Fara í efni

Fréttir og tilkynningar

08.03.2021

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd, 08, mars 2021

Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd – 8. mars 2021Fundur var haldinn í Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefnd Strandabyggðar mánudagur 8. mars 2021, kl. 17:00, í Hnyðju, Höfðagötu 3 á H...
08.03.2021

Sterkar Strandir - styrkveitingar. Ertu búin(n) að sækja um?

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í tengslum við Sterkar Strandir. Um er að ræða aðra úthlutun í verkefninu, en verkefnið er hluti af byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir í...
02.03.2021

Söfnun fyrir Kvennaathvarfið

7.-10. bekkur í Félagsmiðstöðinni Ozon var með söfnun fyrir Kvennaathvarfið 25. febrúar síðastliðinn. Við vorum með góðgerðarkvöld  á Hörmungardögum sem er hátíð haldin á ...
01.03.2021

Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla, 01.03.21

45. fundur í Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps var mánudaginn 1. mars 2021, kl. 15, haldinn sem fjarfundur. Á fundinn mættu:Ásta Þórisdóttir (Strandabyggð), Íris B Guðbjartsdó...
01.03.2021

Hörmungum aflétt

Hörmungardagar gengu stórslysalaust fyrir sig og var aflétt með Strandapeppi Pálmars seinnipart sunnudags.

Á síðustu Hörmungardögum greindist fyrsta kórónuveirusmitið á Íslandi og ákveðnar áhyggjur voru uppi um að gos myndi hefjast í tengslum við hátíðina þetta árið en við sluppum með skrekkinn.

Nú er tímabært fyrir íbúa að reima á sig skíðaskóna og bíða eftir snjónum því um miðjan mars er Strandagangan á dagskrá. Í lok mars verður svo Húmorsþing í Hátíðarbænum Hólmavík þar sem hátíð verður haldin í hverjum mánuði árið 2021.
25.02.2021

Dagskrá Hörmungardaga

Fimmtudagur 25. feb.
20:00 Lifandi streymi frá Ozon: Söfnun fyrir Kvennaathvarfið

Föstudagur 26. feb.
12:15 Hvatastöðin stendur fyrir Dansað gegn ofbeldi í Hnyðju að fyrirmynd UN Women - öll velkomin
12:30-15:00 Opið hús í Þróunarsetrinu á Hólmavík - Höfðagötu 3
13:00 Rannsóknasetur HÍ á Ströndum með upplestur á margvíslegum Strandahörmungum í beinni á vefnum
19:00 Draugaganga út í Orrustutanga frá Sauðfjársetrinu (ekki fyrir mjög ung börn og viðkvæmar sálir)
21:00 Hörmungarkviss á vegum Galdrasýningarinnar, Arnar S. Jónsson sér um spurningarnar á Zoom og Kahoot!
24.02.2021

Fundargerð ungmennaráðs 24. febrúar 2021

Fundargerð Fundur var haldinn í ungmennaráði Strandabyggðar miðvikudaginn 24. febrúar kl. 16:00 í Hnyðju.Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Marinó Helgi Sigurðsson, Jóhanna Rannveig...
23.02.2021

Umsóknarfrestur íþrótta- og tómstundastyrks hefur verið framlengdur til 15. apríl 2021.

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum.  Til að sækja um styrkinn þarf að hafa samband við ...
18.02.2021

Styrkir til einstaklinga og fyrirtækja - ertu með góða hugmynd?

Kæru íbúar Strandabyggðar,Eins og þið án efa þekkið, er Strandabyggð þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir, sem við höfum kosið að kalla Sterkar Strandir!Meðal þess sem o...
18.02.2021

Kæru íbúar,

Upplýsingar um bólusetningar vegna Covid-19: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item43978/Bolusetning-gegn-COVID-19---Algengar-spurningar-og-svor Vaccination against COVID-19:...
17.02.2021

Skrifstofa Strandabyggðar - opið hús!

