Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

14.06.2018

Hamingjumarkaður

Að vanda verður haldinn markaður á Hamingjudögum.Markaðurinn verður í Hnyðju þriðja árið í röð. Á markaðinum hefur alltaf myndast skemmtileg stemmning og ávallt er boðið upp á...
12.06.2018

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1267 - 12. júní 2018

Sveitarstjórnarfundur 1276 í StrandabyggðFundur nr.  1276 og jafnfram fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar í Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 12. júní 2018 á  Höfðagötu 3. F...
11.06.2018

Hamingjudagar 2018

Nú eru um það bil þrjár vikur í hátíðina okkar Hamingjudagar. Helling af viðburðum og uppákomum hefur verið bókað og staðfest. Enn þá eru hugmyndir af viðburðum að berast og er...
08.06.2018

Takk fyrir mig

Kæru vinir.

Runninn er upp síðasti vinnudagur minn hjá sveitarfélaginu Strandabyggð. Þótt liðin séu 6 ár frá því ég renndi hér í bæinn í atvinnuviðtal fyrir þetta ótrúlega spennandi starf, þá finnst mér eins og þetta hafi bara verið í síðustu viku. Tíminn hefur þotið áfram.

08.06.2018

Auglýst eftir tilnefningum til menningarverðlauna

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2018.
Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is til miðnættis sunnudaginn 17. júní. Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd skipar dómnefnd sem velur úr innsendum tillögum.
08.06.2018

Sveitarstjórnarfundur 1276 í Strandabyggð

Fundur nr. 1276 og jafnframt fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar í Strandabyggð verður haldinn í þriðjudaginn 12. júní 2018, kl. 16.00 í Hnyðju. Fundardagskrá er svohljóðandi:
06.06.2018

Hefur þú áhuga á að starfa í nefndum sveitarfélagsins?

Hefur þú áhuga á að starfa í nefndum sveitarfélagsins? Ef svo er sendu okkur skilaboð fyrir kl 12:00 á hádegi mánudaginn 11. júni. Um er að ræða: FræðslunefndAtvinnu- dreifbýlis-...
04.06.2018

Talning aðalmanna í Strandabyggð

Frá kjörstjórn Strandabyggðar, röðun á atkvæðafjölda í kosningu aðalmanna í Strandabyggð.
04.06.2018

Úrslit kosninga í Strandabyggð

Nú liggja fyrir niðurstöður í óbundnum kosningum í Strandabyggð.  Á kjörskrá voru 355, alls kusu 197 og utankjörfundaratkvæði voru 44. Kjörsókn var 67,88%.  Auðir seðlar voru 7 og ógildir voru 2.
Kosning féll þannig:
01.06.2018

Lausar stöður við Grunnskólann á Hólmavík

Lausar stöður við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík skólaárið 2018-2019.Staða umsjónarkennara á miðstigi 100%. Um er að ræða samkennslu í 5. – 7. bekk. Meðal kennslugreina: ísl...
31.05.2018

Skólaslit 2018

Skólaslit Grunnskólans á Hólmavík skólaárið 2017-2018 verða í Félagsheimilinu á Hólmavík föstudaginn 1. júní klukkan 12:00. Allir velkomnir....
30.05.2018

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 18. maí 2018

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  föstudaginn 22. maí  2018,  kl. 14:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Ha...
24.05.2018

Kosningakaffi

Kosningakaffi í boði Strandabyggðar verður í Félagsheimilinu frá kl. 14-17 laugardaginn 26. maí n.k.   Umsjónarmenn eru nemendur í unglingadeild Grunnskólans og fjölskyldur þeirra, e...
24.05.2018

Umhverfisdagur - plokk

Föstudaginn 25. maí er Umhverfisdagur Grunnskólans á Hólmavík. Af því tilefni ætlum við að plokka og flokka. Klukkan 8:30 er mæting við Grunnskólann þar sem skipaðir eru hópstjór...
23.05.2018

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1275 - 22. maí 2018

Fundur nr.  1275 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 22. maí 2018 á  Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og s...
22.05.2018

Kynning vegna kosninga - Ingibjörg Benediktsdóttir

Ég heiti Ingibjörg Benediktsdóttir og býð mig fram í sveitarstjórn Strandabyggðar. Ég starfa sem verkefnastjóri hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Ég er með BA í Nútímafræði frá Háskólanum á Akureyri og hóf NPA nám eða nám í opinberri stjórnsýslu við HÍ en hef ekki lokið því. Eiginmaður minn er Sverrir Guðmundsson lögreglumaður og við eigum 5 börn frá aldrinum 9-20 ára. Ég er fædd og uppalin á Hólmavík en flutti í burtu eins og svo margir þegar ég fór í framhaldsskóla. Ég flutti hingað aftur árið 2007 og hér ætla ég að búa.
Viltu kynna þig fyrir kjósendum?
21.05.2018

Vortónleikar

Vortónleikar Tónskólans verða í Hólmavíkurkirkju þriðjudaginn 22. maí klukkan 19:30. Þar koma fram nemendur skólans og syngja og leika. Stjórnendur eru Vera Ósk Steinssen og Argyrios ...
18.05.2018

Sveitarstjórnarfundur 1275 í Strandabyggð

Fundur nr. 1275 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 22. maí 2018, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
17.05.2018

Sveitaferð!

