A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Frćđslunefnd 11. mars 2013

Fundur var haldinn hjá fræðslunefnd 11. mars og hófst hann kl. 17.00 á skrifstofu Strandabyggðar í Þróunarsetrinu.


Mættir eru: Viðar Guðmundsson, Steinunn Þorsteinsdóttir, Ragnar Bragason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Sigurður M Þorvaldsson.


Málefni fræðslunefndar:

Umræður vegna hugsanlegrar úttektar á sameiningu grunn, leik og tónskóla.


Málefni leikskóla:

Boðuð kl. 17:30: Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir leikskólastjóri, Hlíf Hrólfsdóttir deildarstjóri og fulltrúi starfsmanna, og Jóhanna Hreinsdóttir fulltrúi foreldra

1. Alma kynnir ,,Foreldrabók‘‘
2. Umræður um málefni leikskóla


Málefni grunnskóla:

Boðuð kl. 18:00: Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir skólastjóri, Ingibjörg Emilsdóttir aðstoðarskólastjóri, Jóhanna Ása Einarsdóttir fulltrúi kennara, Jón Ingimundarson fulltrúi tónskóla, Kristjana Eysteinsdóttir fulltrúi foreldra

3. Hver er staðan í setningu skólastefnu?
4. Starfsmannamál næsta skólaárs
5. Drög að skóladagatali skólaárið 2013-2014
6. Upphaf skóladags, Erindi frá Barböru Ósk Guðbjartsdóttur og Sigríði Jónsdóttur varðandi skólatíma
7. Nestistími
8. Heimanám
9. Erindi frá Guðrúnu Guðfinnsdóttur og Jóhanni Áskeli Gunnarssyni varðandi sérfræðiþjónustu.
10. Önnur mál.


Þá er gengið til dagsrár:

Umræður vegna hugsanlegrar úttektar á sameiningu Grunn, Leik og Tónskóla.

Viðar kynnir hugmyndir um vinnu varðandi skoðun á sameiningu Grunn- og leikskóla á Hólmavík. Málin eru í vinnslu og beðið er eftir tilboði frá aðila sem sér um úttekt á sameiningum. Fræðslunefnd telur mikilvægt að fagaðili sái um úttektina og gefi álit.

Fræðslunefnd leggur til við Sveitarstjórn í sambandi við sameiningu Grunn- og Tónskóla að ráðin verði deildarstjóri yfir Tónskólanum til að gæta að hagsmunum hans og sjái um allt utanum hald.


Fulltrúar leikskóla koma inn á fundinn. Kl 17:30

1.Alma kynnir Foreldrahandbók:

Glæsileg foreldrahandbók er nú tilbúin. Alma bendir á breytingar varðandi starsmannafundi sem hafa verið haldnir utan vinnutíma. Sú breyting verður sett á að starfsmannfundir verða haldnir í beinu framhaldi eftir að skóladegi líkur, kl 16:00 einu sinni í mánuði.

Skylt er að kjósa í foreldraráð og stefnt er að það verði gert á foreldrafundi sem halda á að hausti.
Fræðslunefnd fagnar útgáfu bókarinnar og stefnt er að dreifingu hennar til foreldra á næstunni.


2. Önnur mál leikskóla.
a) Bréf frá foreldrafélagi leikskólans varðandi opnunartíma íþróttahússins, þar er farið fram á að húsið opni kl 11 á laugardagsmorgni. Fræðslunefnd skorar á Sveitarstjórn að verða við óskum foreldrafélagsins.
b) Varðandi sérfræðiþjónustu: Alma bendir á að fræðsluyfirvöld eru skyldug til að veita sérfræðiþjónustu. Eins og staðan er núna kemur ekki sérfræðingur til Hólmavíkur heldur einungis er í boði símaviðtöl. Alma telur að mikil þörf og mikilvægt sé á því að fá sérfræðing hingað með reglulegu millibili. Fræðslunefnd tekur undir þetta.

Fulltrúar leikskóla fara af fundi kl 18:10

Kl 18:10 koma fulltrúar Grunnskóla.

3. Hver er staðan í setningu skólastefnu? Viðar kynnir þá vinnu sem hafin er við ráðningu fræðslustjóra. Fyrirhugað er að fræðslustjóri komi að þessari vinnu.

4. Starfsmannamál næsta skólaárs:
Ráðningar. Fyrirséð er að það þurfi að auglýsa í lausar stöður við Grunnskólann. Það eru leiðbeinendur starfandi við skólann og þarf að auglýsa þær stöður. Auglýsa þarf íþróttakennara og faggreinakennara. Hulda bendir á að mikilvægt sé að koma á samstarfi við Geislann í sambandi við ráðningu íþróttakennara. Hulda segir frá því að tveir leiðbeinendur sem starfa við skólann hafa hug á því að sækja sér kennsluréttindi. Fræðslunefnd fagna því. Það þarf einnig að auglýsa í tvær stöður tónlistakennara og 6-7 stuðningsfulltrúa.


5. Drög að skóladagatali skólaárið 2013-2014.
Lagt fram til kynningar


6. Upphaf skóladags: Erindi frá Barböru Ósk Guðbjartsdóttur og Sigríði Jónsdóttur varðandi skólatíma.
Nú er fyrirséð að lenging verður á akstri skólabíls. Fræðslunefnd telur mikilvægt að tekið verði tillit til þarfa barna í dreifbýli jafnt og í þéttbýli. Á foreldradegi verður gerð viðhorfskönnun foreldra á breyttum tíma skóladags.


7. Nestistími:
Stór hluti kennslustunda fara í nesti, sérstaklega í yngrideildum. Skólastjórar leggja til að hafður verði sérstakur tími í stundatöflu, 20 mín. sem ætlaður verði nestistíma. Þessi stund hefur tekið mikið af kennslustundum og með breyttu fyrirkomulagi mun tíminn nýtast mun betur til kennslu.


8. Heimanám:
Á síðasta ári var í boði heimanámstími. Þessi tími var lagður niður en nú hefur komið upp þörf fyrir þennan tíma aftur. Skólastjórar koma með tillögu um að heimanám verði ásamt skólaskjóli í boði fyrir fólk frá og með haustinu.


9. Erindi frá Guðrúnu Guðfinnsdóttur og Jóhanni Áskeli Gunnarssyni varðandi sérfræðiþjónustu. Erindi vísað til Sveitarstjórnar.


10. Önnur mál.
Fræðslunefnd telur brýnt að gerður verði samningur við sálfræðing um reglulegar heimsóknir í sveitarfélagið.

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 19:20

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón