Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

28.09.2015

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 14. september 2015

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn14. september  2015,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  ...
22.09.2015

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir íbúð lausa til útleigu

Íbúðin að Skólabraut 16, neðri hæð er auglýst laus til umsóknar í ótilgreindan tíma. Í íbúðinni er hjónaherbergi og auk þess lítið aukaherbergi, baðherbergi með sturtu, þvottahús og alrými með stofu og eldhúsi. Íbúðin verður laus í október.
22.09.2015

Menningarverðlaun 2015

Menningarverðlaun Strandabyggðar 2015 voru veitt á opnunarhátíð Hamingjudaga í Hnyðju föstudaginn 26. júní. Að þessu sinni hlaut Sigríður Óladóttir menningarverðlaun fyrir aðkomu...
21.09.2015

Samræmd próf

Vikuna 21. - 25. september eru samræmd könnunarpróf í 10., 7. og 4. bekk.21. september - Íslenska 10. bekkur22. september - Enska 10. bekkur23. september - Stærðfræði 10. bekkur24. septemb...
16.09.2015

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1239 - 15. september 2015

Fundur nr.  1239 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 15. september 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn v...
15.09.2015

Spennandi og skapandi starf laust til umsóknar

 

Tómstundafulltrúi Strandabyggðar auglýsir eftir starfsmanni í Skólaskjól. Um er að ræða 37,5% starf alla virka daga frá 13:30 til 16:30. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.





 

12.09.2015

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1239 í Strandabyggð

Fundur nr. 1239 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 15. september 2015, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

08.09.2015

Langar þig í leitir?

Framundan eru spennandi og erilsamir tímar hjá fjárbændum en formlegar fjárleitir hefjast í Strandabyggð föstudaginn 11. september og  munu standa yfir með reglulegu millibili fram í október. Mikið er um að vera og mörg handtökin sem þarf að vinna en um leið er alltaf gaman að heimta fé af fjalli og sjá afrakstur sumarsins koma í ljós.
07.09.2015

Skákkennari

Stefán Bergsson skákkennari heimsækir 3. og 4. bekk, 7. september en nemendurnir ásamt Kolbrúnu Þorsteinsdóttur umsjónarkennara taka þátt í verkefni Skáksambands Íslands - Kennari ver?...
04.09.2015

Afmælisdama

Hún Elma Dögg varð fjögura ára þann 1. sept. síðastliðinn.  Í dag fékk hún fína kórónu og við sungum fyrir hana afmælissöngin.Innilega til hamingju með fjögura ára afmælið e...
03.09.2015

Aðalfundur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps - 3. september 2015

Aðalfundur Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps fyrir árið 2014 var haldinn að Höfðagötu 3 á Hólmavík þann 3. september 2015 kl. 10.00. Mætt voru: Ingibjörg Birna Erlingsdótti...
30.08.2015

Tónlist fyrir alla

Tónlist fyrir alla verður 31. ágúst klukkan 11:00 í Hólmavíkurkirkju. Að þessu sinni eru það Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs sem flytja gestum söngleikjadagskrá. Til að taka sem best ?...
21.08.2015

Fjallskilaseðill Strandabyggðar 2015

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar hefur lokið við gerð Fjallskilaseðils Strandabyggðar fyrir árið 2015 og var hann samþykktur á sveitarstjórnarfundi þann 18. ágúst síðastliðinn.

Samkvæmt Fjallskilaseðli verður réttað í Strandabyggð sem hér segir:

21.08.2015

Útsvarslið Strandabyggðar

Keppnislið Strandabyggðar til að taka þátt í Útsvari fyrir hönd sveitarféalgsins hefur verið skipað en eftirfarandi aðilar munu spreyta sig á spurningum þáttastjórnenda:Þorbjörg M...
21.08.2015

Fræðsluerindi fyrir foreldra leikskóla og grunnskólabarna í dag föstudaginn 21. ágúst klukkan 16:00

Fræðsluerindi fyrir foreldra um uppbyggingu sterkrar sjálfsmyndar hjá börnum á leikskóla og grunnskólastigi verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík föstudaginn 21. ágúst klukkan 16:00.  Anna Sigríður Jökulsdóttir sálfræðingur hjá Sálfræðisetrinu og einn aðstandenda vefsíðunnar sjalfsmynd.com flytur erindi fyrir foreldra.  Hún fjallar um hvað einkennir sterka sjálfsmynd, hverjir eru grundvallarþættir sjálfsmyndar og hvernig má hafa áhrif á þá þætti.
19.08.2015

Strandabyggð boðið að vera með í Útsvari í vetur

Strandabyggð hefur verið boðið að vera með í þættinum Útsvari sem Rúv er að fara af stað með í vetrardagskrá sinni. Við höfum þegið þetta góða boð og nú er unnið að því að skipa öflugt lið til þátttökunnar. Sveitarfélögin sem keppa í vetur í Útsvari eru 24 talsins eins og hefur verið síðustu ár.
19.08.2015

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1238 - 18. ágúst 2015

Fundur nr.  1238 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 7. júlí 2015 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson (J) bauð fundarmenn velko...
19.08.2015

