Sveitarstjórn Strandabyggðar
1383. fundur
11. nóvember 2025
kl.
16:04
-
19:05
í Hnyðju
Nefndarmenn
Þorgeir Pálsson
Oddviti
Grettir Örn Ásmundsson
Varaoddviti
Júlíana Ágústsdóttir
Aðalmaður
Matthías Sævar Lýðsson
Aðalmaður
Hlíf Hrólfsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Heiðrún Harðardóttir
Ritari
Fundargerð ritaði:
Heiðrún Harðardóttir
Fundarritari
Dagskrá
1.
Viðauki V
Oddviti rakti efni viðaukans.
Viðauki V
Lagður er fram svohljóðandi viðauki V við fjárhagsáætlun Strandabyggðar vegna ársins 2025 á fundi sveitarstjórnar þann 11. nóvember 2025.
Framkvæmdir:
a) Fiskeldissjóður styrkur vegna Vatnsveituframkvæmdar
Styrkupphæð skv. samningi eru kr. 8.690.000 og kemur helmingur til greiðslu á árinu
2025 og er lagður fram í viðauka þessum og færist til aukinna tekna á Vatnsveitu. Kr. 4.345.000.
Rekstur:
Íþróttamiðstöð:
Hækkun tekna í Íþróttamiðstöð um kr. 2.000.000
Hækkun hitakostnaðar í Íþróttamiðstöðvar kr. 17.000.000
Niðurstaða er hækkun rekstrarkostnaðar um 15.000.000 milljónir.
Ljóst er að mikill kostnaðarauki við hitun sundlaugar, sem stafar af því að sveitarfélagið er á svokallaðri ótryggri orku, sem hefur talsverð áhrif á uppgjör þessa árs. Á móti kemur styrkur frá Fiskeldissjóði, en þar tekjufærist 50% styrkupphæðar á þessu ári og hugsanlega næst einnig að hefja vinnu við verkefni um varmaskiptakerfi til lækkunar á kyndikostnaði sundlaugar, og þá kæmu inn tekjur vegna styrks Umhverfis- og orkusjóðs, fyrir áramót.
Oddviti gaf orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann nefnir að það sé kostnaðarauki upp á um 10.500.000 kr. Hann veltir fyrir sér hvernig eigi að skrá þetta tap, hvort það verði skráð sem tap á árinu.
Oddviti talar um að það fer eftir hvernig styrkurinn er bókaður og reksturinn einnig. Í viðaukanum er ekki reiknað til frádráttar styrkupphæðin.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún spyr hvort styrkur frá Fiskeldissjóði verði ekki ráðstafað í vatnsveitu. Hvort það komi ekki kostnaður á móti.
Oddviti staðfesti svo.
Oddviti lagði til að viðaukanum yrði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar þegar seinni umræða um fjárhagsáætlun fer fram. Oddviti kallaði eftir atkvæðum sveitarstjórnarmanna með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Viðauki V
Lagður er fram svohljóðandi viðauki V við fjárhagsáætlun Strandabyggðar vegna ársins 2025 á fundi sveitarstjórnar þann 11. nóvember 2025.
Framkvæmdir:
a) Fiskeldissjóður styrkur vegna Vatnsveituframkvæmdar
Styrkupphæð skv. samningi eru kr. 8.690.000 og kemur helmingur til greiðslu á árinu
2025 og er lagður fram í viðauka þessum og færist til aukinna tekna á Vatnsveitu. Kr. 4.345.000.
Rekstur:
Íþróttamiðstöð:
Hækkun tekna í Íþróttamiðstöð um kr. 2.000.000
Hækkun hitakostnaðar í Íþróttamiðstöðvar kr. 17.000.000
Niðurstaða er hækkun rekstrarkostnaðar um 15.000.000 milljónir.
Ljóst er að mikill kostnaðarauki við hitun sundlaugar, sem stafar af því að sveitarfélagið er á svokallaðri ótryggri orku, sem hefur talsverð áhrif á uppgjör þessa árs. Á móti kemur styrkur frá Fiskeldissjóði, en þar tekjufærist 50% styrkupphæðar á þessu ári og hugsanlega næst einnig að hefja vinnu við verkefni um varmaskiptakerfi til lækkunar á kyndikostnaði sundlaugar, og þá kæmu inn tekjur vegna styrks Umhverfis- og orkusjóðs, fyrir áramót.
Oddviti gaf orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann nefnir að það sé kostnaðarauki upp á um 10.500.000 kr. Hann veltir fyrir sér hvernig eigi að skrá þetta tap, hvort það verði skráð sem tap á árinu.
Oddviti talar um að það fer eftir hvernig styrkurinn er bókaður og reksturinn einnig. Í viðaukanum er ekki reiknað til frádráttar styrkupphæðin.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún spyr hvort styrkur frá Fiskeldissjóði verði ekki ráðstafað í vatnsveitu. Hvort það komi ekki kostnaður á móti.
Oddviti staðfesti svo.
Oddviti lagði til að viðaukanum yrði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar þegar seinni umræða um fjárhagsáætlun fer fram. Oddviti kallaði eftir atkvæðum sveitarstjórnarmanna með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
2.
Fjárhagsáætlun 2026-2029, fyrri umræða
Oddviti bauð velkominn í fundinn, Jón Ara Stefánsson, endurskoðanda KPMG.
Því næst rakti oddviti undirbúningsferli fjárhagsáætlanagerðar hjá sveitarfélaginu. Er þar stuðst við hefðbundin gögn, áætlanir og tillögur forstöðumanna og umræðu á vinnufundum og í heimsóknum í stofnanir.
