Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

18.08.2017

Ályktun varðandi stöðu sauðfjárbænda

Sveitarstjórn Strandabyggðar tók á fundi sínum í gær undir ályktun Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar varðandi stöðu sauðfjárbænda, en ályktunin er svohljóðandi:
Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd lýsir þungum áhyggjum vegna erfiðleika hjá sauðfjárbændum. Sauðfjárbúskapur er næst stærsta atvinnugreinin í sveitarfélaginu. Ef fram fer sem horfir mun afkoma fjölda íbúa í Strandabyggð versna um 40-50% á tveimur árum. Ekkert samfélag þolir það án þess að skaðast efnahags- og félagslega. Þau sveitarfélög þar sem sauðfjárbúskapur er aðal atvinnugreinin munu verða verst úti. 
18.08.2017

Skólasetning

Grunnskólinn á Hólmavík verður settur í Hólmavíkurkirkju þriðjudaginn 22. ágúst klukkan 13:00. Að því loknu verður gengið í skólann og nemendur hitta umsjónarkennara sína. Íri...
18.08.2017

Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2017

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar hefur lokið við gerð Fjallskilaseðils Strandabyggðar fyrir árið 2017 og var hann samþykktur á sveitarstjórnarfundi þann 17. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt Fjallskilaseðli verður réttað í Strandabyggð sem hér segir:

 
18.08.2017

Frí námsgögn í Grunnskóla Hólmavíkur

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær, fimmtudaginn 17. ágúst var samþykkt að námsgögn við Grunnskólann á Hólmavík verði nemendum að kostnaðarlausu. 

Á fundi fræðslunefndar Strandabyggðar sem fram fór þriðjudaginn 15. ágúst var gerð eftirfarandi bókin: Tvö síðustu ár hefur verið leitað eftir hagstæðum tilboðum í námsgögn og foreldrar borgað allt að 2500kr. á nemanda. Nú er svo komið að mörg sveitarfélög hafa boðið nemendum upp á námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Fræðslunefnd leggur til að sveitarfélagið bjóði slíkt hið sama.

18.08.2017

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1264 - 17. ágúst 2017

Fundur nr.  1264, aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn fimmtudaginn 17. ágúst 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 18:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fund...
15.08.2017

Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 15. ágúst 2017

 Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  fimmtudaginn 8. júní,  kl. 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar.Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Júlíana ...
15.08.2017

Fræðslunefnd 15. ágúst 2017

Fundur var haldin í fræðslunefnd þriðjudaginn 15. ágúst kl. 17:00 í HnyðjuEftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Egill Victorsson og Ingibjörg Benediktsd...
15.08.2017

Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd - 15. ágúst 2017

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar þriðjudaginn 17. ágúst 2017, kl. 16:00, á skrifstofu sveitarstjóra, annarri hæð, Höfðagötu 3 á Hólmavík.Til...
15.08.2017

Fundarboð – Aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar

Fundur nr. 1264, aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í fimmtudaginn 17. ágúst 2017, kl. 18.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

10.08.2017

Tvær nýjar ráðningar hjá Strandabyggð

Nýlega hefur verið gengið frá ráðningum í tvö störf hjá Strandabyggð. 
09.08.2017

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1263 - 8. ágúst 2017

Fundur nr.  1263 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 08. ágúst 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn vel...
04.08.2017

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1263 í Strandabyggð

Fundur nr. 1263 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 8. ágúst 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
03.08.2017

Laust starf umsjónarmanns Íþróttamiðstöðvar

STARFSLÝSING:Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starffostöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík.Verkefni forstöðumanns felast m.a. í:• Stjórnun og á...
21.07.2017

Atvinna - störf á lausu hjá KSH

Starfsmaður óskast í í veitingarskála og verslun á Hólmavík 

- Um er að ræða framtíðarstarf í vaktavinnu 
- Starfið er fjölbreytt í líflegu starfsumhverfi þar sem létt lund, þjónustulipurð, heiðarleiki, snyrtimennska og dugnaður skiptir máli.

Sjá nánar hér fyrir neðan og á vef KSH

20.07.2017

Skrifstofa Strandabyggðar - sumarlokun

Skrifstofa Strandabyggðar að Höfðagötu 3 á Hólmavík verður lokuð dagana 24. júlí - 4. ágúst 2017 vegna sumarfría starfsmanna. Skrifstofan verður aftur opin þann 8. ágúst.

