Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

18.05.2017

Þátttaka á Hamingjudögum

Ýmislegt er farið að skýrast fyrir Hamingjudaga sem haldnir verða hátíðlegir í Strandabyggð 30. júní-2. júlí.

Ljóst er að fjölmargir ætla að taka virkan þátt í hátíðinni en fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök á svæðinu hafa verið dugleg við að bjóða fram aðstoð sína og jafnvel skipuleggja eigin dagskráliði.
17.05.2017

Sveitaferð að Klúku

Síðastliðinn mánudag og þriðjudag fóru börnin ásamt starfsfólki leikskólans í tveimur hópum í sveitaferð að Klúku í Miðdal. Þar var kíkt á lömbin sem eru í óðaönn að hra...
17.05.2017

Ertu að selja eða leigja út húsnæði?

Fasteignaeigendum í Strandabyggð gefst nú kostur á að setja upplýsingar inn á vef sveitarfélagsins um húsnæði í þeirra eigu sem er til sölu eða leigu. Senda má beiðni um birtingu ?...
15.05.2017

Hamingjuverk

Á Hamingjudögum 2017 verður haldin sérstök Hamingjuverkakeppni.Um er að ræða samkeppni hvers konar listaverka sem túlka eða tengjast hamingjunni á einhvern hátt. Hér er það aðeins ?...
11.05.2017

Starfdagur

Minni á starfsdag á leikskólanum á morgunn föstudag 12. maí.leikskólinn er því lokaður.Góða og gleðilega helgi til ykkar....
10.05.2017

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1260 - 9. maí 2017

Fundur nr.  1260 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 9. maí 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomn...
09.05.2017

SÍBS Líf og heilsa á Vestfjörðum

Næstkomandi föstudag, þann 12. maí frá 14 - 17 munu Hjartaheill og SÍBS sækja Strandabyggð heim og bjóða íbúum sveitarfélagsins upp á ókeypis heilsufarsmælingu í Heilsugæslunni á Hólmavík að Borgarbraut 6 - 8. Allir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að mæta og þiggja þetta góða boð. 

Sjá nánari frétt hér.
Sjá viðburð á Facebook hér.
08.05.2017

Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 8. maí 2017

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 8. maí,  kl. 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar.Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Júlíana Ágú...
08.05.2017

Fræðslunefnd - 8. maí 2017

Fundur var haldin í Fræðslunefnd 08.05.2017 kl 17:00 í Hnyðju Mættir eru: Ingibjörg Benediktsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir. Egill Vict...
06.05.2017

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1260 í Strandabyggð

Fundur nr. 1260 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í miðvikudaginn 9. maí 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
05.05.2017

Dótadagur

Minni á dótadag mánudaginn 8. maí. :)...
05.05.2017

Af sumarfíling og framkvæmdum

Það er alls óhætt að segja það að veðrið hafi leikið við hvern sinn fingur þessa vikuna. Sól skín í heiði, fuglar kvaka og skordýrin hafa vaknað úr dvalanum. Við höfum nýtt b...
02.05.2017

Aðalfundur félags eldriborgara

Aðalfundur félags eldri borgara í Strandasýslu verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 14.00 miðvikudaginn 3. maí. Venjuleg aðalfundarstörf og nýir félagar boðnir velkomnir...
28.04.2017

Föstudagslummur

Á undanförnum föstudögum höfum við gætt okkur á lummum með smjöri, sultu og osti. Það er alltaf mikil stemmning í húsinu fyrir föstudagslummunum og börnin bíða flest spennt eftir ...
27.04.2017

Spennandi tækifæri í Strandabyggð

Strandabyggð auglýsir eftir öflugu starfsfólki til fjölbreyttra starfa í sveitarfélaginu. Íbúar í Strandabyggð eru rétt innan við 500 og Hólmavík er þéttbýlisstaður sveitarfélagsins. Atvinnulífið er fjölbreytt og skólastarf öflugt. Félagsstarf í sveitarfélaginu er fjölbreytt og þar er hugað að því að allir aldurshópar fái notið sín til fullnustu. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar og menningarlíf er kraftmikið og fjörugt allt árið um kring.
25.04.2017

Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Vinnuskóli Strandabyggðar er metnaðarfullt tómstundastarf unnið í samstarfi tómstundafulltrúa, áhaldahúss, Náttúrubarnaskólans og ungmenna á svæðinu.