Ljóst er að sú áætlun sem hér er lögð fram, er varkárri og lægri en áætlanir undangenginna ára, enda nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að draga úr fjárfestingum og lántökum um sinn. Kemur þar til mikill kostnaður sl. tveggja ára vegna endurbyggingar yngri hluta grunnskólans og ný leikskólalóð. Hvoru tveggja voru verkefni sem voru nauðsynleg og löngu tímabært að ráðast í.
Gert er ráð fyrir að árin 2026-2029 muni skila hagnaði, veltué frá rekstri verði vel viðunandi og almenn ásýnd fjárhags sveitarfélagsins í lagi, þrátt fyrir lántökur og nokkra skuldasöfnun. Útkomuspá fyrir árið 2025 gefur til kynna að hagnaður geti orðið af rekstri sveitarfélagsins. Áætlunin gerir einnig ráð fyrir hagnaði á árunum 2026-2029.
Í þessari fjárhagsáætlun er lögð áhersla á uppbyggingu í sveitarfélaginu. Horft er til framtíðar í verkefnum sem eru í gangi og þau sem eru væntanleg.
Stuðst er við opinber gögn og okkar eigin gögn til að styðjast við framtíðarsýn sveitarfélagsins.
Því næst gaf oddviti Jóni Ara Stefánssyni orðið.
Jón Ari fer yfir áætlun fyrir A og B hlutann. Hann fer yfir útkomomuspá 2025, áætlun 2026 og þrjú ár þar á eftir.
Gert er ráð fyrir lækkun á framlögum frá Jöfnunarsjóði árið 2026 en hækkar aftur árin 2027-2029.
Áætlaðar hækkanir á tekjum er varfærin og með hóflegum hækkunum milli ára.
Launakostnaður hjá sveitarfélögum vegur þungt og er áætlað að það verði töluverð hækkun launakostnaðar árið 2026. Áætlaður annar rekstarkostnaður hækkar á milli ára, sem getur stafað af stórum verkefnum sem sveitarfélagið hefur unnið að.
Jón Ari fer yfir vexti og verðbætur og talar um að upphæðin er svipuð milli ára, það er gert ráð fyrir að verðbólga eigi eftir að lækka á næstu árum sem hefur þá jákvæð áhrif á vaxtaupphæðina.
Árið 2024 var tap upp á rúmlega 48 milljónir en gert er ráð fyrir hagnaði árið 2025 upp á tæpar 12 milljónir, en það má lítið út af bregða til að sú upphæð breytist.
Jón Ari fór yfir efnahagshlutann af áætluninni. Hann fór inn á hækkun langtímaskulda og talar um áætlaða hækkun á næstu fjórum árum, en að það sé óhjákvæmilegt þar sem það þarf alltaf að fara í verkefni, kaupa tæki eða tól og það þarf að fjármagna það.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann nefnir að skrifstofustjóri hafi skrifað bréf 14. október til sveitarstjórnar þar sem gert er ráð fyrir tapi upp á 30,9 milljónir, en í núverandi áætlun er gert ráð fyrir hagnaði upp á tæpar 12 milljónir. Hann spyr hvað skýri þennan viðsnúning á þessum stutta tíma.
Oddviti segir að skrifstofustjóri hafi verið búin að svara sveitarstjórn með útskýringum og getur það stafað af afskriftum og vöxtum eða vegna fjármuna sem ekki var búið að bóka.
Matthías óskar eftir upplýsingum frá Jóni Ara.
Jón Ari talar um að í grunninn er þetta upphafleg áætlun sem var samþykkt í fyrra með viðaukum og hreyfingum sem hafa átt sér stað á árinu.
Matthías Sævar Lýðsson spyr um liðinn aðrar tekjur, sem var 29% af heildartekjum árið 2024. Hann á að fara í 37% fyrir heildartekjur árið 2026, sem er þónokkuð stökk þar sem þessi prósenta hefur ekki farið yfir 29% síðustu fimm árin. Hann veltir fyrir sér hvað skýri þessa hækkun á öðrum tekjum og eru útgjöld a´móti þessum tekjum.
Jón Ari svarar því að það þurfi að horfa á tölurnar saman, sveitarfélög eiga oft í viðskiptum við sjálft sig og útskýrist af því hversu mikið er verið að draga úr eða þenja út. Það geta verið sérstök verkefni á gjalda hliðinni og tekjur á tekju hliðinni. Hann telur að þetta séu innri viðskipti sveitarfélagsins.
Matthías tekur til máls og veltir fyrir sér hvort það geti stafað af breytingum í bókhaldi.
Oddviti telur að best væri að ræða þetta frekar á vinnufundi sveitarstjórnar á milli umræðna.
Jón Ari Stefánsson yfirgefur fundinn og er honum þakkað fyrir gott innlegg og skýr svör.
Oddviti dró umræðuna saman og sagði að nánari grein yrði gerð fyrir fjárhagsáætluninni og áherslum hennar í kjölfar seinni umræðu í desember.
Oddviti lagði til að frekari umræðu um fjárhagsáætlun Strandabyggðar 2026-2029, verði vísað til síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi, 9.12. n.k. og bað sveitarstjórnarmenn að staðfesta atkvæði sitt með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Því næst rakti oddviti undirbúningsferli fjárhagsáætlanagerðar hjá sveitarfélaginu. Er þar stuðst við hefðbundin gögn, áætlanir og tillögur forstöðumanna og umræðu á vinnufundum og í heimsóknum í stofnanir.