Lokun skrifstofu hefur ekki áhrif á aðra starfsemi á vegum sveitarfélagsins og skrifstofan er að sjálfsögðu opin alla virka daga fram að sumarlokun, frá kl. 10:00 - 14:00.
17.07.2017

Starfslok

Gunnar Jónsson sem gengt hefur starfi forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar Hólmavíkur hefur lokið störfum hjá Strandabyggð. Gunnar hóf störf hjá sveitarfélaginu fyrir 14 árum við F?...
07.07.2017

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2017 og setning Hamingjudaga

Lóan, Manningarverðlaun Strandabyggðar, voru veitt í áttunda skiptið á Hamingjudögum síðastliðin föstudag á setningu Hamingjudaga sem að þessu sinni var haldin í Steinshúsi við Djúp.  Salbjörg Engilbertsdóttir frá Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar setti hátíðina og stýrði dagskrá.
07.07.2017

Kópnes – auglýst er eftir áhugasömum aðilum um endurbyggingu

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 13. Júní 2017 að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um endurgerð og uppbyggingu á gamla Kópnesbænum á Hólmavík. Finnist slíkir aðilar ekki nú í sumar verður farið í niðurrif bæjarins fyrir veturinn, enda stafar hætta af honum vegna lélegs ástands.
05.07.2017

Spennandi störf í Strandabyggð

Strandabyggð auglýsir störf stuðningsfulltrúa, tómstundaleiðbeinenda og starfsmanns íþróttamiðstöðvar. Um er að ræða lifandi og skemmtileg störf með börnum og unglingum. Störfi...
05.07.2017

Íris Ósk ráðin í starf Tómstundafulltrúa

Íris Ósk Ingadóttir hefur verið ráðin í starf Tómstundafulltrúa í Strandabyggð. Írisi þekkjum við frá því hún leysti fyrri tómstundafulltrúa af í eitt og hálft ár og er h...
04.07.2017

Esther Ösp kveður

Esther Ösp Valdimarsdóttir sem verið hefur tómstundafulltrúi í Strandabyggð lætur af starfi sínu í dag eftir fjögurra ára farsælt starf hjá sveitarfélaginu. Esther Ösp ætlar að sn...
04.07.2017

Vinningshafar í bingó

Sú nýbreitni var á hátíðinni í ár að boðið var upp á þátttökubingó fyrir alla fjölskylduna. Meðal verkefna var að syngja, hoppa, dansa, hugsa um náttúruna, takast á við krefj...
04.07.2017

Hnallþóruverðlaun

Hnallþóruverðlaun voru veitt þessa Hamingjudaga sem endranær.

Verðlaunin voru glæsileg að vanda og samanstóðu af bökunarvörum frá Líflandi og Kötlu og matreiðslubókinni Kökugleði Evu frá bókaútgáfunni Sölku.
03.07.2017

Sigurvegari í Hamingjuverkakeppni

Þessa Hamingjudaga var í fyrsta skiptið haldin svokölluð Hamingjuverkakeppni.Þátttakendur gátu skilað inn hvers kyns listaverki í keppnina. Þau voru til sýnis í Hnyðju meðan á Hamin...
03.07.2017

Takk fyrir komuna

Hamingjudagar 2017 gengu ótrúlega vel. Veðrið var til fyrirmyndar og mætingin var góð. Gleðin var við völd og rólegt var hjá lögreglu.Við þorum að fullyrða að allir hafi fundið e...
30.06.2017

Opin hús

Nokkur fyrirtæki á svæðinu opna híbýli sín og kynna starfsemi sína í tilefni Hamingjudaga þetta árið.

Takk fyrir að bjóða okkur í innlit og til hamingju með ykkar góða starf.
29.06.2017

Hnallþóruhlaðborð

Hápunkti Hamingjudaga er náð þegar gestir og gangandi safnast saman við glæsilegar kræsingar við langborð sem svignar undan framúrskarandi, frumlegum og fyndnum tertum.
29.06.2017

Ljóð af náttúrunni á Ströndum.

Þetta árið verður ljósmynda sýning eftir listakonuna Grímu á Hamingjudögum.

"Ég er listamaður sem nota ljósmyndun og önnur tól eins og blýanta og pensla til að ná þeirri stemningu sem ég sækist eftir" segir Gríma. "Þessa sýningu vann ég sem útskriftarverkefni úr Ljósmyndaskólanum síðastliðun janúar."
29.06.2017

Hamingjudagar á Hólmavík 2017

Hér má nálgast ýmist efni varðandi Hamingjudaga á Hólmavík 2017Til útprentunar:Hamingjudagar á Hólmavík 2017 - DagskráHappy days in Hólmavík 2017 - Program Hamingjubingó 2017...
29.06.2017

Þjófstartað á fimmtudegi

Í dag, fimmtudag, verður Hamingjudögum þjófstartað af spenntum íbúum Strandabyggðar.