2014

Fræðslunefnd - 15. október

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd  15. október  n.k. og hófst hann kl. 17.00  á skrifstofu Strandabyggðar í Þróunarsetrinu. Mætt eru eru:  Viðar Guðmundsson, Sólrún Jónsdótt...
29.10.2014

Ályktun frá sveitarstjórn Strandabyggðar vegna stöðu smábátaútgerðar í sveitarfélaginu

Eftirfarandi ályktun frá sveitarstjórn Strandabyggðar hefur verið send Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt formlegri ósk um fund til að fara yfir stöðu mála og til að leita lausna.

Efni: Ályktun sveitarstjórnar Strandabyggðar vegna alvarlegrar stöðu smábátaútgerðar í sveitarfélaginu
Sveitarstjórn Strandabyggðar vill vekja athygli sjávarútvegsráðherra á grafalvarlegri stöðu smábátaútgerðar í Strandabyggð en svo virðist sem atvinnuvegurinn sæti harðri aðför „kerfisins“ með fjölbreytilegum og margþættum aðgerðum sem miða að því að knésetja smáútgerðir í stórum stíl.

27.10.2014

Foreldraboð í skólanum

Foreldrar barna eru ávallt velkomnir í skólann og til að árétta það verður sérstakt foreldraboð í skólanum þriðjudaginn 28. október í fyrstu tveimur kennslustundum barnanna klukkan...
23.10.2014

Fréttatilkynning frá Strandabyggð vegna lokunar útibús Arionbanka á Hólmavík:

Vonbrigði og reiði lýsa best viðbrögðum og tilfinningum stjórnenda Strandabyggðar og íbúa sveitarfélagsins eftir að Arionbanki tilkynnti um lokun útibús bankans á Hólmavík. Þess má geta að útibúið á Hólmavík er eina útibú Arionbanka á Vestfjörðum. Starfsmönnum bankans sem missa störf sín í þessum aðgerðum er auðvitað illa brugðið og er staða þeirra mjög slæm þar sem ekki er um auðugan garð að gresja þegar kemur að lausum störfum í sveitarfélaginu.
23.10.2014

Aðgengi að lífinu

MND félagið á Íslandi hefur með stuðningi Velferðar-, Umhverfis- og auðlindaráðuneytis hrint af stað verkefninu Aðgengi að lífinu sem er ætlað 10. bekkingum á landsvísu.Verkefnið...
22.10.2014

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1228 - 21. október 2014

Fundur nr.  1228 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 21. október 2014 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson bauð fundarmenn velkom...
21.10.2014

Verkfall tónlistarkennara

Því miður lítur út fyrir að boðað verkfall tónlistarkennara hefjist á morgun 22. október. Það þýðir að engin kennsla verður í Tónskólanum á meðan á því stendur en vonandi ...
21.10.2014

Bókmennta- og ljóðavika

Dagana 17. til 23. nóvember verður haldin bókmennta- og ljóðavika í Strandabyggð. 
Á dagskránni verður m.a. bókakaffi, Auðbók verður til og efnt verður til ljóða og smásögukeppni. Hver sem er má leggja til framlag eða framlög í keppnina. Skilafrestur er til 20. nóvember og því ekki seinna vænna að hefja skrifin.
Dómnefndina í keppninni skipa: Bára Örk Melsted, Eiríkur Örn Nordahl og Andri Snær Magnason. 
17.10.2014

Sveitarstjórnarfundur 1228 í Strandabyggð

Fundur nr. 1228 í sveitarstjórn í Strandabyggð verður haldinn í þriðjudaginn 21. október 2014, kl. 16.00 í Hnyðju. Fundardagskrá er svohljóðandi:

16.10.2014

Eldað fyrir Ísland - Rauði krossin opnar fjöldahjálparstöð og býður í mat

Rauði krossinn á Íslandi stendur fyrir landsæfingu sunnudaginn 19. október og býður þjóðinni jafnframt í mat. Alls verða 48 fjöldahjálparstöðvar opnaðar um allt land þar sem sjálfboðaliðar Rauða krossins standa vaktina, rétt eins og um alvöru neyðarástand væri að ræða.
16.10.2014

Loftgæði og gosmengun

Grunnskólinn á Hólmavík hefur fengið eftirfarandi bréf vegna gosmengunar og loftgæða. Kynnið ykkur endilega þær slóðir sem bent er á í leiðbeiningunum.Leiðbeiningar fyrir leik- og ...
16.10.2014

Upplýsingar á vef Umhverfisstofnunar - Loftgæði vegna eldgoss í Holuhrauni

Á vef Umhverfisstofnunar má finna leiðbeiningar um viðbrögð og aðrar upplýsingar tengdar loftgæðum vegna eldgoss í Holuhrauni. Íbúar Strandabyggðar eru hvattir til að kynna sér þes...
07.10.2014

Aðalfundur foreldrafélagsins 8. október, kl. 17:30 í Hnyðju.

Kæru foreldrar Aðalfundur foreldrafélags grunnskólans verður haldinn næstkomandi miðvikudag kl. 17:30 í Hnyðju.Efni fundarins er :• Mótun skólastefnu Strandabyggðar • Skýrsla síð...