Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

24.03.2017

Leikskólabörn nema dans

Í vikunni 20. - 24. mars kom Jón Pétur danskennari og kenndi tveimur elstu árgöngum (2011 og 2012) leikskólans dans. Gaman er að segja frá því að allir nemendurnir tóku þátt í námsk...
24.03.2017

Lubbi finnur málbein

Nú 3. mars var haldið námskeið í Hnyðju tengt málörvunarefninu Lubbi finnur málbein.

Námskeiðið var haldið fyrir tilstuðlan leikskólans Lækjarbrekku. Auk starfsfólks leikskólans mættu  starfsfólk leik- og grunnskóla Drangsness og starfsfólk Reykhólaskóla – sem er samrekinn leik- og grunnskóli.  Eyrún Ísfold Gísladóttir talmeinafræðingur og annar höfunda Lubba finnur málbein, hélt námskeiðið.

23.03.2017

Strandabyggð tekur þátt í Jarðarstund - Earth hour

Þann 25. mars. nk. á milli kl.20:30-21:30 er stund sem kallast Jarðarstund.  Markmið Jarðarstundar er að hvetja íbúa heims til aðgerða gegn loftlagsbreytingum með því að slökkva ljósin í eina klukkustund og sýna þannig fram á vitundarvakningu. Allir eru hvattir til að taka þátt í Jarðarstundinni og kveikja ekki á rafmagnsljósum milli kl. 20:30 og 21:30 laugardaginn 25. mars.
23.03.2017

Sigurganga í Flandrasprettum

Eftirfarandi Strandamenn hlutu verðlaun í stigakeppnivetrarins:
Árný Helga Birkisdóttir varð stigahæst yfir árið í flokki stúlkna, 18 ára og yngri.
Stefán Þór Birkisson varð stigahæstur yfir árið í flokki drengja, 18 ára og yngri.
Vala Friðgeirsdóttir varð stigahæst yfir árið í flokki kvenna, 40-49 ára.
Auk þess hlutu Esther Ösp, Birkir og Vala öll útdráttarverðlaun.
17.03.2017

Verðfyrirspurn vegna lagningar á ljósleiðara í Strandabyggð

Veitustofnun Strandabyggðar óskar eftir að áhugasamir aðilar gefi einingaverð í eftirfarandi vinnuþætti vegna fyrirhugaðrar vinnu við lagningu ljósleiðara í Strandabyggð á árinu 2017.
Verkið felst í því að plægja niður annarsvegar ljósleiðara og hinsvegar  ljósleiðara og háspennustreng saman, fleygun í skurði og gröft við hús.
16.03.2017

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 13. mars 2017

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn13. mars  2017,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Hrafn...
16.03.2017

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1258 - 15. mars 2017

Fundur nr.  1258 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 15. mars 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkom...
13.03.2017

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1258 í Strandabyggð

Fundur nr. 1258 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í miðvikudaginn 15. mars 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
09.03.2017

Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 9. mars 2017

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  fimmtudaginn 9. mars,  kl. 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar.Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Júlíana Ág?...
08.03.2017

Starf á skrifstofu Strandabyggðar

Við hjá Strandabyggð leitum enn að liðsauka á skrifstofu sveitarfélagsins. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem skipulagðir og töluglöggir einstaklingar með góða samskiptafærni ættu að blómstra á góðum og skemmtilegum vinnustað. 
Tengill inn á www.alfred.is
07.03.2017

Niðurstöður ungmennaþings

Annað ungmennaþing Strandabyggðar fór fram í hádeginu miðvikudaginn 22. febrúar. Ungmennaráð skipulagði vinnu- og skemmtistöðvar og bauð upp á heimabakaða pizzu. Á fjórða tug ungmenna tóku þátt í þinginu.

Markmið þingsins var að finna leiðir til að efla tómstundastarf ungs fólks og móta starfsemina í Félagsheimilinu, en gert er ráð fyrir að félagsmiðstöðin Ozon og ungmennahúsið Fjósið flytji þangað ásamt Skólaskjóli á næstu misserum.
07.03.2017

Ozon á Stíl

Lið Ozon tók þátt í Stíl, hönnunarkeppni félagsmiðstöðvanna, í Laugardalshöll laugardaginn 4. mars. Um er að ræða metnaðarfulla keppni sem Samfés heldur árlega þar sem unglingar alls staðar að af landinu spreyta sig í hönnun, förðun og hárgreiðslu. Þemað í keppninni í ár var gyðjur og goð.
03.03.2017

Sumarstörf í Strandabyggð 2017

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir starfsmönnum í sumarstöf hjá stofnunum sveitarfélagsins sumarið 2017. Um er að ræða eftirtalin störf:

Íþróttamiðstöð Strandabyggðar
Áhaldahús Strandabyggðar
Umsjón með sumarnámskeiði
Umsjónarmaður Vinnuskóla Strandabyggðar
Liðveisla með fötluðum börnum
Starf í búsetu með fatlaðri konu

Upplýsingar um öll störfin má nálgast hér.

