Opinn hugmyndafundur um samfelldan dag barnsins
Um er að ræða kynningu á afrakstri vinnu starfshóps sem hefur starfað í Strandabyggð síðan síðasta haust. Markmið hópsins hefur verið að kanna möguleika þess að gera skóladag og frístundir barna að heilsteyptum vinnudegi sem hefur þarfir barnanna og fjölskyldna þeirra í fyrirrúmi.


















