Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

28.06.2017

Sýning eftir Sunnevu

Sunneva Guðrún Þórðardóttir er 18 ára listnemi, frá Laugarholti í Skjaldfannardal. Hún er á fjórða ári í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.  Áhugamál hennar eru að teikna, lesa fantasíu bækur, hlusta á rokk tónlist, fara göngutúra um sveitina og horfa á teiknimyndir. Svo er hún í íslenska LARP hópnum. (gúgglið það bara, Sunneva hefur ekki tíma til að útskýra).
27.06.2017

Karnival

Hápunktur Hamingjudaga í ár verður án efa karnival á laugardeginum.
27.06.2017

Fundargerð ungmennaráðs - 27. júní 2017

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 27. júní kl 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3. Mættir voru: Kristín Lilja Sverrisdóttir, Máney Dís Baldursd...
25.06.2017

Hverfisstjórar

Gula hverfið (dreifbýli): Steina í Gröf
Rauða hverfið (frá þjóðvegi að Sýslumannshalla): Sabba
Appelsínugula hverfið (milli sýslumannshalla og kirkju): Steinar og Dæja
Bláa hverfið (innan við kirkju): Íris og Egill
23.06.2017

Dagskrá Hamingjudaga 2017

Dagskrá Hamingjudaga 2017 er nú komin inn á vefinn. Dagskráin er með allra glæsilegasta móti þetta árið og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.Hafa ber í huga að dagr...
23.06.2017

Ræktaðu garðinn þinn

Ef þú vilt vera hamingjusamur í eina klukkustund, skaltu drekka þig fullan.
Ef þú vilt vera hamingjusamur í þrjá daga, skaltu gifta þig.
Ef þú vilt vera hamingjusamur í átta daga, skaltu drepa svínið þitt og éta það.
En ef þú vilt vera hamingjusamur alla ævina, skaltu leggja fyrir þig garðyrkju. 
22.06.2017

Hamingjubingó

Hamingjubingó er leikur fyrir alla fjölskylduna. Fjölskyldur eru alls konar og það er engin skylda að uppfylla nein skilyrði önnur en þau að takast á við verkefnið í góðum hópi sem...
22.06.2017

Hestar á hátíðarsvæðinu

Strandahestar hafa iðullega tekið virkan þátt í hátíðarhöldum Hamingjudaga og þetta árið er engin breyting þar á.

Victor verður með hesta á hátíðarsvæðinu við Seið laugardaginn 1. júlí milli klukkan 15 og 17 og teymir börn á hestbaki.
22.06.2017

Skemmtilegur siður þýskra iðnnema

Undanfarin ár hefur komið fyrir að starfsmaður á skrifstofu hefur þurft að gefa þýskum iðnnemum stimpil í vinnubók til að votta dvöl þeirra við vinnu og ýmis störf.  Sá siður e...
22.06.2017

Baksturvörur í verðlaun

Lífland er meðal styrktaraðila Hamingjudaga þetta árið en þau gefa veglega vinninga í  Hnallþórukeppninni.

Lífland ræktar lýð og land. Þjónusta okkar sýnir ræktarsemi við grunnstoðir mannlífs um allt land. Með fjölbreyttu vöruúrvali og vísindalegum vinnubrögðum sköpum við góðan jarðveg fyrir hverskonar rækt; jarðrækt, búfjárrækt, nautgriparækt og hrossarækt.
20.06.2017

33. fundurVelferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps - 20. júní 2017

33. fundur Velferðarnefndar Stranda og Reykhólahrepps var haldinn 20. Júní 2017 í Þróunarsetrinu á Hólmavík kl. 14.30. Mættir voru: Ingibjörg Emilsdóttir (Strandabyggð), Unnsteinn Ár...
17.06.2017

Húlladúllan hamingjusama

Húlladúllan yljar hátíðargestum á Hólmavík með eldheitu húllaatriði föstudagskvöldið 30. júní. Á laugardeginum stígur hún svo á svið með stórskemmtilega húllasýningu og bý...
16.06.2017

Króm á Café Riis

Hljómsveitin Króm hefur skemmt landsmönnum með danstónlist í mörg ár enda vanur maður í hverju horni.Lagavalið er fjölbreitt og fyrir flesta aldurshópa.Króm verður í háspennustuði...
16.06.2017

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1262 - 13. júní 2017

Fundur nr.  1262 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. júní 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velk...
16.06.2017

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1261 - 23. maí 2017

Fundur nr.  1261 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 23. maí 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkom...
16.06.2017

Verlaunabækur í Hnallþóruverðlaun

Bókaútgáfan Salka var stofnuð í Reykjavík vorið 2000 og hefur síðan þá gefið út fjölda bóka um allt milli himins og jarðar. Hjá útgáfunni starfa Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín en þær eru jafnframt eigendur félagsins. 


Bókaútgáfan Salka mun veita verðlaun í Hnallþórukeppni Hamingjudaga þetta árið. Jafnframt mun útgáfan vera með sölubás á Hamingjumarkaðnum og standa fyrir bókakynningu ásamt Stefáni Gíslasyni um bók hans, Fjallavegahlaup.

15.06.2017

Gyrðir Elíasson á setningu Hamingjudaga

Föstudaginn 30. júní klukkan 17:00 mun hátíðin Hamingjudagar sett í Steinshúsi á Snæfjallaströnd. 