Kær íbúar Strandabyggðar,Eins og sagt hefur verið frá og ykkur er sjálfsagt kunnugt, flutti skrifstofa Strandabyggðar rétt fyrir jólin í húsnæðið að Hafnarbraut 25.  Við erum búi...
16.02.2021

Hörmungardagar í nánd

Næsta hátíð í hátíðarbænum Hólmavík eru Hörmungardagar sem fara fram 26.-28. febrúar. Hátíðin er haldin að frumkvæði menningarfélagsins Arnkötlu og rúmar allt sem gæti talist...
10.02.2021

Bolludagur og öskudagur

Tilkynning frá Foreldrafélögum leik- og grunnskólans:Vegna aðstæðna sem allir þekkja, þá verða ekki seldar rjómabollur í fyrirtæki þetta árið og þykir það okkur miður enda aða...
10.02.2021

Helstu verkefni

Kæru íbúar Strandabyggðar,Við spyrjum oft hvert annað;  hvað er að frétta?  Er ekki nóg að gera?"  Og víst er að það skortir ekki verkefnin.  Forstöðumannaskýrslur hafa lengi ...
08.02.2021

Umhverfis- og skipulagsnefnd, 8. febrúar 2021

Fundargerð Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar mánudaginn 8 febrúar 2021,  kl. 17:00  í Hnyðju.Fundinn sátu:  Eiríkur Valdimarsson formaður, Jóhann Björ...
08.02.2021

Nýtt ungmennaráð

Ungmennaþing fór fram í hádeginu 3. febrúar síðastliðinn á Café Riis og á Zoom. Á dagskrá þingsins var kynning á starfi ungmennaráðs, framboð og kosningar auk pizzaveislu.Kosningar fara almennt fram að hausti en töfðust vegna reglubreytinga.

Kosið er í aðalsæti í ráðinu til tveggja ára í senn og því halda Unnur Viðarsdóttir, Jóhanna Rannveig Jánsdóttir og Valdimar Kolka Eiríksson sætum sínum. Marínó Helgi Sigurðsson og Þorsteinn Óli Viðarsson hlutu einnig kosningu sem aðalmenn.

05.02.2021

Sveitarstjórnarfundur 1314 í Strandabyggð, 09.02.21

 Sveitarstjórnarfundur 1314 í StrandabyggðFundur nr. 1314, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. febrúar 2021 kl 16.00 í Hnyðju. Fundardagskrá er svohljóðan...
04.02.2021

Fræðslunefnd 4. febrúar 2021

FundargerðFundur var haldinn í fræðslunefnd fimmtudaginn 4. febrúar kl. 17.00 í Hnyðju. Eftirtaldir nefndarmenn mættu: Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir, Guðfinna Lára Hávarðardóttir,...
03.02.2021

Lífshlaupið hafið

Lífshlaupið - landskeppni í hreyfingu hefst í dag. Skráning fer fram á lifshlaupid.isEinstaklingar, skólar og vinnustaðir geta tekið þátt og hvetjum við alla til að nýta sér þetta t...
29.01.2021

Eftirlitsáætlun Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda fyrir Strandabyggð 2021

Samkvæmt 20.gr reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit Nr. 723/2017 skal slökkviliðsstjóri gefa út eftirlitsáætlun eldvarnaeftirlits fyrir 1.febrúar ár hvert þar sem gerð er grein...
27.01.2021

Umhverfisvottaðir Vestfirðir


Um áramótin vorum við minnt herfilega á að náttúruvá gerir ekki boð á undan sér. Skriðuföll á Seyðisfirði hafa sópað burtu aldargamalli byggð. Á sama tíma var fólk á Reyðarfirði beðið um að yfirgefa hús sín til að koma í veg fyrir manntjón ef skriður skyldu einnig fara af stað ofan við þá byggð. Slíkar viðvaranir og rýmingu kannast Vestfirðingar við, en þá tengt snjóflóðum. Fyrir rúmu ári féll síðasta alvarlega snjóflóðið á Vestfjörðum og olli eignatjóni, einkum á höfninni á Flateyri.
25.01.2021

