Tómstunda, íþrótta og menningarmálanefnd
89. fundur
4. desember 2025
kl.
17:00
-
18:25
á skrifstofu Strandabyggðar
Nefndarmenn
Júlíana Ágústsdóttir
Formaður
Jóhann Björn Arngrímsson
Aðalmaður
Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir
Aðalmaður
Þórdís Karlsdóttir
Aðalmaður
Kristín Anna Oddsdóttir
Varamaður
Starfsmenn
Heiðrún Harðardóttir
Ritari
Fundargerð ritaði:
Heiðrún Harðardóttir
Ritari
Dagskrá
1.
Íþróttamanneskja ársins 2025 - reglur yfirfarnar og auglýst eftir tilnefningum
Júlíana Ágústsdóttir formaður bauð nefndarmenn velkomna á fundinn.
Reglugerð um íþróttamann ársins í Strandabyggð voru yfirfarnar. Nefndin gerir engar efnislegar breytingar á reglugerðinni en benda á að þurfi að breyta orðalagi í 7. gr úr Tómstundanefnd í Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd. Nefndin biður starfsmenn skrifstofunnar að gera breytingu á greininni. Nefndin vísar reglugerð um íþróttamann ársins í Strandabyggð með breytingu á 7. gr til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Nefndin leggur til að auglýsa eftir tilnefningum um íþróttamann ársins 2025 og biður starfsfólk skrifstofunnar að setja fram auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Nefndin leggur til að auglýsa eftir tilnefningum um íþróttamann ársins 2025 og biður starfsfólk skrifstofunnar að setja fram auglýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins.
2.
Ozon verkferlar
Nefndin ræddi um verkferla Ozon sem umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar sendi inn. Nefndin segir að um ítarlega og góða verkferla sé um að ræða. Nefndin vísar verkferlunum aftur til umsjónarmanns félagsmiðstöðvarinnar og biður um að verkferlarnir verði yfirfarnir og leiðréttir þannig að þeir taki mið af starfsemi Strandabyggðar.
3.
Fundaáætlun TÍM nefndar 2026
Nefndin fór yfir fundaáætlun 2026. Gerðar eru nokkrar efnislegar athugasemdir. Fundaáætluninni verður breytt í samræmi við athugasemdir nefndarinnar og tekin fyrir á næsta fundi.
4.
Önnur mál
Nefndin lýsir yfir áhyggjum sínum af þungri stöðu tómstundamála í sveitarfélaginu.