Í vinnuskólanum er unglingum skapað öruggt og gefandi starfsumhverfi þar sem ungmenni kynnast fjölbreyttum störfum, temja sér vinnusiðferði og marka sér stefnu fyrir framtíðina.
19.04.2017

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða

Uppbyggingarsjóður Vestfjarða býður íbúm í annað sinn á þessum vetri að sækja í sjóðinn. Á heimasíðu Fjórðungssambandsins er minnst á að umsóknir kunna að hafa verið misvel unnar þótt ýmsar góðar hugmyndir hafi borist. Því eru allir hvattir til að sækja um að nýju en að vanda vel til verksins og fá aðstoð atvinnuþróunarfulltrúa. Umsóknarfrestur er til miðnættis 7. maí 2017

19.04.2017

Bingó

Hið árlega bingó Félags eldri borgara í Strandasýslu verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík, sumardaginn fyrsta 20. apríl 2017 og hefst það kl. 14.00. Kaffiveitingar innifaldar....
12.04.2017

Byggingaframkvæmdir í fullum gangi

Gaman er að segja frá því að hinu megin við veggi leikskólans er allt fullt af lífi og fjöri. Smíðar á nýrri viðbyggingu eru í fullum gangi og því nóg um að vera innan veggja (n?...
12.04.2017

Lubbavísur aðgengilegar á heimasíðunni

Við höfum verið að vinna töluvert með Lubba, sem finnur málbein. Krakkarnir eru búinir að læra nokkrar hljóðavísur tengdar íslensku málhljóðunum. Hér á heimasíðunni undir "sön...
12.04.2017

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1259 - 11. apríl 2017

 Fundur nr.  1259 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 11.apríl 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn vel...
07.04.2017

Sveitarstjórnarfundur 1259 í Strandabyggð - fundarboð

Fundur nr. 1259 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í miðvikudaginn 11. apríl 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
06.04.2017

Blásið til sóknar meðal ferðaþjóna á Ströndum, Reykhólahreppi og Dalabyggð

Ferðafulltrúi Dala, Bjarnheiður Jóhannessdóttir ferdamal(hjá)dalir.is  og María Maack (mmaaria (hja) atvest.is hafa ákveðið að blása til samtaka og sóknar meðal ferðaþjóna á Ströndum og í Reykhólahreppi og Dölum.  Hér er margt gott og skemmtilegt sem hentar til að draga að fleira ferðafólk. Þess vegna þurfum við að bindast samtökum, skipuleggja okkur betur, verða sýnilegri og vinna í góðum afþreyingarmöguleikum.
06.04.2017

Vilt þú gerast persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings?

Frá réttindavakt velferðarráðuneytisins:
Vilt þú gerast persónulegur talsmaður fatlaðs einstaklings?

Námskeið á næstunni.
Einstaklingur, sem vegna fötlunar á erfitt með að gæta hagsmuna sinna, á rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar.

05.04.2017

Blái hnötturinn - sýning 7. apríl, klukkan 14:00

Grunn- og tónskólinn á Hólmavík býður á sýningu á leikverkinu Blái hnötturinn í Félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 7. apríl klukkan 14:00.Verkið er unnið eftir bók Andra...
05.04.2017

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 5. apríl 2017

 Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  miðvikudaginn5. apríl  2017,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður, ?...
05.04.2017

Fræðslunefnd - 5. apríl 2017

Fundur haldin í Hnyðju miðvikudaginn 5.4.2017 kl 17. Mætt eru Ingibjörg Benediktsdóttir, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðjón Sig...
03.04.2017

Fundargerð ungmennaráðs - 3. apríl 2017

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 3. apríl kl 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3. Mættir voru: Birna Karen Bjarkadóttir, Kristín Lilja Sverrisdó...
29.03.2017

32. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps - 29. mars 2017

32. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps 29.03.2017. Mætt: Ingibjörg Emilsdóttir (Strandabyggð) Unnsteinn Árnason (Strandabyggð), Áslaug Guttormsdóttir (Reykhólahreppi), Jen...
28.03.2017

Samfestingsferð Ozon

Félagsmiðstöðin Ozon fór í mikla ævintýrareisu til Reykjavíkur helgina 24.-26. mars. Tilefni ferðarinnar var Samfestingurinn, glæsilegir tónleikar í Laugardalshöll á vegum Samfés, þar sem 4.600 unglingar komu saman og skemmtu sér við fjölbreytta tónlist annarra unglinga og þjóðþekktra listamanna.