Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

16.06.2017

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1262 - 13. júní 2017

Fundur nr.  1262 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 13. júní 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velk...
16.06.2017

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1261 - 23. maí 2017

Fundur nr.  1261 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 23. maí 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkom...
16.06.2017

Verlaunabækur í Hnallþóruverðlaun

Bókaútgáfan Salka var stofnuð í Reykjavík vorið 2000 og hefur síðan þá gefið út fjölda bóka um allt milli himins og jarðar. Hjá útgáfunni starfa Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín en þær eru jafnframt eigendur félagsins. 


Bókaútgáfan Salka mun veita verðlaun í Hnallþórukeppni Hamingjudaga þetta árið. Jafnframt mun útgáfan vera með sölubás á Hamingjumarkaðnum og standa fyrir bókakynningu ásamt Stefáni Gíslasyni um bók hans, Fjallavegahlaup.

15.06.2017

Gyrðir Elíasson á setningu Hamingjudaga

Föstudaginn 30. júní klukkan 17:00 mun hátíðin Hamingjudagar sett í Steinshúsi á Snæfjallaströnd. 

Eftir setningu hátíðarinnar mun Gyrðir Elíasson stíga á stokk og lesa úr verkum skáldbróður síns jafnt sem sínum eigin. Gyrðir Elíasson hefur lengi verið í senn meðal virtustu og vinsælustu rithöfunda landsins, og á hann fjölbreyttan feril að baki.
15.06.2017

Kötluverðlaun fyrir hnallþórur

Allt frá stofnun Kötlu, árið 1954, hefur fyrirtækið lagt áherslu á gæðavörur fyrir neytendur, en fyrirtækið sérhæfir sig einnig í framleiðslu og þróun lausna fyrir bakarí, kjötiðnað og fiskiðnað.

Katla mun veita verðlaun í Hnallþórukeppni Hamingjudaga eins og svo oft áður og þökkum við kærlega fyrir það.

15.06.2017

DJ Dagur í sundlaugarpartýi

DJ Dagur er á hraðri uppleið í heimi plötusnúða. Hann er aðeins 15 ára og er frá Jörva í Haukadal. Samhliða náminu, en hann verður brátt nemandi í VMA,  sinnir hann skátastarfi o...
15.06.2017

Hamingjumót í golfi

Hamingjumót Golfklúbbs Hólmavíkur (GHÓ) verður haldið föstudaginn 30.júní 2017.Mótið hefst kl. 19.00  á Golfvellinum við Hólmavík og verður ræst út á öllum teigum samtímis.Ve...
14.06.2017

Víkingar berjast fyrir hamingjunni

Víðförull er nýtt víkingafélag á Íslandi og víkingar úr þeirra röðum verða á Hamingjudögum á Hólmavík 2017! Hér gefst tækifæri til þess að kynnast lifnaðarháttum víkingan...
14.06.2017

Orkídeuganga

Hafdís Sturlaugsdóttir og Náttúrufræðistofa Vestfjarða bjóða gestum Hamingjudaga og íbúum Strandabyggðar í orkídeugöngu á Hamingjudögum.

Gengið verður frá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík sem leið liggur eftir göngustíg sem þar er. Ekki verður farið hratt yfir þar sem um blómaskoðun er að ræða. Gönguferðin verður sniðin að þeim sem mæta. 
13.06.2017

Tómstundafulltrúi í Strandabyggð – spennandi starf

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf tómstundafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem skapandi og skipulagðir einstaklingar sem hafa  unun af samskiptum og samstarfi við ungt fólk ættu að blómstra.
13.06.2017

Dívutónleikar í Hólmavíkurkirkju

Vinirnir og stórdívurnar Kristjana Stefáns, Þórhildur Örvars og Karl Olgeirsson koma fram á sannkölluðum Dívu tónleikum á Hamingjudögum í Hólmavíkurkirkju laugardaginn 1.júlí kl.20.00.

Þar mun þetta frábæra tónlistarfók draga uppúr hatti sínum tónlist úr ýmsum áttum og leika öll sín uppáhaldslög. Þarna mun öllu æja saman; klassík, pop, jazz og mögulega nokkrir brandarar í bland. Allir ættu því að finna þar eitthvað við sitt hæfi.

Aðgangseyrir er 3.500 og frítt fyrir börn yngri en 16 ára.
13.06.2017

Sigurvegarar Músíktilrauna á Hamingjudögum

Hljómsveitin Between Mountains kemur frá Suðureyri Súgandafirði og Núpi í Dýrafirði og samanstendur af þeim Kötlu Vigdísi og Ásrós Helgu. 

Hljómsveitin var stofnuð snemma í mars og vann hún Músíktilraunir í byrjun apríl 2017. 

Hljómsveitin Between Mountains kemur fram á setningarhátíð Hamingjudaga í Steinshúsi föstudaginn 30. júní.
12.06.2017

SEEDS vinnuhópur

Vinnuhópur frá SEEDS kom til Hólmavíkur 1. júní síðastliðinn og dvelja hér til 14. sama mánaðar.

Í fyrstu voru þau sex en fimm sjálfboðaliðar klára vistina. Þau hafa unnið að endurbótum göngustíga í Kálfanesborgum og í fjörunni í námunda við minnismerkið um Stefán frá Hvítadal.