Eftir setningu hátíðarinnar mun Gyrðir Elíasson stíga á stokk og lesa úr verkum skáldbróður síns jafnt sem sínum eigin. Gyrðir Elíasson hefur lengi verið í senn meðal virtustu og vinsælustu rithöfunda landsins, og á hann fjölbreyttan feril að baki.
15.06.2017

Kötluverðlaun fyrir hnallþórur

Allt frá stofnun Kötlu, árið 1954, hefur fyrirtækið lagt áherslu á gæðavörur fyrir neytendur, en fyrirtækið sérhæfir sig einnig í framleiðslu og þróun lausna fyrir bakarí, kjötiðnað og fiskiðnað.

Katla mun veita verðlaun í Hnallþórukeppni Hamingjudaga eins og svo oft áður og þökkum við kærlega fyrir það.

15.06.2017

DJ Dagur í sundlaugarpartýi

DJ Dagur er á hraðri uppleið í heimi plötusnúða. Hann er aðeins 15 ára og er frá Jörva í Haukadal. Samhliða náminu, en hann verður brátt nemandi í VMA,  sinnir hann skátastarfi o...
15.06.2017

Hamingjumót í golfi

Hamingjumót Golfklúbbs Hólmavíkur (GHÓ) verður haldið föstudaginn 30.júní 2017.Mótið hefst kl. 19.00  á Golfvellinum við Hólmavík og verður ræst út á öllum teigum samtímis.Ve...
14.06.2017

Víkingar berjast fyrir hamingjunni

Víðförull er nýtt víkingafélag á Íslandi og víkingar úr þeirra röðum verða á Hamingjudögum á Hólmavík 2017! Hér gefst tækifæri til þess að kynnast lifnaðarháttum víkingan...
14.06.2017

Orkídeuganga

Hafdís Sturlaugsdóttir og Náttúrufræðistofa Vestfjarða bjóða gestum Hamingjudaga og íbúum Strandabyggðar í orkídeugöngu á Hamingjudögum.

Gengið verður frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík sem leið liggur eftir göngustíg sem þar er. Ekki verður farið hratt yfir þar sem um blómaskoðun er að ræða. Gönguferðin verður sniðin að þeim sem mæta. 
13.06.2017

Tómstundafulltrúi í Strandabyggð – spennandi starf

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf tómstundafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem skapandi og skipulagðir einstaklingar sem hafa  unun af samskiptum og samstarfi við ungt fólk ættu að blómstra.
13.06.2017

Dívutónleikar í Hólmavíkurkirkju

Vinirnir og stórdívurnar Kristjana Stefáns, Þórhildur Örvars og Karl Olgeirsson koma fram á sannkölluðum Dívu tónleikum á Hamingjudögum í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 1.júlí kl.20.00.

Þar mun þetta frábæra tónlistarfók draga uppúr hatti sínum tónlist úr ýmsum áttum og leika öll sín uppáhaldslög. Þarna mun öllu æja saman; klassík, pop, jazz og mögulega nokkrir brandarar í bland. Allir ættu því að finna þar eitthvað við sitt hæfi.

Aðgangseyrir er 3.500 og frítt fyrir börn yngri en 16 ára.
13.06.2017

Sigurvegarar Músíktilrauna á Hamingjudögum

Hljómsveitin Between Mountains kemur frá Suðureyri Súgandafirði og Núpi í Dýrafirði og samanstendur af þeim Kötlu Vigdísi og Ásrós Helgu. 

Hljómsveitin var stofnuð snemma í mars og vann hún Músíktilraunir í byrjun apríl 2017. 

Hljómsveitin Between Mountains kemur fram á setningarhátíð Hamingjudaga í Steinshúsi föstudaginn 30. júní.
12.06.2017

SEEDS vinnuhópur

Vinnuhópur frá SEEDS kom til Hólmavíkur 1. júní síðastliðinn og dvelja hér til 14. sama mánaðar.

Í fyrstu voru þau sex en fimm sjálfboðaliðar klára vistina. Þau hafa unnið að endurbótum göngustíga í Kálfanesborgum og í fjörunni í námunda við minnismerkið um Stefán frá Hvítadal.

Hópurinn hefur dvalist í Ungmennahúsinu Fjósinu og unnið undir handleiðslu Lýðs Jónssonar.
09.06.2017

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1262 í Strandabyggð

Fundur nr. 1262 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 13. júní 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
08.06.2017

Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd 8. júní 2017

 Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  fimmtudaginn 8. júní,  kl. 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar.Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Júlíana ...
08.06.2017

Jákvæð sálfræði og speki eldri borgara

Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, mætir á Hamingjudaga þetta árið og stendur fyrir kvikmyndasýningu auk þess að halda fyrirlestur. Ingrid er með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og diplóma í prektísku kvikmyndanámi.


Að vera eða ekki vera hamingjusamur (klukkustunda fyrirlestur)
Leitin að hamingjunni – heimildarmynd eftir Ingrid Kuhlman (viðtöl við eldri borgara)

08.06.2017

Fræðslunefnd - 8. júní 2017

Fundur var haldin í fræðslunefnd fimmtudaginn 08. júní í kl. 17:00 í Hnyðju Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Egill Victorsson, Guðjón Sigurgeirsso...