02.03.2017

Fundargerð ungmennaráðs - 2. mars 2017

Fundur var haldinn í Ungmennaráði Strandabyggðar fimmtudaginn 2. Mars kl 16:30 á skrifstofu Strandabyggðar, , Höfðagötu 3. Mættir voru: Kristbergur Ómar Steinarsson, Birna Karen Bjarkad?...
01.03.2017

Öskudagsheimsókn

Í dag sem aðra Öskudaga eigum við eitthvað gott handa þeim sem kíkja við og syngja fyrir okkur starfsmenn í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Þessir tveir á meðfylgjandi mynd voru fyrstir...
24.02.2017

Vegna ljósleiðaratenginga í Strandabyggð 2017

Fyrr á árinu auglýsti fjarskiptasjóður eftir umsóknum frá sveitarfélögum vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017. Sveitarfélagið Strandabyggð sótti um styrk eins og flest sveitarfélög á Vestfjörðum en þrjátíu milljónir voru til úthlutunar á því svæði.

Sendar voru inn sjö mismunandi umsóknir vegna þriggja svæða í sveitarfélaginu Strandabyggð. Í fyrsta lagi
24.02.2017

Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands í heimsókn

Í gær heimsóttu fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands (VTÍ ) til fundar við fulltrúa Strandabyggðar og Kaldrananeshrepps á skrifstofu Strandabyggðar á Hólmavík. Heimsóknin var liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki hennar og skráningu opinberra mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ.
21.02.2017

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1257 - 14. febrúar 2017

Fundur nr.  1257 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 14. febrúar 2017 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn ve...
20.02.2017

Á annað hundrað gegn ofbeldi

Á annað hundrað manns dönsuðu gegn ofbeldi í Hnyðju síðastliðinn föstudag. Grunnskólinn og eldri deild leikskólans létu sig ekki vanta á viðburðinn. Þess utan lögðu gestir og gangandi góðu málefni lið með því að dilla sér við tónlista félagsmiðstöðvarinnar Ozon.
16.02.2017

Milljarður rís - Dansbylting í Hnyðju

Milljarður rís 2017
Dansbylting UN Women í Hnyðju, Höfðagötu 17. febrúar kl. 12.30 - 13.
Ofbeldi gegn konum er vandamál um allan heim – tökum afstöðu gegn ofbeldinu, mætum og dönsum!
Í ár heiðrum við minningu Birnu Brjánsdóttur.
16.02.2017

Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar

Haldið verður uppeldisnámskeið fyrir foreldra á Hólmavík. Námskeiðið er  frá Miðstöð Heilsuverndar barna og hefur verið haldið þar og víða um land undanfarin ár.  

Námskeiðið er byggt á bókinni Uppeldisbókin – Að byggja upp færni til framtíðar.  Útgáfa bókarinnar og hönnun námskeiðsins er styrkt af Forvarnasjóði. Höfundur námskeiðsins er Dr. Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur sem starfar á Miðstöð Heilsuverndar barna.

15.02.2017

Fræðslunefnd - 12. desember 2016

 Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd Strandabyggðar þann 12. desember 2016 og hófst hann kl. 17.00  á skrifstofu Strandabyggðar. Mætt voru: Ingibjörg Benediktsdóttir formaður sem ein...
11.02.2017

ÚTBOÐ

Strandabyggð óskar eftir tilboðum í 2. áfanga, lokafrágangi, viðbyggingar leikskólans við Brunngötu á Hólmavík.

Viðbyggingin var reist s.l. haust úr steyptum útveggjum með timburþaki klæddu bárujárni.  Frágangi utanhúss er lokið að undanskilinni málun.  

10.02.2017

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1257

Fundur nr. 1257 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 14. febrúar 2017, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
10.02.2017

Heiður sveitarfélagsins í húfi!

Landsleikurinn ALLIR LESA er nú í fullum gangi og hafa þátttakendur lesið í samtals 850 daga á þeim 14 dögum sem liðnir eru af keppninni. Sveitarfélögin keppast við að hvetja bæjarbúa áfram og víða keppa sjálfir bæjarstjórarnir til sigurs, enda heiður sveitarfélagsins í húfi!
09.02.2017

Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd - 9. febrúar 2017

Fundur var haldinn í Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar  mánudaginn 9. febrúar,  kl. 16:00 í félagsheimilinu á Hólmavík.Fundinn sátu: Ásta Þórisdóttir, Salbjö...
09.02.2017

Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd - 9. febrúar 2017

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 9/2/2017 kl. 16:00, á skrifstofu sveitarstjóra í Þróunarsetrinu, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Mættir:...
08.02.2017

Boðsbréf

Sveitarstjórn Strandabyggðar ásamt nefndafólki, starfsmönnum sveitarfélagsins, Sorpsamlagi Strandasýslu, starfstöðvum í Þróunarsetri og öðrum  sem áhuga hafa er boðið til kynninga...
07.02.2017

SamVest á Hólmavík

SamVest fór fram í félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 2. febrúar. Um er að ræða söngkeppni félagsmiðstöðva á Ströndum, Reykhólum og  öllu Vesturlandi og ball í kjölfarið.
07.02.2017

Fræðslunefnd - 7. febrúar 2017

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd Strandabyggðar þann 7. Febrúar 2017 og hófst hann kl. 17.00  í Hnyðju. Mætt voru:  Frá fræðslunefnd Ingibjörg Benediktsdóttir, Sólrún Jónsd?...