Hópurinn hefur dvalist í Ungmennahúsinu Fjósinu og unnið undir handleiðslu Lýðs Jónssonar.
09.06.2017

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1262 í Strandabyggð

Fundur nr. 1262 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 13. júní 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
08.06.2017

Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd 8. júní 2017

 Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  fimmtudaginn 8. júní,  kl. 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar.Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Júlíana ...
08.06.2017

Jákvæð sálfræði og speki eldri borgara

Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, mætir á Hamingjudaga þetta árið og stendur fyrir kvikmyndasýningu auk þess að halda fyrirlestur. Ingrid er með diplóma á meistarastigi í jákvæðri sálfræði og diplóma í prektísku kvikmyndanámi.


Að vera eða ekki vera hamingjusamur (klukkustunda fyrirlestur)
Leitin að hamingjunni – heimildarmynd eftir Ingrid Kuhlman (viðtöl við eldri borgara)

08.06.2017

Fræðslunefnd - 8. júní 2017

Fundur var haldin í fræðslunefnd fimmtudaginn 08. júní í kl. 17:00 í Hnyðju Eftirtaldir nefndarmenn eru mættir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Egill Victorsson, Guðjón Sigurgeirsso...
07.06.2017

Umferðarfræðsla

í gær 6. júní kom Hannes Yfirlögregluvarðstjóri í heimsókn til okkar hér á leikskólanum og fór yfir umferðarreglurnar með börnunum og ræddi þær hættur sem ber að varast í umfe...
06.06.2017

Leikhópurinn Lotta og Ljóti andarunginn

Leikhópurinn Lotta sýnir Ljóta andarungann, glænýtt íslenskt leikrit með söngvum um allt land í sumar. Þau verða að sjálfsögðu á Hamingjudögum og sýna í Kirkjuhvamminum klukkan 17:00 laugardaginn 1. júlí. Strandabyggð öllum íbúum og gestum hátíðarinnar á sýninguna.
06.06.2017

Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd - 6. júní 2017

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar þriðjudaginn 6. júní 2017, kl. 16:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Til fundarins voru boðaðir fulltr?...
01.06.2017

Hreyfivika UMFÍ

Leikskólinn Lækjarbrekka hefur verið virkur þátttakandi í Hreyfiviku UMFÍ þessa vikuna.Við leggjum enn frekari áherslu á hreyfingu þessa viku en ella.Meðal þess sem við höfum gert ?...
31.05.2017

Pokar

Fimmtudaginn 1. júní klukkan 16:00 munu nemendur í umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmavík og Pokastöðin Strandir afhenda fulltrúum Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík 75 fjölno...
30.05.2017

Hreyfivikan er hafin

Hreyfivikan er nú í fullum gangi og nóg er um að vera. Hægt er að nálgast dagskrána í Strandabyggð á þessum hlekk og er óhætt að segja að hér sé nóg um að vera. 
30.05.2017

Útskriftarferð 2017

í gær, mánudaginn 29. maí fór útskriftarhópur leikskólans í útskriftarferð ásamt Aðalbjörgu leikskólastjóra og Brynju deildarstjóra.Svanur skólabílstjóri fór með hópnum. Byr...
26.05.2017

Orkubú Vestfjarða boðar til opins kynningarfundar á Hólmavík

Orkubú Vestfjarða verður með opinn kynningarfund á Hólmavík í tengslum við ársfund OV, sem haldinn var 16. maí sl. Fundurinn verður haldinn á Café Riis mánudaginn 29. maí kl. 12:00....
23.05.2017

Trúbadorinn Gísli Rúnar

Trúbadorinn Gísli Rúnar er kannski ekki þekktasti og besti trúbbinn á landinu, en gæti hugsanlega verið sá skemmtilegasti.

Hann spilar gamla slagara í bland við nýrri lög, getur haldið uppi stuði á dansgólfinu tímunum saman en einnig búið til heljarinnar söngskemmtun ef stemning er fyrir slíku.

23.05.2017

Fundargerð ungmennaráðs - 23. maí 2017

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar mánudaginn 23. maí kl 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar, Höfðagötu 3. Mættir voru: Birna Karen Bjarkadóttir, Kristín Lilja Sverrisdót...
22.05.2017

Útskrift 5 ára hóps.

þann 19. maí fór útskrift 5 ára hóps leikskóla Lækjarbrekku fram í Hniðju.útskriftarnemendurnir fluttu ásamt Aðalbjörgu kennara leikritið Kiðlingarnir 7  fyrir gesti og gekk það ...
19.05.2017

Sveitarstjórnarfundur 1261 í Strandabyggð

Fundur nr. 1261 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 23. maí 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
19.05.2017

BMX brós á Hamingjudögum

Magnús Bjarki, Anton Örn og Benedikt mæta á Hamingjudaga en saman eru þeir þríeykið BMX-BRÓS.

BMX-BRÓS mæta á Hamingjudaga 2017 og bjóða ykkur adrenalínfulla og skemmtilega BMX-sýningu. 3 hjólagarpar, hjálmakynning, mismunandi gerðir stökkpalla, hjóla-þrautabraut og Mountain Dew í boði gera daginn ævintýralegan og að sýningu lokinni fá allir krakkar að spreyta sig á hjólunum. BMX-BRÓS svara síðan öllum þeirra spurningum og sjá til þess að allir séu brosandi út að eyrum.