Í dag fóru börn og starfsmenn leikskólans í sveitaferð. Við heimsóttum Klúku þar sem Íris og Unnsteinn tóku vel á móti okkur. Við fengum að skoða dýrin á bænum en þar voru kind...
17.05.2018

Súpufundur ferðaþjónustuaðila á Ströndum og Reykhólum

Súpufundur ferðaþjónustuaðila á Ströndum og Reykhólum í hádeginu á þriðjudag, 22. maí á Café Riis á Hólmavík. Ferðaþjónustuaðilar í Strandabyggð, Reykhólum, Kaldrananeshreppi og Árneshreppi eru hvattir til að mæta.  Frambjóðendum í sömu sveitarfélögum er einnig boðið á fundinn. 
Sjá viðburð á Facebook.
 
17.05.2018

Viltu kynna þig fyrir kjósendum?

Íbúum sem kjörgengir eru í Strandabyggð og langar til að gefa kost á sér í sveitarstjórn, gefst kostur á að kynna sig hér á siðu sveitarfélagsins. Þeir sem hafa hug á því, senda þá inn stuttan texta ásamt mynd (ekki nauðsynlegt en skemmtilegra) á strandabyggd@strandayggd.is og kynningin verður sett sem frétt á síðuna www.strandabyggd.is. Textinn þarf að vera á word formi eða bara í tölvupósti (ekki pdf).
16.05.2018

Kjörskrá og kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga 26.maí 2018

Kjörskrá liggur frammi til kynningar í afgreiðslu Strandabyggðar í Hnyðju fram að kjördegi á opnunartíma milli kl. 10 og 14. Einnig getur fólk farið inn á slóðina http://www.kosning.is  til að kynna sér hvar það er skráð. 

Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga


Ein kjördeild verður í Strandabyggð og verður kjörstaður í  Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík.    

Kjörfundur hefst kl. 09:00  laugardaginn 26.maí 2018 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00 . sbr. 66. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

16.05.2018

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1274 - 15. maí 2018

Fundur nr.  1274 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 15. maí 2018 á  Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomna og s...
15.05.2018

Refaveiðar - veiðimaður óskast

Strandabyggð óskar eftir að ráða veiðimann til refaveiða á svæði 5 í Strandabyggð sem nær frá Grjótá að Selá. Samkvæmt reglum Strandabyggðar um refaveiðar er einungis veiðimönnum með samning við sveitarfélagið greitt fyrir refaveiðar.  Ráðinn veiðimaður sér sjálfur um allan búnað til veiðanna og skal hann ekki brjóta í bága við lög og reglugerðir.

14.05.2018

Dagskrágerð í fullum gangi

Undirbúningur fyrir Hamingjudaga 2018 er byrjaður á fullum krafti. Vonumst við eftir jafn yndislegri og skemmtilegri stemningu og myndaðist í fyrra. Nokkrir viðburðir hafa verið staðfestir, enn þá fleiri viðburðir eru á hugmyndalistanum og vonandi enn þá fleiri viðburðir á bak við eyrað hjá ykkur kæru vinir og nágrannar. Ef þú hefur hugmynd, langar að halda viðburð eða stinga upp á viðburði ekki hika við að hafa samband við Írisi Ósk tómstundafulltrúa. Þú nærði í hana í síma 846-0281 eða í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.
13.05.2018

Laus sumarstörf hjá Strandabyggð

Enn eru laus störf hjá Strandabyggð í sumar 2018. Um er að ræða eftirtalin störf: Umsjón með sumarnámskeiðiUmsjónarmaður Vinnuskóla StrandabyggðarLiðveisla með fötluðum börnum...
11.05.2018

Sveitarstjórnarfundur 1274 í Strandabyggð

Á fundi 1273 í sveitarstjórn Strandabyggðar sem fram fór 8. maí 2018 var samþykkt að næsti sveitarstjórnarfundur færi fram þann 15. maí 2018. Hér er því boðað að fundur nr. 1274 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 15. maí 2018, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
09.05.2018

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1273 - 8. maí 2018

Fundur nr.  1273 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 8. maí 2018 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velkomn...
08.05.2018

Sjálfboðaliði óskast til að sjá um SEEDS verkefni

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að sjá um SEEDS verkefni sumarið 2018. SEEDS eru íslensk frjáls félagasamtök sem taka á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna umhverfis- og menningarmálum í samstarfi við sveitarfélög, samtök og einstaklinga. Frá árinu 2005 hefur SEEDS tekið á móti næstum 8000 manns í verkefni um allt land. Þetta hafa verið um 140 mismunandi verkefni víðsvegar um landið sem tengdust öll umhverfi eða menningu á einn eða annan hátt. Verkefnin voru meðal annars hreinsun strandlengjunnar t.d á Langanesi, Arnarfirði, Reykjanesskagaog Viðey, gróðursetning í Dýrafirði og Bláfjöllum, lagning og viðhaldgöngustíga m.a í Vatnajökulsþjóðgarði, Þórsmörk og Fjarðabyggð, aðstoð við ýmsar hátíðir og menningaratburði víðs vegar um landið, viðhald minja og fornleifa, torfvinna ásamt ýmsu fleiru. SEEDS samtökin voru stofnuð haustið 2005 og hafa SEEDS hópar unnið fjölmörg uppbyggileg verkefni í Strandabyggð í gegnum tíðina. 
05.05.2018

FRÉTT UPPFÆRÐ - Óhlutbundnar kosningar verða í Strandabyggð í komandi sveitarstjórnarkosningum

Engir framboðslistar bárust kjörstjórn Strandabyggðar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí  næstkomandi og verða því óhlutbundnar kosningar (persónukjör).
Allir kjósendur eru þá í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrir fram skorast undan því. Innan skamms mun kjörstjórn auglýsa nöfn þeirra sem skorast hafa undan endurkjöri. Öllum öðrum sem eru kjörgengir, heilir og hraustir og yngri en 65 ára, er skylt að taka kjöri í sveitarstjórn við óbundna kosningu.