Ljóst er að sú áætlun sem hér er lögð fram, er varkárri og lægri en áætlanir undangenginna ára, enda nauðsynlegt fyrir sveitarfélagið að draga úr fjárfestingum og lántökum um sinn. Kemur þar til mikill kostnaður sl. tveggja ára vegna endurbyggingar yngri hluta grunnskólans og ný leikskólalóð. Hvoru tveggja voru verkefni sem voru nauðsynleg og löngu tímabært að ráðast í.
Gert er ráð fyrir að árin 2026-2029 muni skila hagnaði, veltué frá rekstri verði vel viðunandi og almenn ásýnd fjárhags sveitarfélagsins í lagi, þrátt fyrir lántökur og nokkra skuldasöfnun. Útkomuspá fyrir árið 2025 gefur til kynna að hagnaður geti orðið af rekstri sveitarfélagsins. Áætlunin gerir einnig ráð fyrir hagnaði á árunum 2026-2029.
Í þessari fjárhagsáætlun er lögð áhersla á uppbyggingu í sveitarfélaginu. Horft er til framtíðar í verkefnum sem eru í gangi og þau sem eru væntanleg.
Stuðst er við opinber gögn og okkar eigin gögn til að styðjast við framtíðarsýn sveitarfélagsins.
Því næst gaf oddviti Jóni Ara Stefánssyni orðið.
Jón Ari fer yfir áætlun fyrir A og B hlutann. Hann fer yfir útkomomuspá 2025, áætlun 2026 og þrjú ár þar á eftir.
Gert er ráð fyrir lækkun á framlögum frá Jöfnunarsjóði árið 2026 en hækkar aftur árin 2027-2029.
Áætlaðar hækkanir á tekjum er varfærin og með hóflegum hækkunum milli ára.
Launakostnaður hjá sveitarfélögum vegur þungt og er áætlað að það verði töluverð hækkun launakostnaðar árið 2026. Áætlaður annar rekstarkostnaður hækkar á milli ára, sem getur stafað af stórum verkefnum sem sveitarfélagið hefur unnið að.
Jón Ari fer yfir vexti og verðbætur og talar um að upphæðin er svipuð milli ára, það er gert ráð fyrir að verðbólga eigi eftir að lækka á næstu árum sem hefur þá jákvæð áhrif á vaxtaupphæðina.
Árið 2024 var tap upp á rúmlega 48 milljónir en gert er ráð fyrir hagnaði árið 2025 upp á tæpar 12 milljónir, en það má lítið út af bregða til að sú upphæð breytist.
Jón Ari fór yfir efnahagshlutann af áætluninni. Hann fór inn á hækkun langtímaskulda og talar um áætlaða hækkun á næstu fjórum árum, en að það sé óhjákvæmilegt þar sem það þarf alltaf að fara í verkefni, kaupa tæki eða tól og það þarf að fjármagna það.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann nefnir að skrifstofustjóri hafi skrifað bréf 14. október til sveitarstjórnar þar sem gert er ráð fyrir tapi upp á 30,9 milljónir, en í núverandi áætlun er gert ráð fyrir hagnaði upp á tæpar 12 milljónir. Hann spyr hvað skýri þennan viðsnúning á þessum stutta tíma.
Oddviti segir að skrifstofustjóri hafi verið búin að svara sveitarstjórn með útskýringum og getur það stafað af afskriftum og vöxtum eða vegna fjármuna sem ekki var búið að bóka.
Matthías óskar eftir upplýsingum frá Jóni Ara.
Jón Ari talar um að í grunninn er þetta upphafleg áætlun sem var samþykkt í fyrra með viðaukum og hreyfingum sem hafa átt sér stað á árinu.
Matthías Sævar Lýðsson spyr um liðinn aðrar tekjur, sem var 29% af heildartekjum árið 2024. Hann á að fara í 37% fyrir heildartekjur árið 2026, sem er þónokkuð stökk þar sem þessi prósenta hefur ekki farið yfir 29% síðustu fimm árin. Hann veltir fyrir sér hvað skýri þessa hækkun á öðrum tekjum og eru útgjöld a´móti þessum tekjum.
Jón Ari svarar því að það þurfi að horfa á tölurnar saman, sveitarfélög eiga oft í viðskiptum við sjálft sig og útskýrist af því hversu mikið er verið að draga úr eða þenja út. Það geta verið sérstök verkefni á gjalda hliðinni og tekjur á tekju hliðinni. Hann telur að þetta séu innri viðskipti sveitarfélagsins.
Matthías tekur til máls og veltir fyrir sér hvort það geti stafað af breytingum í bókhaldi.
Oddviti telur að best væri að ræða þetta frekar á vinnufundi sveitarstjórnar á milli umræðna.
Jón Ari Stefánsson yfirgefur fundinn og er honum þakkað fyrir gott innlegg og skýr svör.
Oddviti dró umræðuna saman og sagði að nánari grein yrði gerð fyrir fjárhagsáætluninni og áherslum hennar í kjölfar seinni umræðu í desember.
Oddviti lagði til að frekari umræðu um fjárhagsáætlun Strandabyggðar 2026-2029, verði vísað til síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi, 9.12. n.k. og bað sveitarstjórnarmenn að staðfesta atkvæði sitt með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
3.
Gjaldskrár 2026
Oddviti nefnir að það hafi komið beiðni um að fresta afgreiðslu gjaldskrá til næsta sveitarstjórnarfundar.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og er þakklátur fyrir að gjaldskrárnar eru lagðar fram en óskar eftir að fresta staðfestingu til næsta fundar.
