Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

11.12.2014

Fjarvera sveitarstjóra næstu vikur

Ágætu íbúar Strandabyggðar. 

Ég vil upplýsa ykkur um það að ég verð í veikindaleyfi frá og með 12. desember. Taka þarf úr mér legið vegna hnúta sem hafa fundist í því, allt góðkynja þó, og mun ég fara í aðgerð næstkomandi föstudag (á morgun ef veðurguðir leyfa). Í kjölfarið þarf ég að hafa hægt um mig í allt að 6 vikur og ætla Jói og börnin að hjúkra mér vel og töfra fram jólin í Mosfellsbænum að þessu sinni. Jón Gísli og Salbjörg munu sinna öllum brýnum verkefnum sveitarstjóra í fjarveru minni en svo tek ég upp þráðinn þegar ég mæti galvösk til vinnu á nýju ári.

10.12.2014

Kennsla fellur niður

Kennsla fellur niður í Grunnskólanum á Hólmavík í dag miðvikudag 10. desember vegna veðurs og ófærðar....
09.12.2014

Starfsmaður óskast í búsetu fyrir fatlaðan einstakling í Strandabyggð

Starfsmaður óskast í búsetu fyrir fatlaða manneskju  á Hólmavík. Umsóknir ásamt ferilsskrá berist til Maríu Játvarðardóttur félagsmálastjóra Höfðagötu 3, 510 Strandabyggð fyrir 15. desember. María veitir einnig nánari upplýsingar í síma síma 842-2511/451-3510.
09.12.2014

Piparkökubakstur

Hér er jólaundirbúningur kominn í fullan gang enda styttist óðum í hátíðina. Börnin eru búin að baka piparkökurnar, skreyta þær og eru langt komin með að borða þær líka. :)...
05.12.2014

Kolaport

Kolaport í umsjón Félagsmiðstöðvarinnar Ozon fer fram í félagsheimilinu á Hólmavík sunnudaginn 7. desember.Salan hefst klukkan 13 og stendur til kl. 17 sama dag. Ozon mun sjá um kaffive...
05.12.2014

Íþróttalíf á Ströndum

Heilmikið er um að vera í íþróttalífi Strandamanna en Héraðssamband Strandamanna fagnaði einmitt 70 ára afmæli sínu 19. nóvember síðastliðinn. Hér er stiklað á stóru í nýliðnum stórviðburðum.
02.12.2014

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd - 23. október 2014

Fundur var haldinn í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 23. október kl. 20:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mætt voru Ingibjörg Benediktsdóttir,...
02.12.2014

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 12. nóvember 2014

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  miðvikudaginn 12. nóvember  2014,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður...
02.12.2014

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd - 29. október 2014

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 29. október 2014, kl. 16:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.Mættir: Haraldur V. A. Jónsson, Bry...
02.12.2014

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1229 - 1. desember 2014

Fundur nr.  1229 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn mánudaginn 1. desember 2014 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson bauð fundarmenn velkomna o...
27.11.2014

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1229 í Strandabyggð

Fundur nr. 1229 í sveitarstjórn í Strandabyggð verður haldinn í mánudaginn 1. desember 2014, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

27.11.2014

Jólaföndur

Smelltu á myndina til að skoða auglýsinguna....
27.11.2014

Vetrarfrí og verðlaunaafhending

Vetrarfrí verður dagana 28. nóvember og 1. desember. Misjafnt er hvernig nemendur og fjölskyldur þeirra verja tímanum í vetrarfríinu en fimm nemendur í 10. bekk mæta til verðlaunaafhendi...
27.11.2014

Samningar tónlistarkennara

Samningar hafa náðst í kjaradeilu tónlistarkennara og launanefndar sveitarfélaganna og er það fagnaðarefni. Tónlistarkennarar mættu til leiks á þriðjudag og hafa unnið að því að s...
25.11.2014

Bókavík lokið

Sunnudaginn 23. nóvember lauk Bókavík, bókmennta- og ljóðaviku á Hólmavík. Henni lauk með verðlaunaafhendingu á Kaffi Galdri, þar sem sigurvegarar ljóða- og smásagnasamkeppninnar tóku við verðlaunum sínum og verk þeirra voru lesin.
Sigurvegarar urðu í barnaflokki Tinna Kjartansdóttir, unglingaflokki Halldór Kári Þórðarson og í fullorðinsflokki Þorbjörg Matthíasdóttir. Þeim öllum óskum við innilega til hamingju með glæstan árangur. Sigurverkin verða birt á vef Strandabyggðar innan tíðar. Samhliða verðlaunaafhendingunni fór einnig fram útgáfuhóf Rúnar, galdrakvers sem Galdrasýningin hefur gefið út.
23.11.2014

Þemadagar 24. - 27. nóvember

Þemadagar verða 24. - 27. nóvember og standa nú yfir í fjóra daga. Nemendur hafa valið sér tvo hópa og ætla að  starfa í tvo daga í hvorum þeirra. Hóparnir eru: Snátar sem verða ...
21.11.2014

Bókavíkurhelgin

Viðburður laugardagsins er þó án efa upplestur Auðbókarinnar en hana hafa íbúar Strandabyggðar, frá 8 ára til áttræðs, skrifað í sameiningu síðan í byrjun nóvember. Sagan er samfelld, fjölbreytt og æsispennandi og býður upp á fjölbreyttan ritstíl og skemmtilega frásögn sem hentar öllum aldurshópum. Auðbókin verður lesin við kertaljós í Kirkjuhvamminum 22. nóvember kl. 18 og boðið verður upp á kakó og piparkökur. Athugið að farið verður inn í kirkju ef veður verður vont.

