Fara í efni

Umhverfis- og skipulagsnefnd

6. fundur
6. nóvember 2025 kl. 17:00 - 18:40
á skrifstofu Strandabyggðar
Nefndarmenn
Matthías Sævar Lýðsson Formaður
Ragnheiður Hanna Gunnarsdóttir Aðalmaður
Börkur Vilhjálmsson Aðalmaður
Júlíana Ágústsdóttir Varamaður
Marta Sigvaldadóttir Varamaður
Starfsmenn
Grettir Örn Ásmundsson Embættismaður
Hlynur Torfi Torfason Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Grettir Örn Ásmundarson Byggingafulltrúi
Dagskrá
1.
Uppsetning á hreinsistöð neðan Austurtúns og Víkurtúns
Málsnúmer 2511009
Sigurður Marínó Þorvaldsson forstöðumaður áhaldahúss kom og kynnti hreinsistöðina fyrir nefndinni. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja hreinsitöðina og grenndarkynna framkvæmdina fyrir nágrönnum. Umhverfis og skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að hreinsistöðin verði sem mest neðanjarðar og minnst áberandi. Umhverfis og skipulagsnefnd þakkar Sigurði Marínó fyrir komuna og upplýsingarnar.
2.
Deiliskipulag Jakobínutúns
Málsnúmer 2501003
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að nýju deiliskipulag Jakobínutúns þar sem nýtt aðalskipulag Strandabyggðar 2024 - 2036 hefur tekið gildi.
3.
Deiliskipulag íbúðabyggðar í Brandskjóli
Málsnúmer 2501002
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að nýju deiliskipulag Brandskjóla þar sem nýtt aðalskipulag Strandabyggðar 2024 - 2036 hefur tekið gildi.
4.
Umsókn um framkvæmdaleyfi í tengslum við Kvíslatunguvirkjun
Málsnúmer 2511015
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja þau framkvæmdarleyfi sem Orkubú Vestfjarða sækir um með bréfi dagsettu 4 nóvember 2025. Umhverfis- og skipulegsnefnd leggur áherslu að farið verði eftir deiliskipulagi og umhverfismati Kvíslatunguvirkjunar og framkvæmdaraðili virði þá skilmála sem sveitarstjórn kann að setja fyrir framkvæmdinni.
5.
Umsókn um framkvæmdaleyfi. Skógrækt í landi Fells í Kollafirði
Málsnúmer 2408008
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfið og fela skipulagsfulltrúa að gefa leyfið út.
6.
Umsókn um breytt staðfang að Víðidalsá útihús
Málsnúmer 2510036
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að umsóknina og breyta staðfanginu í Hesthól.
7.
Umsókn um byggingarleyfi frístundahús á Kirkjubóli Staðardal
Málsnúmer 2511010
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina og fela byggingarfulltrúa að afgreiða umsóknina.