Oddviti óskar eftir atkvæðum vegna tillögu Matthíasar um að fresta afgreiðslu gjaldskráa 2026 til næsta fundar. Hann biður sveitarstjórnarmenn að staðfesta atkvæði sitt með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og er þakklátur fyrir að gjaldskrárnar eru lagðar fram en óskar eftir að fresta staðfestingu til næsta fundar.
Oddviti óskar eftir atkvæðum vegna tillögu Matthíasar um að fresta afgreiðslu gjaldskráa 2026 til næsta fundar. Hann biður sveitarstjórnarmenn að staðfesta atkvæði sitt með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
4.
Staðfesting á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2024-2036
Oddviti rakti forsögu þessa máls og sagði það stóra og gleðilega stund í sögu Strandabyggðar, að nú lægi fyrir og staðfest af Skipulagsstofnun, endurgert Aðalskipulag Strandabyggðar 2024-2036.
Aðalskipulag sveitarfélags er í raun viss innsýn inn í framtíðina og vitnisburður þeirra áforma sem sveitarstjórn á hverjum tíma hefur um farsæld og framtíð sveitarfélagsins.
Núverandi sveitarstjórn tók við þessu verkefni af fyrri sveitarstjórn, og hefur nú leitt það til lykta, undir stjórn Landmótunar og með dyggri aðstoð skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.
Þá hefur mikið mætt á verkefnahópi, Umhverfis- og skipulagsnefnd, formanni, starfsmanni og nefndarmönnum öllum. Öllum þessum aðilum þakkar oddviti innilega fyrir hönd sveitarstjórnar, þeirra góðu og mikilvægu vinnu.
Samhliða aðalskipulaginu, virkjast deiliskipulag Jakobínutúns og hótelreits, framtíðar íbúðahverfi Strandabyggðar, Brandskjól og uppbyggingu Kvíslatunguvirkjunar. Allt eru þetta verkefni sem hafa mikla þýðingu beint og óbeint fyrir sveitarfélagið, tekjur þess og framtíðar ásýnd.
Oddviti gaf því næst orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og tekur undir með oddvita að þakka öllum sem hafa komið að vinnu við aðalskipulag Strandabyggðar. Unnið hefur verið gott starf og hann vill hvetja alla til að lesa eða kynna sér nýtt aðalskipulag. Í því birtist framtíðarsýn sveitarstjórnarinnar og sveitarfélagsins en jafnframt þurfum við að gera okkur grein fyrir að þetta er staðan í dag og er ekki óumbreytanlegt.
Oddviti tekur heilshugar undir með Matthíasi.
Staðfestingin er að öðru leyti lögð fram til kynningar eða upplýsingar.
Aðalskipulag sveitarfélags er í raun viss innsýn inn í framtíðina og vitnisburður þeirra áforma sem sveitarstjórn á hverjum tíma hefur um farsæld og framtíð sveitarfélagsins.
Núverandi sveitarstjórn tók við þessu verkefni af fyrri sveitarstjórn, og hefur nú leitt það til lykta, undir stjórn Landmótunar og með dyggri aðstoð skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.
Þá hefur mikið mætt á verkefnahópi, Umhverfis- og skipulagsnefnd, formanni, starfsmanni og nefndarmönnum öllum. Öllum þessum aðilum þakkar oddviti innilega fyrir hönd sveitarstjórnar, þeirra góðu og mikilvægu vinnu.
Samhliða aðalskipulaginu, virkjast deiliskipulag Jakobínutúns og hótelreits, framtíðar íbúðahverfi Strandabyggðar, Brandskjól og uppbyggingu Kvíslatunguvirkjunar. Allt eru þetta verkefni sem hafa mikla þýðingu beint og óbeint fyrir sveitarfélagið, tekjur þess og framtíðar ásýnd.
Oddviti gaf því næst orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og tekur undir með oddvita að þakka öllum sem hafa komið að vinnu við aðalskipulag Strandabyggðar. Unnið hefur verið gott starf og hann vill hvetja alla til að lesa eða kynna sér nýtt aðalskipulag. Í því birtist framtíðarsýn sveitarstjórnarinnar og sveitarfélagsins en jafnframt þurfum við að gera okkur grein fyrir að þetta er staðan í dag og er ekki óumbreytanlegt.
Oddviti tekur heilshugar undir með Matthíasi.
Staðfestingin er að öðru leyti lögð fram til kynningar eða upplýsingar.
5.
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - Yfirferð ársreiknings 2024
Oddviti rakti efni bréfsins og vísaði einnig til samtals við fulltrúa eftirlitsnefndarinnar, 10.11. s.l.
Í bréfinu bendir eftirlitsnefndin á, að það eru viss viðvörunarmerki í rekstri Strandabyggðar, sem þó eiga sér allar skýringar. Vísað er til ársins 2024 og skoðunar nefndarinnar á ársreikningi þess árs. Milli áranna 2023 og 2024 jókst lántaka verulega vegna viðgerða og uppbyggingar við grunnskólann. Það var meðvitað af hálfu sveitarstjónar enda lítið annað hægt að gera.
Framlög Jöfnunarsjóðs drógust síðan saman um 120 milljónir árið 2024 sem leiddi til um 49 milljón króna taps það árið. Nefndin skoðar viðkomandi ár, árið á undan og fjárhagsáætlun 2025 og sér þá að sveitarfélagið stenst samt sem áður jafnvægisregluna og skuldaviðmiðið sem var um 133%.