Frestur til að sækja um styrk

Þann 1. febrúar næstkomandi rennur út frestur til að sækja um styrki til sveitarfélagsins. Hámarksupphæð er 100.000 krónur og er markmiðið með styrkjunum að styðja við sjálfsprottið starf, starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreytilegu mannlífi.
20.01.2021

Stöðuleyfi í Strandabyggð

Kæru íbúar Strandabyggðar,Í gangi er nú vinna hjá sveitarfélaginu við endurskoðun stöðuleyfa og innheimtu gjalda vegna þess.  Verður allt ferlið endurskoðað og öll innheimta gjal...
20.01.2021

Breyttur opnunartími hafnarinnar

Kæru íbúar Strandabyggðar,Sem liður í aðhaldsaðgerðum vegna fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, hefur sveitarstjórn samþykkt breytingu á opnunartíma hafnarinnar, en um er að ræða sk...
20.01.2021

Íþróttaviðurkenning

Handhafi viðurkenningarinnar og farandbikarsins í ár er Skíðafélag Strandamanna. Félagið virðist eflast með ári hverju og státar af metnaðarfullu, fjölbreyttu og skemmtilegu barna- og ungmennastarfi sem nú er allan árins hring með fjallgöngum, þrekæfingum og línuskautum auk skíðanna. Skíðafélagið býður fjölskylduna velkomna með í leik og æfingar og opnar á möguleika gestkomandi til að stunda íþróttir í okkar fallega umhverfi, hvort sem er í leik eða keppni. Skíðafélagið er nú að leggja lokahönd á skíðaskála í Selárdal sem er metnaðarfullt verkefni unnið með samtakamætti þeirra sem að félaginu koma. Skíðafélag Strandamanna ber af hvað varðar prúðmennsku, vinsemd og hvatningu og er samfélaginu til sóma. 
Þess vegna er Skíðafélag Strandamanna handhafi íþróttaviðurkenningar Strandabyggðar fyrir árið 2020.
20.01.2021

Sóttvarnarreglur-breyting 18.janúar

Tilkynning um sóttvarnarráðstafanir og ferðatakmarkanir á landamærum Íslands.  (ATH! in english below)

 

Íslenska

 

Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til þess að fyrirbyggja að kórónaveiran (COVID-19) berist með farþegum til landsins.

 

I)             SÓTTVARNARRÁÐSTAFANIR

 

Þann 15. janúar 2021 tók gildi ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19 nr. 18/2021 og gildir hún til 30. apríl 2021. Á sama tíma féll úr gildi reglugerð nr. 1199/2020.

13.01.2021

Ljósmyndaklúbburinn Augnablikið

Arnkatla - lista- og menningarfélag á Ströndum og í Reykhólahreppi búið að stofna ljósmyndaklúbb sem heitir Augnablikið. Öll sem vilja mega taka þátt í Augnablikinu. Þar verður í...
12.01.2021

Sveitarstjórnarfundur 1313 í Strandabyggð, 12.01.21

 Sveitarstjórnarfundur 1313 í StrandabyggðFundur nr.  1313 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 12. janúar 2021 í Hnyðju, Höfðagötu 3. kl. 16:00. Eftirtaldir svei...
12.01.2021

Þorrablótið 2021

Þorrablótinu 2021 er því miður frestað til ársins 2022 vegna sóttvarnarreglna. Nefndin hefur því lengri tíma til undirbúnings og safnar skemmtiatriðum í ár í viðbót. Þorrablóts...
11.01.2021

Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, 11. janúar 2021

 Fundargerð Fundur var haldinn í tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mánudaginn 11.janúar kl. 16:00 í Hnyðju.Eftirtaldir nefndarmenn voru mættir: Jón Gísli Jónsso...