Strandabyggð óskar eftir tilboðum í 2. áfanga, lokafrágangi, viðbyggingar leikskólans við Brunngötu á Hólmavík.
Viðbyggingin var reist s.l. haust úr steyptum útveggjum með timburþaki klæddu bárujárni. Frágangi utanhúss er lokið að undanskilinni málun.
Í öðrum áfanga verksins skal ljúka við allan frágang utan- og innanhúss í viðbyggingunni með innréttingum og tengingum við eldra hús. Einnig skal vinna breytingar í hluta eldra húss leikskólans.
Viðbyggingin er 131 fermetri og 393 rúmmetrar að stærð.
Verklok eru áætluð 25. júlí 2017.
Útboðsgögnin kosta 5.000,- krónur.
STRANDABYGGÐ