Sú fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram, gerir ráð fyrir vissum viðsnúningi hvað þetta varðar. Þá er gert ráð fyrir jákvæðri þróun hvað rekstrarafkomu og veltufé frá rekstri varðar. Eftirlitsnefndin var líka upplýst um að í fjárfestingu ársins 2026, er lögð áhersla á uppbyggingu til framtíðar, í íbúðahverfinu Brandskjólum og í nærumhverfi hótels sem gert er ráð fyrir að rísi á næstu árum. Þessi verkefni munu hafa jákvæð margföldunaráhrif í samfélaginu.
Engu að síður er rétt að taka mið af leiðbeiningum og ábendingum nefndarinnar og halda góðu sambandi og virkri upplýsingamiðlun við starfsmenn nefndarinnar.
Oddviti tekur það fram að sveitarfélagið er ekki komið í eftirfylgni hjá nefndinni heldur er þetta eðlilegur liður í starfi þeirra og eftirliti.
Orðið gefið laust.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls, þar sem það stendur í bréfinu að óskað er eftir að sveitarstjórn taki bréfið til afgreiðslu. Hún áttar sig ekki á hvað nákvæmlega á að afgreiða.
Oddviti vísar í svar nefndarmanns um að það sé engin afgreiðsla önnur en sú að taka erindið fyrir og til áframhaldandi vinnu í sveitarfélaginu. Oddviti leggur til að sveitarstjórn fundi með eftirlitsnefndinni snemma á næsta ári.
Matthías Sævar Lýðsson tekur til máls. Hann tekur undir með oddvita.
Bréf eftirlitsnefndarinnar að öðru leyti lagt fram til kynningar og umræðu en sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma á fundi með eftirlitsnefndinni og sveitarstjórn sem fyrst á næsta ári.
Óskað var eftir samþykki með tillögunni með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Í bréfinu bendir eftirlitsnefndin á, að það eru viss viðvörunarmerki í rekstri Strandabyggðar, sem þó eiga sér allar skýringar. Vísað er til ársins 2024 og skoðunar nefndarinnar á ársreikningi þess árs. Milli áranna 2023 og 2024 jókst lántaka verulega vegna viðgerða og uppbyggingar við grunnskólann. Það var meðvitað af hálfu sveitarstjónar enda lítið annað hægt að gera.
Framlög Jöfnunarsjóðs drógust síðan saman um 120 milljónir árið 2024 sem leiddi til um 49 milljón króna taps það árið. Nefndin skoðar viðkomandi ár, árið á undan og fjárhagsáætlun 2025 og sér þá að sveitarfélagið stenst samt sem áður jafnvægisregluna og skuldaviðmiðið sem var um 133%.
Sú fjárhagsáætlun sem hér er lögð fram, gerir ráð fyrir vissum viðsnúningi hvað þetta varðar. Þá er gert ráð fyrir jákvæðri þróun hvað rekstrarafkomu og veltufé frá rekstri varðar. Eftirlitsnefndin var líka upplýst um að í fjárfestingu ársins 2026, er lögð áhersla á uppbyggingu til framtíðar, í íbúðahverfinu Brandskjólum og í nærumhverfi hótels sem gert er ráð fyrir að rísi á næstu árum. Þessi verkefni munu hafa jákvæð margföldunaráhrif í samfélaginu.
Engu að síður er rétt að taka mið af leiðbeiningum og ábendingum nefndarinnar og halda góðu sambandi og virkri upplýsingamiðlun við starfsmenn nefndarinnar.
Oddviti tekur það fram að sveitarfélagið er ekki komið í eftirfylgni hjá nefndinni heldur er þetta eðlilegur liður í starfi þeirra og eftirliti.
Orðið gefið laust.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls, þar sem það stendur í bréfinu að óskað er eftir að sveitarstjórn taki bréfið til afgreiðslu. Hún áttar sig ekki á hvað nákvæmlega á að afgreiða.
Oddviti vísar í svar nefndarmanns um að það sé engin afgreiðsla önnur en sú að taka erindið fyrir og til áframhaldandi vinnu í sveitarfélaginu. Oddviti leggur til að sveitarstjórn fundi með eftirlitsnefndinni snemma á næsta ári.
Matthías Sævar Lýðsson tekur til máls. Hann tekur undir með oddvita.
Bréf eftirlitsnefndarinnar að öðru leyti lagt fram til kynningar og umræðu en sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma á fundi með eftirlitsnefndinni og sveitarstjórn sem fyrst á næsta ári.
Óskað var eftir samþykki með tillögunni með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
6.
Vilji Fiskverkun, Alvarleg áhrif afnáms línuívilnunar á atvinnu og byggð í Strandabyggð
Oddviti rakti efni bréfsins og ítrekaði alvarleika þessa máls. Benti hann á að málið hafi verið rætt við innviðaráðherra, þingmenn kjördæmisins á þingmannafundi á Hólmavík nýlega sem og á Fjórðungsþingi og að framundan væru frekari fundir þar sem þessi staða verið rædd. Oddviti telur að sveitarstjórn þurfi að halda áfram að ýta þessu erindi áfram og við þingmönnum.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann segir að það séu sömu áhyggjur á Drangsnesi eins og hjá Vilja. Það var nýlega fundur með tveimur þingmönnum og var framkvæmdastjóri Drangs ekki bjartsýnn á framhaldið eftir fundinn. Matthías leggur til að sveitarstjórnir Strandabyggðar og Kaldraneshrepps fundi saman um þessa óvissu sem er að fara illa með þessi fyrirtæki og vill fá Vestfjarðastofu og Byggðastofnun með. Matthías nýtti tækifærið og ræddi við þingmann á Ísafirði síðasta föstudag og lýsti yfir áhyggjum sínum. Er þingmaðurinn upplýstur um málið og hefur fengið sama erindi og sveitarstjórn.
Oddviti svarar að Vilji fiskverkun hafi óskað eftir fundi með sveitarstjórn.
Oddviti leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að koma á fundi með forsvarsmönnum Vilja fiskverkun og einnig
með sveitarstjórn Kaldrananeshrepps, Byggðastofnun og Vestfjarðastofu.
Oddviti óskar eftir samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann segir að það séu sömu áhyggjur á Drangsnesi eins og hjá Vilja. Það var nýlega fundur með tveimur þingmönnum og var framkvæmdastjóri Drangs ekki bjartsýnn á framhaldið eftir fundinn. Matthías leggur til að sveitarstjórnir Strandabyggðar og Kaldraneshrepps fundi saman um þessa óvissu sem er að fara illa með þessi fyrirtæki og vill fá Vestfjarðastofu og Byggðastofnun með. Matthías nýtti tækifærið og ræddi við þingmann á Ísafirði síðasta föstudag og lýsti yfir áhyggjum sínum. Er þingmaðurinn upplýstur um málið og hefur fengið sama erindi og sveitarstjórn.
Oddviti svarar að Vilji fiskverkun hafi óskað eftir fundi með sveitarstjórn.
Oddviti leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra verði falið að koma á fundi með forsvarsmönnum Vilja fiskverkun og einnig
með sveitarstjórn Kaldrananeshrepps, Byggðastofnun og Vestfjarðastofu.
Oddviti óskar eftir samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
7.
Hafdís Sturlaugsdóttir, Skerjaflaga landamerkjapunktur á Víðidalsá
Oddviti rakti tilurð þessa máls, sem hefur áður komið inn á borð sveitarstjórnar. Haft hefur verið samband við lögfræðing sveitarfélagsins vegna þessa sem og landeiganda á umræddu svæði.
Oddviti lagði til að sveitarstjóra verði falið að ræða við lögmann sveitarfélagsins og landeiganda um hvort að lýsa eigi kröfu í skerið.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og nefnir að þessi tillaga að afgreiðslu sé í samræmi við afgreiðslutillöguna sem var sett fram síðast þegar erindið kom á borð sveitarstjórnar.
Oddviti leggur því til að sveitarstjóra verði falið að ræða við lögmann sveitarfélagsins og landeiganda um hvort að lýsa eigi kröfu í skerið.
Bað hann sveitarstjórnarmenn að staðfesta atkvæði sitt með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti lagði til að sveitarstjóra verði falið að ræða við lögmann sveitarfélagsins og landeiganda um hvort að lýsa eigi kröfu í skerið.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls og nefnir að þessi tillaga að afgreiðslu sé í samræmi við afgreiðslutillöguna sem var sett fram síðast þegar erindið kom á borð sveitarstjórnar.
Oddviti leggur því til að sveitarstjóra verði falið að ræða við lögmann sveitarfélagsins og landeiganda um hvort að lýsa eigi kröfu í skerið.
Bað hann sveitarstjórnarmenn að staðfesta atkvæði sitt með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
8.
Anna Fjóla Gísladóttir og Gísli Björnsson, Réttir landsins
Oddviti rakti eðli máls.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Matthías nefnir að tvær konur hjá Þjóðfræðistofu hafi unnið í sambærilegu verkefni um réttir á landinu og þær standa sveitarfélaginu nær.
Hlíf Hrólfsdóttir tók undir með Matthíasi.
Oddviti tók til máls.
Matthías telur að það sé hópur fulltrúa frá háskóla í Utah sé væntanlegur í heimsókn vegna verkefnisins, sem er í samstarfi við nemendurnar hjá Þjóðfræðistofu.
Oddviti nefnir að það væri gott að eiga eina bók sem þau eru að bjóða.
Hlíf bendir á að þau séu að óska eftir styrk upp á 100.000 kr gegn því að fá tvær bækur og eftir það væri hægt að kaupa staka bók. Það sé ekki hægt að kaupa staka bók á þessu stigi.
Oddviti leggur fram tillögu um að hafna beiðninni af fjárhagslegum aðstæðum en einnig að sveitarstjórn kynni sér verkefni Þjóðfræðistofu á þessu sviði.
Oddviti óskar eftir samþykki tillögunnar með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Matthías nefnir að tvær konur hjá Þjóðfræðistofu hafi unnið í sambærilegu verkefni um réttir á landinu og þær standa sveitarfélaginu nær.
Hlíf Hrólfsdóttir tók undir með Matthíasi.
Oddviti tók til máls.
Matthías telur að það sé hópur fulltrúa frá háskóla í Utah sé væntanlegur í heimsókn vegna verkefnisins, sem er í samstarfi við nemendurnar hjá Þjóðfræðistofu.
Oddviti nefnir að það væri gott að eiga eina bók sem þau eru að bjóða.
Hlíf bendir á að þau séu að óska eftir styrk upp á 100.000 kr gegn því að fá tvær bækur og eftir það væri hægt að kaupa staka bók. Það sé ekki hægt að kaupa staka bók á þessu stigi.
Oddviti leggur fram tillögu um að hafna beiðninni af fjárhagslegum aðstæðum en einnig að sveitarstjórn kynni sér verkefni Þjóðfræðistofu á þessu sviði.
Oddviti óskar eftir samþykki tillögunnar með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
9.
BSÍ, Aðalskoðun leiksvæða 2025
Oddviti rakti eðli máls.
Hann bendir á að starfsmenn eignasjóðs hafa fengið skýrsluna og eru byrjaðir að vinna í þeim ábendingum sem skýrslan leggur fram.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann gerir ráð fyrir að forstöðumaður eignasjóðs sé með úrbótaáætlun og muni vinna samkvæmt henni.
Oddviti staðfestir að það sé komið í ferli hjá eignasjóði ásamt skólastjóra.
Að öðru leiti eru skýrslurnar lagðar fram til kynningar.
Hann bendir á að starfsmenn eignasjóðs hafa fengið skýrsluna og eru byrjaðir að vinna í þeim ábendingum sem skýrslan leggur fram.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann gerir ráð fyrir að forstöðumaður eignasjóðs sé með úrbótaáætlun og muni vinna samkvæmt henni.
Oddviti staðfestir að það sé komið í ferli hjá eignasjóði ásamt skólastjóra.
Að öðru leiti eru skýrslurnar lagðar fram til kynningar.
10.
Securitas, Úttektarskýrslur frá október 2025
Oddviti rakti eðli máls.
Orðið gefið laust.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún gerir ráð fyrir að eignasjóður muni fara yfir þetta og lagfæra þar sem á við.
Að öðru leyti eru skýrslurnar lagðar fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Hlíf Hrólfsdóttir tók til máls. Hún gerir ráð fyrir að eignasjóður muni fara yfir þetta og lagfæra þar sem á við.
Að öðru leyti eru skýrslurnar lagðar fram til kynningar.
11.
Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Ágóðahlutagreiðsla 2025
Oddviti rakti tilurð máls.
Orðið gefið laust.
Ágóðahlutur EBÍ lagður fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Ágóðahlutur EBÍ lagður fram til kynningar.
12.
Fræðslunefnd, fundargerð frá 6.11.25
Oddviti, sem formaður nefndarinnar, rakti efni fundarins.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
13.
Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundargerð frá 6.11.25
Oddviti gaf formanni nefndarinnar, Matthíasi Sævari Lýðssyni, orðið.
Matthías Sævar Lýðsson rakti efni fundargerðarinnar og liðir til samþykktar eru næstu dagskrárliðir.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Matthías Sævar Lýðsson rakti efni fundargerðarinnar og liðir til samþykktar eru næstu dagskrárliðir.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
14.
Uppsetning á hreinsistöð neðan Austurtúns
Oddviti lagði til að tillaga US nefndar verði samþykkt.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
15.
Deiliskipulag Jakobínutúns
Oddviti spyr hvort einhver vilji tjá sig um deildiskipulagið.
Enginn tók til máls.
Oddviti lagði til að tillaga US nefndar verði samþykkt.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, Júlíana Ágústsdóttir greiðir atkvæði á móti.
Enginn tók til máls.
Oddviti lagði til að tillaga US nefndar verði samþykkt.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum, Júlíana Ágústsdóttir greiðir atkvæði á móti.
16.
Deiliskipulag íbúðabyggðar í Brandskjóli
Oddviti lagði til að tillaga US nefndar yrði samþykkt.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
17.
Orkubú Vestfjarða, Umsókn um framkvæmdaleyfi í tengslum við Kvíslatunguvirkjun
Oddviti lagði til að tillaga US nefndar verði samþykkt að gefnum þeim skilyrðum sem felast í vinnu við framkvæmdaleyfið.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
18.
Naomi Désirée Bos, Umsókn um framkvæmdaleyfi. Skógrækt í landi Fells í Kollafirði
Oddviti nefnir að það sé jákvætt að þetta erindi sé komið á þennan stað, til afgreiðslu.
Oddviti lagði til að tillaga US nefndar verði samþykkt.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti lagði til að tillaga US nefndar verði samþykkt.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
19.
Victor Örn Victorsson, Umsókn um breytt staðfang að Víðidalsá, útihús
Oddviti lagði til að tillaga US nefndar verði samþykkt.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
20.
Hjörtur Cýrusson og Katrín Cýrusdóttir, Umsókn um byggingarleyfi frístundahús á Kirkjubóli Staðardal
Oddviti lagði til að tillaga US nefndar verði samþykkt.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
21.
Velferðarnefnd, fundargerð frá 3.11.25
Oddviti gaf formanni Velferðarnefndar, Matthíasi Sævari Lýðssyni, orðið.
Matthías Sævar Lýðsson rakti efni fundargerðarinnar og liðir til samþykktar eru næstu dagskrárliðir.
Oddviti þakkar Matthíasi fyrir yfirferðina.
Matthías Sævar Lýðsson rakti efni fundargerðarinnar og liðir til samþykktar eru næstu dagskrárliðir.
Oddviti þakkar Matthíasi fyrir yfirferðina.
22.
Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra á þjónustusvæðum velferðasviðs Ísafjarðarbæjar, Vesturbyggðar og Félagsþjónustu Reykhóla og Stranda
Oddviti lagði til að Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra á þjónustusvæðum velferðasviðs Ísafjarðarbæjar, Vesturbyggðar og Félagsþjónustu Reykhóla og Stranda verði samþykktar.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
23.
Reglur Velferðaþjónustu Vestfjarða um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk (NPA)
Oddviti lagði til að Reglur Velferðaþjónustu Vestfjarða um notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk (NPA) verði samþykktar.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
24.
