Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

15.05.2015

Forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar - afleysingastarf

Sveitarfélagið Strandabyggð  óskar eftir að ráða starfsmann til að leysa af fostöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík í tímabundinni fjarveru hans. Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Andrea K. Jónsdóttir sveitarstjóri á skrifstofu sveitarfélagsins eða í síma 4513510, milli kl. 10:00 og 14:00 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2015 en umsóknir skulu berast til sveitarstjóra á netfangið sveitarstjori@strandabyggd.is  eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst.
14.05.2015

Umhverfisdagur - Grænfáni

Föstudaginn 15. maí verður umhverfisdagur í skólanum. Nemendur starfa í þremur hópum sem eru plastsmiðja, ratleikur og útieldun. Sýning verður á hönnun nemenda, umhverfisljóð flutt,...
13.05.2015

Matjurtagarðar

Um leið og fer að vora fara margir að huga að garðyrkju og að koma útsæðinu niður. Strandabyggð hefur hug á að leiga út reiti í Skeljavík til grænmetisræktar á sanngjörnu verði...
13.05.2015

Í sjónvarpinu kl 19:55 í kvöld

Vildum bara minna á að þátturinn um Háskólalestina verður klukkan 19:55 á RÚV í kvöld. Þar koma krakkar af Ströndum heldur betur við sögu.  Hér eru allar upplýsingar um þáttinn...
13.05.2015

Sundlaug lokuð vegna viðgerða

Vegna viðgerðar á vatnslögnum sundlaugar þarf að tæma laugina og verður hún vatnslaus frá og með mánudeginum 11. maí til og með föstudeginum 15. maí.Mánudaginn 11. maí fer einnig ...
12.05.2015

Góð þátttaka á íbúafundi um skólastefnu

Þriðjudaginn 5. maí síðastliðinn var efnt til íbúafundar um skólastefnu Strandabyggðar. Vel var mætt til fundarins sem haldinn var í félagsheimilinu á Hólmavík. Í hléi var boðið upp á kaffi og vöfflur með rjóma en nemendur úr 10. bekk grunnskólans sáu um kaffið. Fyrir fundinum lágu drög að nýrri skólastefnu þar sem áhugasamir gátu kynnt sér efni hennar en á fundinum sjálfum var farið í vinnu þar sem þátttakendum var skipað í hópa og lagðar eftirfarandi spurningar fyrir hópana:
12.05.2015

Söngleikur í Hólmavíkurkirkju

Söngleikurinn "Eddi mörgæs bjargar heiminum" verður sýndur í Hólmavíkurkirkju á uppstigningardag, 14. maí, kl. 14:00.Söngleikurinn er eftir Niki Davis og Þorkell Örn Ólason þýddi ha...
11.05.2015

Starfsmannamál - Íþróttamiðstöðin á Hólmavík

Gunnar S. Jónsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík hefur óskað eftir og fengið leyfi frá störfum vegna veikinda. Á næstu dögum verður auglýst eftir starfsmanni í afleysingar.
11.05.2015

Þeir tóku viðtal við sveitarstjórann

Þessir ungu herramenn úr grunnskóla Hólmavíkur þeir Helgi, Svanur og Róbert heimsóttu mig á skrifstofuna í morgun. Þeit tóku þetta líka fína viðtal í tengslum við samfélagsfr...
08.05.2015

Ham(l)ist á Hamingjudögum

Ungmennaráð Strandabyggðar og Fjósið, ungmennahús, standa fyrir nýstárlegu og spennandi verkefni á Hamingjudögum í sumar.Um er að ræða vinnusmiðju ungs listafólks og skemmtikrafta ?...
08.05.2015

Opið fyrir umsóknir í VinnuskólaStrandabyggðar

Öll ungmenni fædd á árabilinu 1998-2002 sem eiga foreldri eða forráðamann með skráð lögheimili í Strandabyggð geta sótt vinnu í Vinnuskólann.

Umsóknir í Vinnuskólann eru aðgengilegar á þessari slóð. En þær liggja jafnframt frammi á skrifstofu Strandabyggðar. Umsóknum skal skila til stkrifstofu eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eigi síðar en miðvikudaginn 20. maí.

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá tómstundafulltrúa.
07.05.2015

Þjóðleikshátíð á Vestfjörðum

Þjóðleikshátíð er nú haldin í fyrsta sinn á Vestfjörðum, en hópur frá Hólmavík tók þátt í hátíðinni á Norðurlandi árið 2013. Verkefnisstjóri af hálfu Þjóðleikhússins er Vigdís Jakobsdóttir frá Ísafirði. Hóparnir sem taka þátt fyrir hönd Strandabyggðar að þessu sinni eru tveir. Annars vegar setur Ungmennahúsið Fjósið upp Hlauptu, týnstu en hins vegar setur Kva1urinn & dvergarnir sjö, leiklistarval Grunnskólans á Hólmavík, upp Útskriftarferðina. Báðar uppsetningarnar frá Strandabyggð eru unnar í nánu samstarfi við Leikfélag Hólmavíkur.
07.05.2015

Við eigum samleið / Lögin sem allir elska

Sigga Beinteins á ættir að rekja vestur til Súðavíkur og Guðrún sömuleiðis til Ísafjarðar og Súðavíkur.  Þær stöllur hlakka mikið til að koma vestur og Sigga segir að það séu ár og dagar síðan hún hafi síðast sungið fyrir Vestfirðinga og hún hafi bara aldrei sungið í Hólmavíkurkirkju svo þangað verður gaman að koma.  Með í för verður Karl Olgeirsson píanóleikarinn knái, og verða tónleikarnir Hómavíkurkirkju þirðjudaginn 12. maí.  " Þetta eru lögin sem allir elska og þekkja, fólk fer með yl í hjarta heim af þessum tónleikum". Segja þau Jogvan,Sigga og Guðrún, að lokum.
05.05.2015

