Fara í efni

Sveitarstjórn Strandabyggðar

1386. fundur
13. janúar 2026 kl. 16:06 - 17:43
í Hnyðju
Nefndarmenn
Þorgeir Pálsson Oddviti
Grettir Örn Ásmundsson Varaoddviti
Júlíana Ágústsdóttir Aðalmaður
Matthías Sævar Lýðsson Aðalmaður
Hlíf Hrólfsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Salbjörg Engilbertsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði:
Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri
Oddviti bauð alla velkomna. Spurt var um athugasemdir við fundarboðun. Engin athugasemd var gerð við fundarboðið. Þá var gengið til dagskrár:
Dagskrá
1.
Viðauki I 2026
Málsnúmer 2601019
Oddviti bað skrifstofustjóra, Salbjörgu Engilbertsdóttur að fara yfir efni viðaukans. Orðið gefið laust.

Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og tók fram i að ekki væri verið að breyta niðurstöðum í rekstri en mögulega þyrfti að fara yfir erindisbréf nefnda. Oddviti leggur til að skrifstofu verði falið að kanna áhrif á erindisbréf nefnda sveitarfélagsins.

Gengið var til atkvæða um viðaukann og óskaði oddviti eftir að fundarmenn gæfu afstöðu sína til kynna með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða.

2.
Erindi frá útgerðarmönnum í Strandabyggð
Málsnúmer 2601007
Oddviti óskaði eftir því að þeir kjörnu fulltrúar sem teldu sig vanhæfa í þessari umræðu, sem og afgreiðslu liðar 3, gerðu grein fyrir vanhæfi sínu.

Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls og telur sig vanhæfa vegna vensla. Júlíana Ágústsdóttir telur sig vanhæfa vegna vensla. Matthías Sævar Lýðsson sömuleiðis. Sveitarstjórn kaus því næst um vanhæfi viðkomandi. Samþykkt samhljóða.

Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn véku af fundi; Matthías Sævar Lýðsson, Hlíf Hrólfsdóttir og Júlíana Ágústsdóttir. Í þeirra stað tóku sæti á fundinum Guðfinna Lára Hávarðardóttir og Ragnheiður Ingimundardóttir fyrir A lista og Marta Sigvaldadóttir fyrir T lista, og bauð oddviti þær velkomnar á fundinn.

Oddviti rakti efni erindis sjómanna og gaf orðið laust. Enginn tók til máls.

Oddviti lagði til að sveitarstjóra yrði falið að svara erindinu formlega og jafnframt að boða til fundar með sjómönnum og fulltrúum fiskvinnslu. Ljóst væri að efla þyrfti samtal og samstöðu innan greinarinnar.

Oddviti kallaði eftir afstöðu fundarmanna með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða.
3.
Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2025-2026
Málsnúmer 2601001
Oddviti rakti tilurð máls og gaf síðan orðið laust.

T listi óskar eftir að leggja fram eftirfarandi bókun:

Bókun T lista vegna erindis sjómanna og úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2025-2026.

„Lög um byggðakvóta eru skýr hvað varðar vinnsluskyldu. Í 6 gr. reglugerðar um byggðakvóta segir varðandi skilyrði fyrir afhendingu byggðakvóta; Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðarlaga.

Á síðasta fiskveiði ári lá fyrir við úthlutun byggðakvóta þess árs, að fiskvinnsla var tekin til starfa á Hólmavík og var því einsýnt að byggðakvótinn færi til vinnslunnar. Niðurstaða sveitarstjórnar á þeim tíma var að ekki væri lengur grundvöllur fyrir undanþágu frá vinnsluskyldu og var lagt til að byggðakvótanum yrði úthlutað út frá veiðireynslu umsækjenda. Voru hlutaðeigandi hvattir til að veiða og landa afla í heimabyggð til að skapa sér veiðireynslu. Þessar væntingar sveitarstjórnar gengu ekki eftir og ljóst er að talsverðum afla er landað utan Hólmavíkur.

Strandabandalagið vill með eftirfarandi tillögu sinni, stuðla að samstarfi sjómanna og fiskvinnslunnar um veiðar og vinnslu á þeim byggðakvóta sem er í boði á núverandi fiskveiðiári. Strandabandalagið leggur til að sveitarstjórn leggi til við ráðuneytið, að skipting byggðakvóta í Strandabyggð fiskveiðiárið 2025/2026, skuili að 75% miðast við veiðireynslu og 25% verði skipt jafnt á umsækjendur. Ekki verði óskað undanþágu frá vinnsluskyldu, heldur öllum byggðakvóta landað til vinnslu á Hólmavík.“

Oddviti gaf orðið laust. Guðfinna Lára Hávarðardóttir tók til máls og tekur undir bókun T-lista en hefði óskað að úthlutun yrði hærri en er sammála tillögu Strandabandalagsins. Ragnheiður Ingimundardóttir tók til máls og tók undir með Guðfinnu Láru Hávarðardóttur.

Oddviti kallaði eftir afstöðu fundarmanna til tillögu Strandabandalagsins með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að senda niðurstöður fundarins á ráðuneytið.

Varamenn véku þá af fundi og aðalmenn tóku sæti sín aftur.
4.
Eftirfylgni í kjölfar ytra mats á Grunnskólanum á Hólmavík árið 2020
Málsnúmer 2504008
Oddviti rakti eðli máls og vísaði í greinargerð skólastjóra og fulltrúa Ásgarðs. Ljóst er að margt hefur áunnist í starfi grunnskólans og flest á réttri leið. Enn líður starfið þó fyrir skort á tónlistarkennslu og er mikilvægt að úr því ástandi rætist sem fyrst.
Oddviti sagðist myndi senda fundarmönnum greinargerð skólastjóra og Ásgarðs. Erindið annars lagt fram til kynningar.

Oddviti gaf orðið laust og Matthías Sævar Lýðsson tók til máls
5.
Vestfjarðastofa, Óskað eftir tilnefningum í Farsældarráð Vestfjarða
Málsnúmer 2512003
Oddviti rakti tilurð máls og lagði fram tillögu að skipan fulltrúa Strandabyggðar í ráðið. Orðið gefið laust.

Oddviti gaf orðið laust. Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Oddviti tók fram að endanleg skipun farsældarráðs verði kynnt síðar á heimasíðu Strandabyggðar.

Oddviti kallaði eftir afstöðu fundarmanna með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða
6.
Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samræmd móttaka og inngilding íbúa af erlendum uppruna hjá sveitarfélögum á Vestfjörðum
Málsnúmer 2601015
Oddviti rakti eðli máls. Sveitarstjórn þarf að tilnefna fulltrúa í móttökuteymi sveitarfélaga. Orðið gefið laust.

Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.


Oddviti leggur til að sveitarstjóra verði falið að auglýsa eftir áhugasömum fulltrúum í verkefni. Oddviti kallaði eftir afstöðu fundarmanna með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða.
7.
Samgönguúrbætur í Strandabyggð, erindi til stjórnvalda
Málsnúmer 2601018
Oddviti bað málshefjanda, Matthías Sævar Lýðsson, að fylgja erindinu úr hlaði.

Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og las upp tillöguna. Oddviti tók til máls

Oddviti kallaði eftir afstöðu fundarmanna með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að koma erindinu til hlutaðeigandi aðila.
Viðhengi
Vegamál.pdf
8.
Sorphirða í dreifbýli, vegna beiðna um undanþágu við losun úrgangs
Málsnúmer 2601022
Oddviti rakti tilurð máls. Orðið gefið laust.

Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og lagði til að áhersla yrði lögð á ná utan um sorphirðu í þéttbýli og skoða betur nálgun á sorphirðu í dreifbýli.

Lagt fram til kynningar.
9.
Hafdís Sturlaugsdóttir, erindi til sveitarstjórnar
Málsnúmer 2601009
Oddviti rakti eðli máls og lagði til að sveitarstjóra yrði falið að svara bréfritara formlega. Orðið gefið laust.

Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls og leggur til að haldinn yrði upplýsingafundur.

Oddviti kallaði eftir afstöðu fundarmanna um að fela sveitarstjóra að svara erindinu formlega að undangengnu samráði við sveitarstjórn. Samþykkt með fjórum atkvæðum en Matthías Sævar Lýðsson situr hjá.
10.
Beiðnir um leikskóladvöl utan lögheimilis sveitarfélags
Málsnúmer 2601023
Oddviti rakti eðli máls og vísaði í umsögn skólastjóra. Lagði oddviti til að erindið verði samþykkt. Orðið gefið laust. Enginn tók til máls.

Oddviti kallaði eftir afstöðu fundarmanna með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða.
11.
ME félag Íslands, erindi til sveitarstjórnar
Málsnúmer 2601008
Oddviti rakti eðli máls og sagði málefnið mikilvægt en að fjárhagsstaða sveitarfélagsins setti því skorðið hvað styrkveitingar varðar. Orðið gefið laust. Enginn tók til máls.

Oddviti lagði til að erindinu verði hafnað og sveitarstjóra falið að tilkynna hlutaðeigandi.

Oddviti kallaði eftir afstöðu fundarmanna með handauppréttingu. Samþykkt samhljóða
12.
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið, Skipunarbréf Þorgeirs Pálssonar sem varafulltrúa í svæðisráð strandsvæðisskipulag fyrir Vestfirði
Málsnúmer 2601016
Oddviti rakti eðli máls en sveitarstjórn hafði áður afgreitt tilnefningar í svæðisráðið. Oddviti gaf orðið laust

Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.

Lagt fram til kynningar.
13.
Vinnuskýrsla sveitarstjóra desember 2025
Málsnúmer 2601014
Orðið gefið laust.

Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og spurði nánar út í nokkur atriði

Lagt fram til kynningar




14.
Vestfjarðarstofa, starfshópur um Almyrkva, fundargerð fundar 08.12.25
Málsnúmer 2601017
Oddviti rakti eðli máls. Því næst bauð hann fulltrúa Strandabyggðar í samráðshópi verkefnisins, Sigurð Marinó Þorvaldsson velkominn og bað hann að fara yfir stöðu verkefnisins.

Oddviti tók fram að Strandabyggð hafi keypt, í samvinnu við önnur sveitarfélög á Vestfjörðum, sólmyrkvagleraugu fyrir sína íbúa. Áhugasömum er bent á vefsíðuna solmyrkvi2026.is.

Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.

Sigurður Marinó yfirgaf því næst fundinn og þakkaði oddviti honum fyrir hans innlegg.

15.
Fjórðungssamband Vestfirðinga, Þinggerð 70. Fjórðungsþings Vestfirðinga að hausti
Málsnúmer 2601004
Orðið gefið laust. Lagt fram til kynningar.
16.
Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, fundargerð stjórnar nr. 93
Málsnúmer 2601005
Orðið gefið laust. Lagt fram til kynningar.
17.
Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, fundarferð stjórnar nr. 87
Málsnúmer 2601006
Orðið gefið laust. Lagt fram til kynningar.
18.
Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir stjórnar nr. 990 og 991