Íbúafundur um Dreifnám FNV á Hólmavík

Dreifnám FNV á Hólmavík boðar til opins íbúafundar fimmtudaginn 20. ágúst nk. klukkan 17:00 í Hnyðju. Rætt verður um námið, framtíð þess og tækifæri. Afar brýnt er að hlúa að þessum málum og því er mikilvægt að á fundinn mæti nemendur, aðstandendur og aðrir sem láta sér menntamál og framtíð Strandabyggðar varða.
19.08.2015

Skemmtilegt starf í boði

Starfsmaður óskast í Skólaskjól sem er skipulögð frítímaþjónusta við börn í 1. - 4. bekk Grunnskólans á Hólmavík.  Áhersla er lögð á fjölbreytt, faglegt starf og þægilegt ...
18.08.2015

Námskeið fyrir foreldra grunnskóla- og leikskólabarn 21. ágúst og skólasetning 24. ágúst.

Námskeið fyrir foreldra um uppbyggingu sterkrar sjálfsmyndar hjá börnum á leikskóla og grunnskólastigi verður haldið í Félagsheimilinu föstudaginn 21. ágúst klukkan 16:00.  Anna Si...
14.08.2015

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1238 í Strandabyggð

Fundur nr. 1238 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 18. ágúst 2015, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

12.08.2015

Atvinnu- dreifbýlis- og hafnarnefnd - 12. ágúst 2015

Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar þriðjudaginn 12. ágúst 2015, kl. 17:00, í Hnyðju að Höfðagötu 3, Hólmavík.Mættir: Haraldur V. A. Jónsson, G...
07.08.2015

Íslandsmót í hrútadómum sunnudaginn 16. ágúst

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramót í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 16. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn.
07.08.2015

Utan við sagnheim manna, - Turtle- Kvikmyndahátíðin á Hólmavík

Undanfarin ár hafa ungir þýskir kvikmyndagerðarmenn dvalist sumarlangt á Ströndum við nám og tökur. Turtle –hátíðin er þeirra leið til að gefa öllum tækifæri til sjá sérvaldar kvikmyndir og launa þannig margan greiðann. Þetta eru stórbrotnar, viðurkenndar og áhrifamiklar kvikmyndir sem taka á nútímanum. Bióferð er þó ekki bara myndin; í kvikmyndahúsi ríkir stemmning sem skapast af samstilltum geðsveiflum og samkomuanda. Kvikmyndahátíðin Turtle verður haldin í óvenjulegu húsnæði og einstakt andrúmsloft skapað í hlöðu, bókasafni, í iðnaðarhúsnæði og borðstofu í heimahúsi. Sýningar verða fyrir stóra hópa og smáa, allt niður í tvo áhorfendur í samræmi við verkin og stemninguna.
16.07.2015

Opnun leikskólans

Nú er sumarlokun Lækjarbrekku að ljúka. Leikskólinn opnar aftur mánudaginn 20. júlí klukkan 10:00. Hlökkum til að sjá ykkur!!...
16.07.2015

Skemmtilegt og gefandi starf laust til umsóknar

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 100% starf og er vinnutíminn 8:00-16:00. Einnig auglýsum við eftir starfsmanni í 50% starf og er vinnutíminn 12:00-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.
15.07.2015

Friðarhlauparar til Hólmavíkur í dag

Í dag munu Friðarhlauparar koma til Hólmavíkur frá Borðeyri. Áætlunin er að vera komin á Hólmavík kl. 15:00.

Við viljum hvetja bæði börn og fullorðna til að mæta við Kaupfélagið um 20 mínútur í 3 og hlaupa með seinasta spölin. Þeir sem hafa áhuga á að hlaupa 5 km geta einnig mætt á afleggjarann við Hrófá fyrir kl. 14:30. Ef einhverjir geta hugsað sér að hlaupa lengri vegalengdir er best að fylgjast vel með hlaupurunum og stökkva inn í þegar það býðst.

09.07.2015

Fræðslunefnd - 6. júlí 2015

Fundur er haldin í fræðslunefnd mánudaginn 6. júlí 2015 kl. 16:15 í Grunnskólanum á Hólmavík.Mættir eru nefndarmennirnir: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ingi...
09.07.2015

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 6. júlí 2015

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  mánudaginn6. júlí  2015,  kl. 18:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður,  Már...
09.07.2015

Ráðning tómstundafulltrúa

Íris Ósk Ingadóttir hefur verið ráðin í starf tómstsundafulltrúa í Strandabyggð til eins árs í fjarveru Estherar Aspar. 
Íris Ósk útskrifaðist úr tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands nú í sumar. Meðfram námi hefur Íris Ósk starfað hjá viðburðafyrirtækinu CP og þar tekið þátt í uppsetningu og framkvæmd ýmissra viðburða, hún hefur starfað hjá Þjóðskrá Íslands í hluta- og sumarstarfi en einnig hefur hún verið frístundaleiðbeinandi hjá frístundaheimilinu Glaðheimum svo eitthvað sé nefnt.