21.11.2014

Halldór er mættur

Hann Halldór Kári Þórðarson kom í starfskynningu á Þróunarsetrið 21.nóvember þar sem hann dáðist af verkum starfsmanna.Reynsla hans var dásamleg eins og hann lýsir henni.Hann gæti ...
21.11.2014

Föstudagur í Bókavík

Föstudagur á Bókavík er hress, skemmtilegur og spennandi.

Klukkan 10 verður mikið um að vera hjá menntastofnunum bæjarisn því á Leikskólanum Lækjarbrekku verður opið hús og ljóðaupplestur með brúðum og í Grunnskólanum mun Andri Snær Magnason fræða nemendur og skemmta þeim með verkum sínum, en þangað ætla nemendur í Dreifnámi FNV einmitt að leggja leið sína.
20.11.2014

Andri Snær og Ása Ketilsdóttir galdra á Bókavík

Bókavík tjaldar öllu þessa dagana og hafa íbúar verið duglegir við að skapa viðburði sem og að mæta á þá.

Lokað hefur verið fyrir skil í ljóða- og smásagnakeppni en mikill fjöldi listamanna sendi inn verk. Úrslitin verða kynnt á lokahátíðinni á Kaffi Galdri á sunnudag.
20.11.2014

Yngsti starfsmaður Þróunarsetursins

20. nóvember var Jón Valur Jónsson yngsti starfsmaður í Þróunnarsetrinu þegar hann kom í starfskynningu og kynnti sér starfið. Hann hefur lært mikið í þessari skoðunar ferð sinni. ...
19.11.2014

Bókvíkingaganga í skólanum

Opið hús verður í skólanum miðvikudaginn 19. nóvember klukkan 13:00 - 14:00 en þá ætla nemendur Grunnskólans að sýna afrakstur bókmenntavinnu sinnar. Gestir fá afhentar leiðbeininga...
17.11.2014

Kæru Bókvíkingar

Nú er Bókavík, bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík, hafin.

Þessi vika verður helguð bókumenntum á alls kyns formi, þess að njóta þeirra og skapa. Viðburðirnir eru margir og dagskráin fjölbreytt enda unnin upp úr sigurtillögu Landsbyggðarvina og skipulögð af sigurvegurunum sjálfum, ungu fólki í Strandabyggð.
14.11.2014

Dagur íslenskrar tungu

Þann 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni komu Jón E. Alfreðsson og Aðalheiður Ragnarsdóttir í heimsókn í og lásu söguna um tröllskessuna Gilitrutt og fluttu kvæ?...
14.11.2014

BÓKAVÍK - Bókmennta- og ljóðavika í Strandabyggð

Vikuna 17.- 23. nóvember mun Hólmavík breytast í Bókavík en þá verður haldin Bókmennta-og ljóðavika í Strandabyggð. Vikan er hugmynd nokkurra unglinga og vann til verðlauna í hugmyn...
14.11.2014

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2014/2015

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 652/2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015
13.11.2014

Heimsókn

Í dag fóru nemendur Dvergakots að heimsækja heimilisfólk sjúkrahússins á Hólmavík. Farið var í hífandi roki og vorum við viss um að á einhverjum tímapunkti myndum við fjúka út ?...
13.11.2014

Upplýsingar til íbúa Strandabyggðar vegna stöðu atvinnumála

„Skammt er stórra högga á milli“ segir máltækið og á það vel við í Strandabyggð um þessar mundir. Skemmst er frá því að segja að embætti sýslumanns á Hólmavík verður lagt niður nú um áramót og við tekur nýtt embætti sýslumanns Vestfjarða. Arionbanki lokaði útibúi bankans á Hólmavík þann 5. nóvember síðastliðinn eftir yfir 30 ára starfsemi á Hólmavík. Blikur eru á lofti í smábátaútgerð þar sem gríðarlegar skerðingar hafa orðið í almennum aflaheimildum og línuívilnun í ýsu, byggðakvóti hefur verið skertur stórlega milli ára og sett hafa verið á sérstök veiðgjöld og önnur hækkuð.
11.11.2014

Dagskrá Bókmennta-og ljóðaviku á Hólmavík

Vikuna 17.-23. nóvember mun Hólmavík breytast í Bókavík en þá verður haldin Bókmennta-og ljóðavika í Strandabyggð. Hugmyndina að hátíðinni fengu nokkrir unglingar í Strandabyggð er tilgangurinn að fagna ljóðum og bókmenntum. Dagskrána má sjá hér: 
05.11.2014

Kökusala og mannlegt bókasafn

Félagsmiðstöðin Ozon verður með kökusölu og mannlegt bókasafn  í anddyri Kaupfélagsins í dag, miðvikudaginn 5. nóvember, milli klukkan 16 og 18. Tilefnið er félagsmiðstöðvardagurinn sem haldinn er hátíðlegur um land allt í dag. Markmið félagsmiðstöðvadagsins er að gefa áhugasömum færi á að kynnast því sem fer fram í félagsmiðstöðvum, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólks félagsmiðstöðvanna.