Dagskrá fundar var eftirfarandi:
- Erindi frá Stjórn foreldrafélags leikskólans Lækjarbrekku, varðar ósk um breytta eða aukna opnun á íþróttamiðstöð. Dagsett 13/02/2013
- Erindi frá Héraðssambandi Strandamanna, varðar Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri. Dagsett 26/02/2013
- Styrkumsókn frá Eyðibýli - áhugamannafélag, vegna verkefnisins Eyðibýli á Íslandi. Dagsett 15/02/2013
- Styrkumsókn frá Fræðslu og forvörnum vegna útgáfu ritsins Forvarnarbókin um ávana- og vímuefni. Dagsett 08/02/2013
- Fundargerð heilgbrigðisnefndar frá 08/02/213
- Fundargerð NAVE frá 07/02/213
- Fundargerð frá Fræðslunefnd frá 11/03/2013
Þá var gengið til dagskrár.
- 1. Erindi frá Stjórn foreldrafélags leikskólans Lækjarbrekku, varðar ósk um breytta eða aukna opnun á íþróttamiðstöð. Dagsett 13/02/2013
Sveitarstjórn tekur mjög jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að því með forstöðumanni íþróttamiðstöðvar að finna lausn á þessu máli.
- Erindi frá Héraðssambandi Strandamanna, varðar Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri. Dagsett 26/02/2013
Sveitarstjórn Strandabyggðar tekur jákvætt í að halda Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri og styður við umsókn Héraðsambandsins.
- Styrkumsókn frá Eyðibýli - áhugamannafélag, vegna verkefnisins Eyðibýli á Íslandi. Dagsett 15/02/2013
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að styðja við verkefnið með ráðum og dáð en hafnar fjárhagsstuðningi.
- Styrkumsókn frá Fræðslu og forvörnum vegna útgáfu ritsins Forvarnarbókin um ávana- og vímuefni. Dagsett 08/02/2013
Sveitarstjórn Strandabyggðar tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styðja verkefnið um 10.000 kr.
- Fundargerð heilgbrigðisnefndar frá 08/02/213
Fundargerðin var lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn samþykkir tillögu um 5% hækkun á gjaldskrá á svæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.
- Fundargerð NAVE frá 07/02/213
Fundargerðin var lögð fram til kynningar.
- Fundargerð frá Fræðslunefnd frá 11/03/2013
Varðandi lið 9, afgreiðslu erindis frestað meðan frekari upplýsinga er aflað. Fundargerð samþykkt að öðru leiti.
Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 16:55.
Jón Gísli Jónsson
Jón Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Bryndís Sveinsdóttir
Viðar Guðmundsson
12. mars 2013
Andrea Kristín Jónsdóttir
sveitarstjóri Strandabyggðar