Hjólað í vinnuna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna dagana 6. – 26. maí næstkomandi í þrettánda sinn. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta.
04.05.2015

Skólastefna - fundarboð

Vinnuhópur um gerð skólastefnu Strandabyggðar boðar íbúa sveitarfélagsins til fundar í Félagsheimili Hólmavíkur, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 17:00 – 18:30.   Fundarefni: Skóla...
30.04.2015

Íbúafundur um skólastefnu Strandabyggðar

Vinnuhópur um gerð skólastefnu Strandabyggðar boðar íbúa sveitarfélagsins til fundar í Félagsheimili Hólmavíkur, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 17:00 – 18:30. 
Fundarefni: Skólastefna – helstu áherslur í skólastarfi.

28.04.2015

Tvö ný íslensk leikverk frumsýnd

Leikhópurinn Kva1urinn & dvergarnir sjö, leiklistarval Grunnskólans á Hólmavík, frumsýnir Útskriftarferðina eftir Björk Jakobsdóttur í samstarfi við Leikfélag Hólmavíkur en Esther Ösp Valdimarsdóttir leikstýrir. Um er að ræða bráðskemmtilegt verk um unglingahóp sem fer í tjaldútilegu við lok 10. bekkjar og þar kemur ýmislegt óvænt upp á.

Ungmennahúsið Fjósið og Leikfélag Hólmavíkur frumsýna Hlauptu, týnstu eftir Berg Ebba Benediktsson textahöfund, leikskáld og lögfræðing í leikstjórn Jóns Jónssonar og Eiríks Valdimarssonar.
28.04.2015

28. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps - 28. apríl 2015

28. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps var haldinn 28. apríl 2015 að Höfðagötu 3 á Hólmavík kl. 12:30. Mætt voru Unnsteinn Árnason (Strandabyggð), Áslaug Guttormsdótti...
24.04.2015

Minnisvarði afhjúpaður um Spánverjavígin

Á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 22. apríl var afhjúpaður minnisvarði um Spánverjavígin við Galdrasafnið á Hólmavík. Ávörp fluttu Martin Garitano, héraðsstjóri Gipuzkoa í Baskalandi, Illugi Gunnarsson menningarmálaráðherra, Jónas Guðmundsson sýslumaður Vestfjarða og Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi fyrir hönd Strandabyggðar.
23.04.2015

Íþróttir og útivist - hreyfing og gleði.

Föstudaginn 24. apríl ætlum við að fagna sumri með gleði og leikjum. Dagskráin verður þannig að hefðbundin kennsla verður til klukkan 10:00 en þá förum við út og leikum okkur á s...
22.04.2015

Umhverfis og skipulagsnefnd - 8. janúar 2015

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn13. apríl  2015,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Haf...
22.04.2015

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd 8.apríl 2015

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar miðvikudaginn 8. apríl 2015, kl. 16:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.Mættir: Haraldur V. A. Jónsson, Brynd?...
22.04.2015

Tómstundanefnd 30.mars 2015

Fundur var haldinn í Tómstunda-íþrótta- og menningarnefndar Strandabyggðar  mánudaginn 30. mars  2015,  kl. 20:00 í Hnyðju, Höfðagötu 3.Fundinn sátu:  Ingibjörg Benediktsdóttir f...
22.04.2015

Fræðslunefnd - 25. mars 2015

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd Strandabyggðar þann 25. mars 2015 og hófst hann kl. 19.00  á skrifstofu Strandabyggðar. Mætt voru:  Frá fræðslunefnd Ingibjörg Emilsdóttir, Sól...
22.04.2015

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1233 - 14. apríl 2015

  Fundur nr.  1233 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 14. apríl 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn ...
21.04.2015

Afhjúpun minningarskjaldar um Spánverjavígin

Afhjúpun minningarskjaldar í tilefni að því að 400 ár eru liðin frá Spánverjavígunum fer fram við Galdrasýninguna á Hólmavík miðvikudaginn 22. apríl kl. 13-15. 

Viðstaddir verða Baskavinir og gestir þeirra sem meðal annars eru menningarstjóri Gipuzkoa héraðs, sýslumaður Vestfjarða og mennta- og menningarmálaráðherra. Athöfnin er öllum opin og eru nærsveitungar þessara merku viðburða sérstaklega hvettir til að mæta og innsigla vinskap Strandamanna og Baska. 
15.04.2015

Afleysingastarf á tómstundasviði

Um er að ræða hlutastarf frístundaleiðbeinanda í félagsmiðstöðinni Ozon. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og geti unnið fram í byrjun júní.
13.04.2015

Námskeið í neyðarvörnum

 Námskeiðið „Inngangur að neyðarvörnum" verður haldið þriðjudaginn 14. apríl klukkan 18.00 – 21.00 á Hólmavík.Þegar hættuástand skapast vegna náttúruhamfara eða annarra st?...
10.04.2015

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1233 í Strandabyggð

Fundur nr. 1233 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 14. apríl 2015, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

09.04.2015

Blár dagur - föstudagurinn 10. apríl

 Við ætlum að hafa bláan dag, föstudaginn 10. apríl í Grunnskólanum á Hólmavík í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan ...