Sveitarstjórn Strandabyggðar
1384. fundur
9. desember 2025
kl.
16:30
-
19:55
í Hnyðju
Nefndarmenn
Þorgeir Pálsson
Oddviti
Grettir Örn Ásmundsson
Varaoddviti
Júlíana Ágústsdóttir
Aðalmaður
Matthías Sævar Lýðsson
Aðalmaður
Hlíf Hrólfsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Heiðrún Harðardóttir
Ritari
Fundargerð ritaði:
Heiðrún Harðardóttir
Verkefnastjóri
Dagskrá
1.
Viðauki V
Oddviti bauð alla velkomna.
Spurt var um athugasemdir við fundarboðun. Matthías Sævar Lýðsson er með athugasemd varðandi lið nr. 9 og bendir á að Norðurtún sé ekki til heldur Jakobínutún. Oddviti þakkar fyrir ábendinguna.
Oddviti leggur fram tillögu um að taka fyrir afbrigði um umsókn á yfirdráttarheimild hjá Sparisjóði Strandamanna hf. Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson greiðir atkvæði á móti. Afbrigði verður tekið enn sem mál nr. 36 á dagskrá.
Spurt var um athugasemdir við fundarboðun. Matthías Sævar Lýðsson er með athugasemd varðandi lið nr. 9 og bendir á að Norðurtún sé ekki til heldur Jakobínutún. Oddviti þakkar fyrir ábendinguna.
Oddviti leggur fram tillögu um að taka fyrir afbrigði um umsókn á yfirdráttarheimild hjá Sparisjóði Strandamanna hf. Tillaga samþykkt með fjórum atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson greiðir atkvæði á móti. Afbrigði verður tekið enn sem mál nr. 36 á dagskrá.
Oddviti rakti forsögu máls, þar sem fram kom að viðauki V sem lagður var fram á sveitarstjórnarfundi í nóvember, var og er réttur og því ekkert annað að gera en að leggja hann fram aftur til samþykktar sveitarstjórnar.
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann bendir á að samkvæmt samþykktum um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar og samkvæmt sveitarstjórnarlögum að það eigi að tilgreina hvernig eigi að mæta þeim kostnaði sem fellst í viðauka. Hann telur að það þurfi að gera grein fyrir hvernig eigi að mæta auknum útgjöldum í textanum í viðaukanum sjálfum. Matthías leggur fram eftirfarandi bókun:
"Í samþykktum um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar stendur um viðauka í 53 gr. málsgrein 2: „Viðauki er ekki gildur nema hann feli einnig í sér útfærða ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem gert er ráð fyrir verði mætt.“ Sama setning er í Sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 í 63 gr. 2. málsgr.
Þetta er annar viðaukinn sem lagður er fram á sveitarstjórnarfundi og ekki er gerð grein fyrir hvernig á að mæta kostnaði við útgjaldaaukningu. Samkvæmt þessu er viðauki IV ekki gildur sem samþykktur var á sveitarstjórnarfundi 1382 þann 14.10 síðastliðinn. Á þeim fundi var spurt hvort ekki þyrfti að bóka hvernig ætti að mæta viðaukanum og oddviti kaus að svara því ekki."
Oddviti tekur ábendinguna gilda og verður vandað betur í framtíðinni.
Viðauki V borinn undir atkvæði, samþykkt með fjórum atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson greiðir atkvæði á móti.
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann bendir á að samkvæmt samþykktum um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar og samkvæmt sveitarstjórnarlögum að það eigi að tilgreina hvernig eigi að mæta þeim kostnaði sem fellst í viðauka. Hann telur að það þurfi að gera grein fyrir hvernig eigi að mæta auknum útgjöldum í textanum í viðaukanum sjálfum. Matthías leggur fram eftirfarandi bókun:
"Í samþykktum um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar stendur um viðauka í 53 gr. málsgrein 2: „Viðauki er ekki gildur nema hann feli einnig í sér útfærða ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem gert er ráð fyrir verði mætt.“ Sama setning er í Sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 í 63 gr. 2. málsgr.
Þetta er annar viðaukinn sem lagður er fram á sveitarstjórnarfundi og ekki er gerð grein fyrir hvernig á að mæta kostnaði við útgjaldaaukningu. Samkvæmt þessu er viðauki IV ekki gildur sem samþykktur var á sveitarstjórnarfundi 1382 þann 14.10 síðastliðinn. Á þeim fundi var spurt hvort ekki þyrfti að bóka hvernig ætti að mæta viðaukanum og oddviti kaus að svara því ekki."
Oddviti tekur ábendinguna gilda og verður vandað betur í framtíðinni.
Viðauki V borinn undir atkvæði, samþykkt með fjórum atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson greiðir atkvæði á móti.
2.
Viðauki VI
Oddviti rakti efni viðaukans. Þar koma fram ýmsar breytingar á rekstrarlegum þáttum og eru raun áhrif þeirra lækkun rekstrarkostnaðar um rúmar 5 milljónir. Í viðaukanum koma einnig fram breytingar á launaáætlun og eru raun áhrif þeirra breytinga hækkun launakostnaðar um kr. 35.5 milljónir. Hækkun launakostnaðar skýrist að mestu af starfslokum og veikindalaunum, auk yfirvinnu og starfa vegna Sorpsamlagsins.
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann leggur fram eftirfarandi bókun:
"Í samþykktum um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar stendur um viðauka í 53 gr. málsgrein 2: „Viðauki er ekki gildur nema hann feli einnig í sér útfærða ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem gert er ráð fyrir verði mætt.“ Sama setning er í Sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 í 63 gr. 2. málsgr.
Þetta er þriðji viðaukinn sem lagður er fram á sveitarstjórnarfundi og ekki er gerð grein fyrir hvernig á að mæta kostnaði við útgjaldaaukningu."
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún bendir á hækkun tekna vegna útseldrar vinnu í áhaldahúsi er tvítekin í viðauka VI.
Þorgeir Pálsson nefnir að Viðauki VI var hreinsaður til og sú tvítekning tekin út.
Matthías Sævar Lýðsson treystir því að viðauki VI sem kom í tölvupósti frá skrifstofustjóra sé réttur. Hann nefnir að það þurfi alltaf að gera ráð fyrir veikindagreiðslum í fjárhagsáætlunargerð.
Viðauki VI borinn undir atkvæði, samþykkt með fjórum atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson greiðir atkvæði á móti.
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann leggur fram eftirfarandi bókun:
"Í samþykktum um stjórn og fundarsköp Strandabyggðar stendur um viðauka í 53 gr. málsgrein 2: „Viðauki er ekki gildur nema hann feli einnig í sér útfærða ákvörðun um það hvernig þeim útgjöldum eða tekjulækkun sem gert er ráð fyrir verði mætt.“ Sama setning er í Sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 í 63 gr. 2. málsgr.
Þetta er þriðji viðaukinn sem lagður er fram á sveitarstjórnarfundi og ekki er gerð grein fyrir hvernig á að mæta kostnaði við útgjaldaaukningu."
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún bendir á hækkun tekna vegna útseldrar vinnu í áhaldahúsi er tvítekin í viðauka VI.
Þorgeir Pálsson nefnir að Viðauki VI var hreinsaður til og sú tvítekning tekin út.
Matthías Sævar Lýðsson treystir því að viðauki VI sem kom í tölvupósti frá skrifstofustjóra sé réttur. Hann nefnir að það þurfi alltaf að gera ráð fyrir veikindagreiðslum í fjárhagsáætlunargerð.
Viðauki VI borinn undir atkvæði, samþykkt með fjórum atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson greiðir atkvæði á móti.
3.
Fjárhagsáætlun 2026 ásamt þriggja ára áætlun 2027-2029, seinni umræða
Oddviti býður Jón Ara Stefánsson velkominn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað.
Oddviti fór yfir helstu þætti í fjárhagsáætlun 2026-2029 og útgönguspá ársins 2025. Það er ljóst að áframhaldandi tap er á rekstri sveitarfélagsins í ár, milli 50 og 60 milljónir samkvæmt útgönguspá. Það tap bætist við tæplega um 48 milljón króna tap árið 2024. Ljóst er að talsvert vantar upp á að tekjuáætlun standist sé miðað við nóvember í ár. Þá hefur kostnaður við framkvæmdir og hækkun launakostnaðar aukist. Eru þetta helstu ástæður þessa taps og ljóst er að sveitarfélagið þarf að leita allra leiða til að rétta af þessa þróun og ná aftur styrk sínum. Það mun nást og gert er ráð fyrir hagnaði á árinu 2026 og öll næstu ár þar á eftir fram til 2029. Það eru þó ekki háar hagnaðartölur og því ljóst að lítið má útaf bera.
Það sem gerir stöðuna enn erfiðari er að Strandabyggð glímir við mikla innviðaskuld sem á sér áratuga langa sögu. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir við endurbætur á grunnskólanum frá 2022, er eldri hlutinn enn óuppgerður og ljóst að þar er mikil fjárfesting framundan. Þá liggur fyrir að það verður að halda áfram að malbika götur, laga gangstéttar, byggja upp nútímalegt fráveitukerfi og efla vatnsveituna. Strandabyggð á enn nokkuð eftir hvað þessa innviði varðar. Mikilvægt er að halda þessum framkvæmdum áfram, enda hafa fengist verulegir styrkir til sumra þeirra úr opinberum sjóðum. Þá má nefna verkefni sem miðar að því að hanna varmaskiptakerfi til að draga úr kyndikostnaði sundlaugarinnar, er að hefjast, með stuðningi Loftlags- og orkusjóðs.
Nýtt íbúðahverfi, Brandskjól, hefur verið hannað, og fyrir liggur að framkvæmdir við gatnagerð með tilheyrandi innviðauppbyggingu mun hefjast vorið 2026. Þá má reikna með verulegum framkvæmdum á næsta ári, í tengslum við hótelbyggingu við tjaldsvæðið hjá íþróttamiðstöðinni. Þessar framkvæmdir eru tekjuskapandi þegar til lengri tíma er litið.
Sveitarstjórn leggur nú fram framkvæmdaáætlun sem hefur það markmið að efla og styrkja innviði, auka tekjur og draga úr rekstrarkostnaði. Horft er til þeirra verkefna sem eru brýnust og önnur látin bíða. Sveitarstjórn mætir með þeim hætti, erfiðri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Oddviti bað því næst Jón Ara Stefánsson, endurskoðanda frá KPMG, að fara yfir áætlunina.
Útkomuspá ársins 2025 er 59,5 milljónir í tap. Hann nefnir að mikilvægt er að horfa á veltufé frá rekstri, sem mun hækka töluvert á næstu árum samkvæmt áætluninni. Jón Ari fer yfir rekstrarjöfnuð, skuldahlutfall og skuldaviðmið og framlegð.
Oddviti þakkar Jóni Ara fyrir yfirferðina af fjárhagsáætluninni og Jón Ari víkur af fundi.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Matthías leggur fram eftirfarandi bókun:
"Sú fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram er ekki sú sem lögð var fram þann 11.11 síðastliðinn. Áætlunin er svo mikið breytt að ekki er hægt að líta á hana sem sömu áætlun. Umræða um þessa áætlun verður því að teljast fyrri umræða um fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Því þarf að taka hana fyrir á öðrum fundi til seinni umræðu.
Helstu breytingar sem hafa orðið milli áætlanna eru að tekjur lækka um 119 milljónir og rekstarútgjöld lækka um 101 milljón. Á síðasta fundi var bent á að aðrar tekjur þ.e. innheimtutekjur sveitarfélagsins áttu að hækka um 148 milljónir frá 2024. Nú hefur það verið dregið að mestu til baka.
Útgjöldin virðast einnig hafa lækkað milli áætlanna. Annar rekstarkostnaður lækkar um 84,5 milljónir frá útgönguspá 2025 og 48,2 milljónir frá 2024. Þetta virðist skýrast að hluta til af hækkuðum tekjum eignasjóðs um 21 milljón og lækkuðum kostnaði hans um 15 milljónir, minni kostnaði við sorphirðu um 10,3 milljón (væntanlega stórhækkun sorphirðugjalda) og minni kostnaði við íþróttamiðstöð þar sem kostnaður lækkar um 20,5 milljónir milli ára. Það er ekki hægt að ráða af greinargerð oddvita hvað skýrir þessar breytingar.
Rekstarniðurstaða fjárhagsáætlunnar fer úr hagnaði upp á 36 milljónir við „fyrri umræðu“ í 16 milljónir nú. Líka má benda á að rekstarniðurstaða útkomuspá 2025 var 11,6 milljónir í hagnað í fundargögnum frá 11. nóvember en nú er niðurstaðan 59 milljón króna tap.
Þessar miklu breytingar sem verða á einu mánuði benda til þess að gögnin sem stuðst var við hafi ekki verið mjög áreiðanleg. Ekki hafa fengist skýringar á breytingum og hvaða forsendur liggja þar að baki. Það hlýtur að vera okkur sveitarstjórnarmönnum umhugsunarefni, sem eigum að sýna ábyrgð í fjármálum, hvernig við eigum að bregðast við nærri 110 milljón króna tapi Strandabyggðar á tveimur árum. Það er alveg ljóst að fjárhagsáætlanir fyrir árin 2024 og 2025 voru of bjartsýnar. Sá mikli viðsnúningur milli framlagningar áætlunnar fyrir 2026 og hve seint þetta kemur fram (þ.e. seint á föstudaginn 5. des) gefur ekki mikil tækifæri að ræða niðurskurð á útgjöldum sveitarfélagssins. Það er ekki viðunandi að auka sífellt skuldir Strandabyggðar og velta þeim vanda yfir á framtíðaríbúa sveitarfélagsins."
Hlíf Hrólfsdóttir tekur undir með Matthíasi um að áætlunin er verulega breytt frá fyrri umræðu. Hún leggur til að funda með eftirlitsnefnd sveitarfélaga til að fara yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Oddviti tekur til máls. Hann segir að hann fundi reglulega með eftirlitsnefndinni og jöfnunarsjóði og gerði það nýlega. Hann nefnir að Viðauki VI var ekki til þegar fjárhagsáætlun fór fyrir fyrri umræðu og hefur hann áhrif á útgönguspá ársins 2025. Hann nefnir ófyrirséðan kostnað vegna vinnu við leikskólalóð og leggur til að það þurfi að leggja til fjármuni í betri undirbúning fyrir framkvæmdir í framtíðinni. Greinagerð oddvita er sett fram fyrir þá áætlun sem er sett fram, ekki til að fara yfir breytingar milli umræðna. Hann er ekki sammála því að það þurfi að taka fjárhagsáætlunina aftur fyrir umræðu. Það eru komnar góðar skýringar frá endurskoðanda sveitarfélagsins og sveitarstjórnarmenn hafa rætt mikið saman um fjárhagsáætlunina og ekki þörf á annarri umræðu.
Matthías tekur undir með Hlíf um að fá fund með eftirlitsnefnd sveitarfélaga.
Oddviti segir að Strandabyggð þurfi ekki að setjast niður með eftirlitsnefndinni til að ræða sérlausnir en sjálfsagt að fá fund til að ræða málin. Hann nefnir að það sé venja að funda með nefndinni tvisvar á ári.
Oddviti kallað því næst eftir afstöðu sveitarstjórnar varðandi fjárhagsáætlun 2026-2029.
Fjárhagsáætlun 2026-2029 borin undir atkvæði, samþykkt með fjórum atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson greiðir atkvæði á móti.
Það sem gerir stöðuna enn erfiðari er að Strandabyggð glímir við mikla innviðaskuld sem á sér áratuga langa sögu. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir við endurbætur á grunnskólanum frá 2022, er eldri hlutinn enn óuppgerður og ljóst að þar er mikil fjárfesting framundan. Þá liggur fyrir að það verður að halda áfram að malbika götur, laga gangstéttar, byggja upp nútímalegt fráveitukerfi og efla vatnsveituna. Strandabyggð á enn nokkuð eftir hvað þessa innviði varðar. Mikilvægt er að halda þessum framkvæmdum áfram, enda hafa fengist verulegir styrkir til sumra þeirra úr opinberum sjóðum. Þá má nefna verkefni sem miðar að því að hanna varmaskiptakerfi til að draga úr kyndikostnaði sundlaugarinnar, er að hefjast, með stuðningi Loftlags- og orkusjóðs.
Nýtt íbúðahverfi, Brandskjól, hefur verið hannað, og fyrir liggur að framkvæmdir við gatnagerð með tilheyrandi innviðauppbyggingu mun hefjast vorið 2026. Þá má reikna með verulegum framkvæmdum á næsta ári, í tengslum við hótelbyggingu við tjaldsvæðið hjá íþróttamiðstöðinni. Þessar framkvæmdir eru tekjuskapandi þegar til lengri tíma er litið.
Sveitarstjórn leggur nú fram framkvæmdaáætlun sem hefur það markmið að efla og styrkja innviði, auka tekjur og draga úr rekstrarkostnaði. Horft er til þeirra verkefna sem eru brýnust og önnur látin bíða. Sveitarstjórn mætir með þeim hætti, erfiðri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Oddviti bað því næst Jón Ara Stefánsson, endurskoðanda frá KPMG, að fara yfir áætlunina.
Útkomuspá ársins 2025 er 59,5 milljónir í tap. Hann nefnir að mikilvægt er að horfa á veltufé frá rekstri, sem mun hækka töluvert á næstu árum samkvæmt áætluninni. Jón Ari fer yfir rekstrarjöfnuð, skuldahlutfall og skuldaviðmið og framlegð.
Oddviti þakkar Jóni Ara fyrir yfirferðina af fjárhagsáætluninni og Jón Ari víkur af fundi.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Matthías leggur fram eftirfarandi bókun:
"Sú fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram er ekki sú sem lögð var fram þann 11.11 síðastliðinn. Áætlunin er svo mikið breytt að ekki er hægt að líta á hana sem sömu áætlun. Umræða um þessa áætlun verður því að teljast fyrri umræða um fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029. Því þarf að taka hana fyrir á öðrum fundi til seinni umræðu.
Helstu breytingar sem hafa orðið milli áætlanna eru að tekjur lækka um 119 milljónir og rekstarútgjöld lækka um 101 milljón. Á síðasta fundi var bent á að aðrar tekjur þ.e. innheimtutekjur sveitarfélagsins áttu að hækka um 148 milljónir frá 2024. Nú hefur það verið dregið að mestu til baka.
Útgjöldin virðast einnig hafa lækkað milli áætlanna. Annar rekstarkostnaður lækkar um 84,5 milljónir frá útgönguspá 2025 og 48,2 milljónir frá 2024. Þetta virðist skýrast að hluta til af hækkuðum tekjum eignasjóðs um 21 milljón og lækkuðum kostnaði hans um 15 milljónir, minni kostnaði við sorphirðu um 10,3 milljón (væntanlega stórhækkun sorphirðugjalda) og minni kostnaði við íþróttamiðstöð þar sem kostnaður lækkar um 20,5 milljónir milli ára. Það er ekki hægt að ráða af greinargerð oddvita hvað skýrir þessar breytingar.
Rekstarniðurstaða fjárhagsáætlunnar fer úr hagnaði upp á 36 milljónir við „fyrri umræðu“ í 16 milljónir nú. Líka má benda á að rekstarniðurstaða útkomuspá 2025 var 11,6 milljónir í hagnað í fundargögnum frá 11. nóvember en nú er niðurstaðan 59 milljón króna tap.
Þessar miklu breytingar sem verða á einu mánuði benda til þess að gögnin sem stuðst var við hafi ekki verið mjög áreiðanleg. Ekki hafa fengist skýringar á breytingum og hvaða forsendur liggja þar að baki. Það hlýtur að vera okkur sveitarstjórnarmönnum umhugsunarefni, sem eigum að sýna ábyrgð í fjármálum, hvernig við eigum að bregðast við nærri 110 milljón króna tapi Strandabyggðar á tveimur árum. Það er alveg ljóst að fjárhagsáætlanir fyrir árin 2024 og 2025 voru of bjartsýnar. Sá mikli viðsnúningur milli framlagningar áætlunnar fyrir 2026 og hve seint þetta kemur fram (þ.e. seint á föstudaginn 5. des) gefur ekki mikil tækifæri að ræða niðurskurð á útgjöldum sveitarfélagssins. Það er ekki viðunandi að auka sífellt skuldir Strandabyggðar og velta þeim vanda yfir á framtíðaríbúa sveitarfélagsins."
Hlíf Hrólfsdóttir tekur undir með Matthíasi um að áætlunin er verulega breytt frá fyrri umræðu. Hún leggur til að funda með eftirlitsnefnd sveitarfélaga til að fara yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.
Oddviti tekur til máls. Hann segir að hann fundi reglulega með eftirlitsnefndinni og jöfnunarsjóði og gerði það nýlega. Hann nefnir að Viðauki VI var ekki til þegar fjárhagsáætlun fór fyrir fyrri umræðu og hefur hann áhrif á útgönguspá ársins 2025. Hann nefnir ófyrirséðan kostnað vegna vinnu við leikskólalóð og leggur til að það þurfi að leggja til fjármuni í betri undirbúning fyrir framkvæmdir í framtíðinni. Greinagerð oddvita er sett fram fyrir þá áætlun sem er sett fram, ekki til að fara yfir breytingar milli umræðna. Hann er ekki sammála því að það þurfi að taka fjárhagsáætlunina aftur fyrir umræðu. Það eru komnar góðar skýringar frá endurskoðanda sveitarfélagsins og sveitarstjórnarmenn hafa rætt mikið saman um fjárhagsáætlunina og ekki þörf á annarri umræðu.
Matthías tekur undir með Hlíf um að fá fund með eftirlitsnefnd sveitarfélaga.
Oddviti segir að Strandabyggð þurfi ekki að setjast niður með eftirlitsnefndinni til að ræða sérlausnir en sjálfsagt að fá fund til að ræða málin. Hann nefnir að það sé venja að funda með nefndinni tvisvar á ári.
Oddviti kallað því næst eftir afstöðu sveitarstjórnar varðandi fjárhagsáætlun 2026-2029.
Fjárhagsáætlun 2026-2029 borin undir atkvæði, samþykkt með fjórum atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson greiðir atkvæði á móti.
4.
Gjaldskrár 2026
Oddviti fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á gjaldskrám, en afgreiðslu þeirra var frestað á síðasta fundi.
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún spyr hvort að gjald starfsmanna áhaldahúss samkvæmt gjaldskrá sé sama verð og Strandabyggð rukkar fyrir útselda vinnu til Sorpsamlagsins.
Oddviti ætlar að skoða það og mun koma með svar síðar.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann er með breytingartillögu á gjaldskrá um gáma- og geymslusvæði.
"Gjaldskrá fyrir Gámasvæði í Réttarvík og geymslusvæði við Hnitbjörg 4. gr. hljóði svo:
Leiga á geymslusvæði við Hnitbjörg eru á hvern reit pr. ár kr. 19.485,-
Leiga á gámasvæði pr. ár v. 20 ft. Gáms kr. 17.400,-
Leiga á gámasvæði pr. ár v. 40 ft. Gáms kr. 34.800,-"
Oddviti er sammála um að gjald fyrir gáma- og geymslusvæði er lágt og er tekur undir með Matthíasi um að það mætti hækka gjaldið. Grettir Örn Ásmundsson tekur einnig undir með Matthíasi.
Matthías ræðir einnig gjaldskrá um sorphirðu og sorpeyðingu í Strandabyggð. Hann nefnir að það sé veruleg hækkun á sorphirðugjaldi, þá sérstaklega í dreifbýli, en lækkar í sumarhúsum þar sem eingöngu er tekið fastagjald. Hann bendir á villu í 3. gr og vill fella úr gildi ákvæði um afslátt til eldri borgara um förgun dýraleifa. Matthías leggur til að gjaldskráin verði ekki samþykkt og unnin betur.
Oddviti þakkar fyrir innleggið og nefnir að það sé óheppilegt að fresta afgreiðslu gjaldskránnar um sorphirðu og sorpeyðingu þar sem breytingar á sorphirðu munu eiga sér stað um áramótin en getur þó fallist á það.
Oddviti leggur til að gjaldskrá um sorphirðu og sorpeyðingu 2026 verði frestað til sveitarstjórnarfundar í janúar 2026. Oddviti leggur til að gjaldskrá um gáma- og geymslusvæði 2026 verði samþykkt með þeim breytingum sem Matthías Sævar Lýðsson leggur fram og felur skrifstofu Strandabyggðar að gera þær breytingar.
Tillaga um að fresta gjaldskrá um sorphirðu og sorpeyðingu 2026 borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
Tillaga um samþykkja gjaldskrá gáma- og geymslusvæði með fyrirvara um breytingu á gjaldi fyrir geymslusvæði, og gámum m.v. tillögu Matthíasar borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
Aðrar gjaldskrár eins og þær eru lagðar fram í fundargögnum bornar undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún spyr hvort að gjald starfsmanna áhaldahúss samkvæmt gjaldskrá sé sama verð og Strandabyggð rukkar fyrir útselda vinnu til Sorpsamlagsins.
Oddviti ætlar að skoða það og mun koma með svar síðar.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann er með breytingartillögu á gjaldskrá um gáma- og geymslusvæði.
"Gjaldskrá fyrir Gámasvæði í Réttarvík og geymslusvæði við Hnitbjörg 4. gr. hljóði svo:
Leiga á geymslusvæði við Hnitbjörg eru á hvern reit pr. ár kr. 19.485,-
Leiga á gámasvæði pr. ár v. 20 ft. Gáms kr. 17.400,-
Leiga á gámasvæði pr. ár v. 40 ft. Gáms kr. 34.800,-"
Oddviti er sammála um að gjald fyrir gáma- og geymslusvæði er lágt og er tekur undir með Matthíasi um að það mætti hækka gjaldið. Grettir Örn Ásmundsson tekur einnig undir með Matthíasi.
Matthías ræðir einnig gjaldskrá um sorphirðu og sorpeyðingu í Strandabyggð. Hann nefnir að það sé veruleg hækkun á sorphirðugjaldi, þá sérstaklega í dreifbýli, en lækkar í sumarhúsum þar sem eingöngu er tekið fastagjald. Hann bendir á villu í 3. gr og vill fella úr gildi ákvæði um afslátt til eldri borgara um förgun dýraleifa. Matthías leggur til að gjaldskráin verði ekki samþykkt og unnin betur.
Oddviti þakkar fyrir innleggið og nefnir að það sé óheppilegt að fresta afgreiðslu gjaldskránnar um sorphirðu og sorpeyðingu þar sem breytingar á sorphirðu munu eiga sér stað um áramótin en getur þó fallist á það.
Oddviti leggur til að gjaldskrá um sorphirðu og sorpeyðingu 2026 verði frestað til sveitarstjórnarfundar í janúar 2026. Oddviti leggur til að gjaldskrá um gáma- og geymslusvæði 2026 verði samþykkt með þeim breytingum sem Matthías Sævar Lýðsson leggur fram og felur skrifstofu Strandabyggðar að gera þær breytingar.
Tillaga um að fresta gjaldskrá um sorphirðu og sorpeyðingu 2026 borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
Tillaga um samþykkja gjaldskrá gáma- og geymslusvæði með fyrirvara um breytingu á gjaldi fyrir geymslusvæði, og gámum m.v. tillögu Matthíasar borin undir atkvæði. Samþykkt samhljóða.
Aðrar gjaldskrár eins og þær eru lagðar fram í fundargögnum bornar undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
5.
Fundaáætlun sveitarstjórnar Strandabyggðar 2026
Oddviti fór yfir efni þessa liðar og kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar.
Fundaáætlun sveitarstjórnar Strandabyggðar 2026 borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
Fundaáætlun sveitarstjórnar Strandabyggðar 2026 borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
6.
Skiptastjórn Héraðsnefndar Strandasýslu, lokaskýrsla ásamt fundargerð stjórnar 20.11.25
Oddviti sagði frá því að búið er að leysa upp Héraðsnefnd Strandasýslu og greiða hlutaðeigandi þá inneign sem til var á reikningum. Er rétt að fagna því að þessi afgreiðsla sé loksins komin og málið afgreitt, að mati oddvita.
Lagt fram til kynningar.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Lagt fram til kynningar.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
7.
Svarri ehf, verksamningur um snjómokstur
Oddviti rakti tilurð máls.
Enginn tók til máls.
Samningur um snjómokstur lagður fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Samningur um snjómokstur lagður fram til kynningar.
8.
Hagvarmi ehf, ráðgjafasamningur vegna varmaskiptaverkefnis
Oddviti rakti tilurð máls.
Samningur við Hagvarma um ráðgjöf varðandi uppbyggingu varmaskiptakerfis, lagður fram til kynningar.
Oddviti óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar um að sveitarstjóra verði falið að ganga frá samningnum.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Matthías Sævar Lýðsson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Hér er gert ráð fyrir að stofna til verkefnis sem mun hafa verulegan ófyrirséðan kostnað fyrir Strandabyggð. Allar hitastigulsholur sem boraðar hafa verið á Hólmavík og í nágrenni eru í köldu bergi. Það er því mjög ólíklegt að þessi framkvæmd skili þeim árangri sem lagt er upp með. Ég tel því óráðlegt að skrifa undir þennan samning fyrr en sveitarstjórn hefur fundað með sérfræðingum Ísor (Íslenskra orkurannsókna) um mögulegan ávinning af þessu verkefni. Einnig væri gott að fá álit sérfræðinga Ísor á minnisblaði jarðfræðingsins."
Matthías leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fresta undirskrift þessa samning þar til sveitarstjórn hefur fundað með sérfræðingum Ísor (Íslenskra orkurannsókna) um mögulegan ávinning af þessu verkefni og fá álit sérfræðinga Ísor á minnisblaði jarðfræðingsins."
Oddviti tók til máls. Hann nefnir að styrkur fyrir verkefnið er greiddur að hluta til fyrirfram og yrði þá frestur á greiðslunni ef afgreiðsla samningnsins verði frestað. Hann sér ekki hag í að fresta afgreiðslu samningsins.
Matthías talar um að það væri gott að fá gögn eða minnisblað frá Hagvarma til að undirbúa betur verkefnið.
Oddviti leggur fram ofangreinda tillögu Matthíasar undir atkvæði. Tillaga Matthíasar samþykkt með fjórum atkvæðum, Þorgeir Pálsson greiðir atkvæði á móti.
Samningur við Hagvarma um ráðgjöf varðandi uppbyggingu varmaskiptakerfis, lagður fram til kynningar.
Oddviti óskar eftir staðfestingu sveitarstjórnar um að sveitarstjóra verði falið að ganga frá samningnum.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Matthías Sævar Lýðsson leggur fram eftirfarandi bókun:
"Hér er gert ráð fyrir að stofna til verkefnis sem mun hafa verulegan ófyrirséðan kostnað fyrir Strandabyggð. Allar hitastigulsholur sem boraðar hafa verið á Hólmavík og í nágrenni eru í köldu bergi. Það er því mjög ólíklegt að þessi framkvæmd skili þeim árangri sem lagt er upp með. Ég tel því óráðlegt að skrifa undir þennan samning fyrr en sveitarstjórn hefur fundað með sérfræðingum Ísor (Íslenskra orkurannsókna) um mögulegan ávinning af þessu verkefni. Einnig væri gott að fá álit sérfræðinga Ísor á minnisblaði jarðfræðingsins."
Matthías leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fresta undirskrift þessa samning þar til sveitarstjórn hefur fundað með sérfræðingum Ísor (Íslenskra orkurannsókna) um mögulegan ávinning af þessu verkefni og fá álit sérfræðinga Ísor á minnisblaði jarðfræðingsins."
Oddviti tók til máls. Hann nefnir að styrkur fyrir verkefnið er greiddur að hluta til fyrirfram og yrði þá frestur á greiðslunni ef afgreiðsla samningnsins verði frestað. Hann sér ekki hag í að fresta afgreiðslu samningsins.
Matthías talar um að það væri gott að fá gögn eða minnisblað frá Hagvarma til að undirbúa betur verkefnið.
Oddviti leggur fram ofangreinda tillögu Matthíasar undir atkvæði. Tillaga Matthíasar samþykkt með fjórum atkvæðum, Þorgeir Pálsson greiðir atkvæði á móti.
9.
VBV verkfræðistofa ehf, Verksamningur vegna hönnunar innviða í Brandskjólum og Norðurtúni
Oddviti rakti tilurð máls.
Samningur um hönnun innviða vegna íbúðahverfis í Brandskjólum og Norðurtúni varðandi hóteluppbyggingu, lagður fram til kynningar. Matthías Sævar Lýðsson benti á í upphafi fundar að Norðurtún er ekki lengur til og heitir svæðið nú Jakobínutún. Það þarf því að leiðrétta samninginn samkvæmt því.
Matthías tók til máls.
Samningurinn lagður fram til kynningar og verður gengið frá honum formlega.
Samningur um hönnun innviða vegna íbúðahverfis í Brandskjólum og Norðurtúni varðandi hóteluppbyggingu, lagður fram til kynningar. Matthías Sævar Lýðsson benti á í upphafi fundar að Norðurtún er ekki lengur til og heitir svæðið nú Jakobínutún. Það þarf því að leiðrétta samninginn samkvæmt því.
Matthías tók til máls.
Samningurinn lagður fram til kynningar og verður gengið frá honum formlega.
10.
Envalys ehf, Verksamningur vegna þrívíddarlíkans af Brandskjólum
Oddviti rakti tilurð máls.
Samningur varðandi gerð þrívíddarlíkans til kynningar á íbúðarhverfi í Brandskjólum, lagður fram til kynningar.
Samningur varðandi gerð þrívíddarlíkans til kynningar á íbúðarhverfi í Brandskjólum, lagður fram til kynningar.
11.
Beiðni um endurgreiðslu vegna vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Strandabyggðar
Oddviti rakti tilurð máls.
Oddviti gaf orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Sveitarstjórn staðfestir greinagerð oddvita vegna kostnaðar við endurskoðað aðalskipulag Strandabyggðar, reikninga Landmótunar vegna vinnu við endurskoðað aðalskipulag Strandabyggðar ásamt viðauka II við samning um endurskoðun Aðalskipulags og vonast eftir skjótri afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
Oddviti gaf orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Sveitarstjórn staðfestir greinagerð oddvita vegna kostnaðar við endurskoðað aðalskipulag Strandabyggðar, reikninga Landmótunar vegna vinnu við endurskoðað aðalskipulag Strandabyggðar ásamt viðauka II við samning um endurskoðun Aðalskipulags og vonast eftir skjótri afgreiðslu Skipulagsstofnunar.
12.
Securitas, úttektarskýrslur brunaviðvörunarkerfis, Grunnskólinn á Hólmavík og Skeiði 3
Lagt fram til kynningar.
Orðið gefið laust. Enginn tók til máls.
Orðið gefið laust. Enginn tók til máls.
13.
Vestfjarðastofa, Auglýsingatillaga vegna Svæðisskipulags Vestfjarða
Oddviti rakti tilurð máls og kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar vegna auglýsingatillögu Vestfjarðastofu.
Auglýsingatillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Auglýsingatillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
14.
Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytið, Viðauki 2026 við samning um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða
Oddviti rakti tilurð máls og fór yfir stöðu Náttúrustofu Vestfjarða. Lengi hefur skort á áhuga eða vilja til að efla starfsemi Náttúrustofu á Hólmavík og hefur sveitarstjórn ítrekar bent á það. Oddviti telur ekki sjálfgefið að halda þessu samstarfi áfram.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann nefnir vinnu Umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytinu sem er ekki komin afstaða til og þess vegna þessi viðauki lagður fram.
Matthías Sævar Lýðsson leggur til að sveitarstjórn staðfesti viðaukann.
Oddviti kallar eftir afstöðu sveitarstjórnar við tillögu Matthíasar, samþykkt samhljóða.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann nefnir vinnu Umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytinu sem er ekki komin afstaða til og þess vegna þessi viðauki lagður fram.
Matthías Sævar Lýðsson leggur til að sveitarstjórn staðfesti viðaukann.
Oddviti kallar eftir afstöðu sveitarstjórnar við tillögu Matthíasar, samþykkt samhljóða.
15.
Vestfjarðastofa, Óskað eftir tilnefningum í Farsældarráð Vestfjarða
Oddviti rakti tilurð máls. Ljóst er að mikill fjöldi fulltrúa mun koma að Farsældarráði Vestfjarða. Oddviti lagði til að sveitarstjórn fæli skrifstofu Strandabyggðar að undirbúa tilnefningar og ræða þær við önnur sveitarfélög.
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar hvað tillögu um úrvinnslu þessa varðar.
Tillaga oddvita borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar hvað tillögu um úrvinnslu þessa varðar.
Tillaga oddvita borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
16.
Starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík, erindi til sveitarstjórnar
Oddviti rakti efni erindis starfsfólks Grunnskólans. Ljóst er að margt af því sem starfsfólk skólans nefnir þarna, hefur áður verið rætt við starfsfólk og stjórnendur skólans og var m.a. liður í undirbúningi sveitarstjórnar vegna fjárhagsáætlanagerðar. Eins var opinn fundur með starfsfólki skólans fyrr í vetur, þar sem rætt var um hvers konar aðstöðu mætti hugsa sér í eldri hluta skólans, sem eftir er að endurgera. Sveitarstjórn þekkir því vel þessar ábendingar starfsfólks og liggur fyrir að tekið verður tillit til þeirra þegar hönnun og framkvæmdir við endurbyggingu eldri hluta grunnskólans hefjast. Þá eru þarna líka ábendingar um innkaup sem eru þess eðlis að skólastjórnendur taka sjálfir ákvörðun um þær og klára þau innkaup.
Sveitarstjórn þakkar engu að síður fyrir erindið og áhuga starfsfólks á sínu starfsumhverfi og felur sveitarstjóra að svara erindinu formlega.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún nefnir að hluti af erindinu fellur undir rekstur grunnskólans.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Það er gott að fá upplýsingar en margt sem fellur undir rekstur sem þarf að ganga frá.
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar til þessarar afgreiðslu.
Tillaga oddvita borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn þakkar engu að síður fyrir erindið og áhuga starfsfólks á sínu starfsumhverfi og felur sveitarstjóra að svara erindinu formlega.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún nefnir að hluti af erindinu fellur undir rekstur grunnskólans.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Það er gott að fá upplýsingar en margt sem fellur undir rekstur sem þarf að ganga frá.
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar til þessarar afgreiðslu.
Tillaga oddvita borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
17.
ADHD samtökin, Erindi til sveitarstjórnar
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Oddviti kallar eftir afstöðu sveitarstjórnar að svara erindinu neitandi, samþykkt samhljóða.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Oddviti kallar eftir afstöðu sveitarstjórnar að svara erindinu neitandi, samþykkt samhljóða.
18.
Vinir Gunnfaxa, félagasamtök, erindi til sveitarstjórnar
Oddviti kallar eftir afstöðu sveitarstjórnar að svara erindinu neitandi, samþykkt samhljóða.
19.
Hreysti Smiðjan ehf, erindi til sveitarstjórnar
Oddviti kallar eftir afstöðu sveitarstjórnar að svara erindinu neitandi, samþykkt samhljóða.
20.
Þórunn Elva Þorgeirsdóttir, erindi til sveitarstjórnar
Erindið er ekki þess eðlis að óskað er eftir beinum fjárútlátum sveitarfélagsins.
Orðið gefið laust.
Hlíf Hrólfsdóttir tekur til máls. Hún nefnir að það sé hægt að bjóða aðstöðu en ekki að veita fjárhagslegan styrk.
Oddviti kallar eftir afstöðu sveitarstjórnar að svara erindinu neitandi annað en að bjóða afnot af húsnæði sveitarfélagsins, samþykkt samhljóða.
Orðið gefið laust.
Hlíf Hrólfsdóttir tekur til máls. Hún nefnir að það sé hægt að bjóða aðstöðu en ekki að veita fjárhagslegan styrk.
Oddviti kallar eftir afstöðu sveitarstjórnar að svara erindinu neitandi annað en að bjóða afnot af húsnæði sveitarfélagsins, samþykkt samhljóða.
21.
Foreldrafélag leik-, grunn- og tónskóla Hólmavíkur, erindi til sveitarstjórnar
Oddviti rakti innihald erindisins sem snýr að áhyggjum foreldrafélagsins hvað varðar vöntun á stöðu tómstundafulltrúa í sveitarfélaginu.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Oddviti benti á vissa formgalla á erindinu, en lagði engu að síður til að sveitarstjóra yrði falið að svara erindinu formlega.
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar til þessarar afgreiðslu.
Tillaga oddvita borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls.
Oddviti benti á vissa formgalla á erindinu, en lagði engu að síður til að sveitarstjóra yrði falið að svara erindinu formlega.
Oddviti kallaði eftir afstöðu sveitarstjórnar til þessarar afgreiðslu.
Tillaga oddvita borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
22.
Innviðaráðuneytið, Opinber grunnþjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna
Lagt fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún nefnir að sveitarfélagið hafi ekki gert þjónustustefnu.
Oddviti segir að minni sveitarfélög séu undanþegin við gerð þjónustustefnu.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann telur að það sé þörf á þjónustustefnu fyrir sveitarfélagið.
Orðið gefið laust.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún nefnir að sveitarfélagið hafi ekki gert þjónustustefnu.
Oddviti segir að minni sveitarfélög séu undanþegin við gerð þjónustustefnu.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann telur að það sé þörf á þjónustustefnu fyrir sveitarfélagið.
23.
Samband íslenskra sveitarfélaga, Stafrænt samstarf - verkefnaáætlun 2026 ásamt kostnaðarskiptingu
Lagt fram til kynningar. Strandabyggð hefur áður staðfest þátttöku í þessu verkefni og hér er verið að sýna fram á kostnað sveitarfélaga við þátttöku.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
24.
Skipulagsgátt, Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 1267/2025
Oddviti kallaði eftir skoðun sveitarstjórnar varðandi umsögn.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Sveitarstjórn Strandabyggðar gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytingu í Árneshreppi.
Oddviti leggur fram tillögu um að fela sveitarstjóra að tilkynna afstöðu sveitarstjórnar til Skipulagsstofnunar. Tillaga er borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls.
Sveitarstjórn Strandabyggðar gerir ekki athugasemdir við aðalskipulagsbreytingu í Árneshreppi.
Oddviti leggur fram tillögu um að fela sveitarstjóra að tilkynna afstöðu sveitarstjórnar til Skipulagsstofnunar. Tillaga er borin undir atkvæði, samþykkt samhljóða.
25.
Hafnasamband Íslands, Minnisblað um tollfrelsi
Lagt fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
26.
Ungmennafélag Íslands, Áskoranir og hvatningar frá Sambandsþingi UMFÍ
Lagt fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
27.
Fundargerð TÍM nefndar 4.12.25
Oddviti bað formann TÍM nefndar (Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar) Júlíönu Ágústsdóttur, að fara yfir efni fundarins.
Orðið gefið laust.
Oddviti fer yfir stöðu þeirra vinnu sem hefur átt sér stað varðandi sparkvöll við grunnskólann. Hann fer einnig yfir stöðu á húsnæði fyrir bókasafnið og starfsemi frístundar.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann óskar eftir að fá upplýsingar um tilboð sem hefur borist vegna sparkvallarins.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Oddviti fer yfir stöðu þeirra vinnu sem hefur átt sér stað varðandi sparkvöll við grunnskólann. Hann fer einnig yfir stöðu á húsnæði fyrir bókasafnið og starfsemi frístundar.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann óskar eftir að fá upplýsingar um tilboð sem hefur borist vegna sparkvallarins.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
28.
Reglugerð um íþróttamann ársins í Strandabyggð
Oddviti bað formann TÍM nefndar, Júlíönu Ágústsdóttur, að gera grein fyrir eðli máls.
Júlíana fer yfir reglugerð um Íþróttamann ársins.
Hlíf Hrólfsdóttir leggur til breytingu á 4. grein reglugerðarinnar þannig að það sé skylda að viðkomandi sé með lögheimili í Strandabyggð, en ekki búsettur og með lögheimili. Hún leggur einnig til að fjarlægja orðið "svokölluð" úr 6. gr.
Oddviti kallar eftir afstöðu sveitarstjórnar um Reglugerð um Íþróttamann ársins í Strandabyggð með breytingartillögum sem komu fram borin undir atkvæði.
Samþykkt samhljóða.
Júlíana fer yfir reglugerð um Íþróttamann ársins.
Hlíf Hrólfsdóttir leggur til breytingu á 4. grein reglugerðarinnar þannig að það sé skylda að viðkomandi sé með lögheimili í Strandabyggð, en ekki búsettur og með lögheimili. Hún leggur einnig til að fjarlægja orðið "svokölluð" úr 6. gr.
Oddviti kallar eftir afstöðu sveitarstjórnar um Reglugerð um Íþróttamann ársins í Strandabyggð með breytingartillögum sem komu fram borin undir atkvæði.
Samþykkt samhljóða.
29.
Sorpsamlag Strandasýslu, fundur stjórnar 5.11.25 ásamt fjárhagsáætlun 2026-2027
Oddviti, sem formaður stjórnar Sorpsamlagsins, rakti efni fundarins.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún spyr út í fjárhagsáætlun Sorpsamlagsins. Hún telur að það sé skýrara að aðskilja starfsemi Sorpsamlagsins frá eignasjóði.
Oddviti tók til máls.
Júlíana Ágústsdóttir tók til máls. Hún spyr hvort aukin starfsemi í Sorpsamlaginu hafi áhrif á starfsemi áhaldahúss.
Oddviti nefnir að það séu álagstoppar og getur þurft að ráðstafa vinnu starfsmanna á milli Sorpsamlagsins og eignasjóðs.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann tekur undir með Hlíf og Júlíönu um að skilin á milli starfsemi Sorpsamlagsins og sveitarfélagsins séu óskýr. Hann veltir einnig fyrir sér auknum umsvifum Sorpsamlagsins.
Oddviti ræðir starfsemi Sorpsamlagsins, bæði hvað varðar skiptingu starfsmanna og umsvif. Flokkun úrgangs gengur betur og felur það í sér aukin umsvif ásamt aukinni vinnu til fyrirtækja.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún spyr út í fjárhagsáætlun Sorpsamlagsins. Hún telur að það sé skýrara að aðskilja starfsemi Sorpsamlagsins frá eignasjóði.
Oddviti tók til máls.
Júlíana Ágústsdóttir tók til máls. Hún spyr hvort aukin starfsemi í Sorpsamlaginu hafi áhrif á starfsemi áhaldahúss.
Oddviti nefnir að það séu álagstoppar og getur þurft að ráðstafa vinnu starfsmanna á milli Sorpsamlagsins og eignasjóðs.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann tekur undir með Hlíf og Júlíönu um að skilin á milli starfsemi Sorpsamlagsins og sveitarfélagsins séu óskýr. Hann veltir einnig fyrir sér auknum umsvifum Sorpsamlagsins.
Oddviti ræðir starfsemi Sorpsamlagsins, bæði hvað varðar skiptingu starfsmanna og umsvif. Flokkun úrgangs gengur betur og felur það í sér aukin umsvif ásamt aukinni vinnu til fyrirtækja.
30.
Vinnuskýrsla sveitarstjóra nóvember 2025
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann spyr hvort það þurfi ekki að samþykkja búfjársamþykktina sem var tekin fyrir á fundi með bændum.
Oddviti staðfestir að það verði gert.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann spyr hvort það þurfi ekki að samþykkja búfjársamþykktina sem var tekin fyrir á fundi með bændum.
Oddviti staðfestir að það verði gert.
31.
Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða - fundargerð 23. fundar
Lagt fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
32.
Heilbrigðisnefnd Vestfjarðasvæðis, Fundargerð stjórnar nr. 154 ásamt fjárhagsáætlun 2026
Lagt fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
33.
Náttúrustofa Vestfjarða, Fundargerðir funda nr. 154-157 ásamt fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlunar (2027-2029)
Lagt fram til kynningar.
34.
Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum, Fundargerð stjórnar nr. 84 og 85
Lagt fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
35.
Samband íslenskra sveitarfélaga, Fundargerðir stjórnar nr. 988 og 989
Lagt fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
36.
Umsókn um yfirdráttarheimild til Sparisjóðs Strandamanna hf.
Oddviti rakti erindið.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann var mótfallinn því að taka erindið fyrir sem afbrigði þar sem hann telur að það hefði átt að koma með fundardagskrá og fundargögnum.
Oddviti óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar að fela sveitarstjóra að undirbúa og sækja um aukinn yfirdrátt hjá Sparisjóði Strandamanna hf.
Borið undir atkvæði, samþykkt með fjórum atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson situr hjá.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann var mótfallinn því að taka erindið fyrir sem afbrigði þar sem hann telur að það hefði átt að koma með fundardagskrá og fundargögnum.
Oddviti óskar eftir afstöðu sveitarstjórnar að fela sveitarstjóra að undirbúa og sækja um aukinn yfirdrátt hjá Sparisjóði Strandamanna hf.
Borið undir atkvæði, samþykkt með fjórum atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson situr hjá.