Tilnefning áheyrnafulltrúa í Velferðanefnd Ísafjarðarbæjar, aðal og vara
Oddviti lagði til að tillaga Velferðanefndar, um að Hrefna Jónsdóttir verði áheyrnafulltrúi í Velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar og Matthías Sævar Lýðsson verði til vara, verði samþykkt.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
25.
Tilnefning fulltrúa í notendaráð fatlaðra
Oddviti lagði til að tillaga Velferðanefndar, um að sveitarstjóri Strandabyggðar verði fulltrúi félagsþjónustu Stranda og Reykhóla í notendaráði fatlaðra, verði samþykkt.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti biður sveitarstjórnarfulltrúa að staðfesta samþykki með handauppréttingu.
Samþykkt samhljóða.
26.
Afgreiðsla sveitarstjórnar á tillögu US nefndar frá fundi 3.9 varðandi Matsáætlun vegna Hvalárlínu Landsnets
Oddviti rakti tilurð þessa máls, sem snýr að tillögu US nefndar frá 3.9. sl. vegna Matsáætlun Landsnets vegna Hvalárlínu og Miðdalslínu.
Þar segir m.a.: “Línustæði Hvalárlínu og Miðdalslínu sem lögð eru til í matsáætlun virðast ekki í samræmi við Landsskipulagsstefnu, Vinnslutillögu um svæðisskipulag á Vestfjörðum og endurskoðaða Aðalskipulagstillögu Strandabyggðar. Þar eru ákvæði um vernd ósnortinna víðerna. Fyrirhugað línustæði í Matsáætluninni fer yfir ein stærstu ósnortin viðerni á landinu, utan jökla. Þar sem að línur þær sem lagðar eru fram í matsáætlun eru ekki án tengsla við aðrar hugmyndir um orkuöflun og orkunýtingu á Vestfjörðum þá leggur US nefnd það til að fram fari heildstætt mat á samlegðaráhrifum allra þeirra orkunýtingarhugmynda sem tengjast þessari línulögn.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur því til við sveitarstjórn að hún fari fram á, að önnur línustæði verði einnig tekin til mats og þar bendir US nefnd t.a.m. á gildandi Aðalskipulag Árneshrepps, þar sem gert er ráð fyrir línustæði innan við Trékyllisvík, Reykjarfjörð og yfir Trékyllisheiði“.
Oddviti lagði fram tillögu meirihluta um svar sveitarstjórnar við tillögu US nefndar, sem er svohljóðandi: „Meirihluti sveitarstjórnar leggur til að sveitarstjórn hafni tillögu US nefndar, enda sé ljóst að tillaga Matsáætlunar Landsnets er vandlega ígrunduð og niðurstaðan þar í samræmi við áherslur Stradabyggðar um nýtingu auðlinda og umhverfisvernd“.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann stendur við það sem nefndin afgreiddi í september.
Oddviti lagði til að tillaga meirihluta um afgreiðslu verði samþykkt
Oddviti bað síðan sveitarstjórnarmenn að staðfesta atkvæði sitt með handauppréttingu.
Samþykkt með þremur atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir greiða atkvæði á móti.
Þar segir m.a.: “Línustæði Hvalárlínu og Miðdalslínu sem lögð eru til í matsáætlun virðast ekki í samræmi við Landsskipulagsstefnu, Vinnslutillögu um svæðisskipulag á Vestfjörðum og endurskoðaða Aðalskipulagstillögu Strandabyggðar. Þar eru ákvæði um vernd ósnortinna víðerna. Fyrirhugað línustæði í Matsáætluninni fer yfir ein stærstu ósnortin viðerni á landinu, utan jökla. Þar sem að línur þær sem lagðar eru fram í matsáætlun eru ekki án tengsla við aðrar hugmyndir um orkuöflun og orkunýtingu á Vestfjörðum þá leggur US nefnd það til að fram fari heildstætt mat á samlegðaráhrifum allra þeirra orkunýtingarhugmynda sem tengjast þessari línulögn.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur því til við sveitarstjórn að hún fari fram á, að önnur línustæði verði einnig tekin til mats og þar bendir US nefnd t.a.m. á gildandi Aðalskipulag Árneshrepps, þar sem gert er ráð fyrir línustæði innan við Trékyllisvík, Reykjarfjörð og yfir Trékyllisheiði“.
Oddviti lagði fram tillögu meirihluta um svar sveitarstjórnar við tillögu US nefndar, sem er svohljóðandi: „Meirihluti sveitarstjórnar leggur til að sveitarstjórn hafni tillögu US nefndar, enda sé ljóst að tillaga Matsáætlunar Landsnets er vandlega ígrunduð og niðurstaðan þar í samræmi við áherslur Stradabyggðar um nýtingu auðlinda og umhverfisvernd“.
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann stendur við það sem nefndin afgreiddi í september.
Oddviti lagði til að tillaga meirihluta um afgreiðslu verði samþykkt
Oddviti bað síðan sveitarstjórnarmenn að staðfesta atkvæði sitt með handauppréttingu.
Samþykkt með þremur atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson og Hlíf Hrólfsdóttir greiða atkvæði á móti.
27.
Umsögn Strandabyggðar um matsáætlun Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1
Oddviti rakti tilurð máls og lagði síðan fram eftirfarandi bókun, sem útbúin er af skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins:
„Vísað er til kynningar matsáætlunar Landsnets vegna umhverfismats Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1 í skipulagsgátt, mál nr. 1037/2025.
Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur kynnt sér matsáætlunina og fengið kynningu á efni hennar.
Hvalárlína 1 er tenging frá fyrirhugaðri Hvalárvirkjun inn á nýtt tengivirki Landsnets í Miðdal Ísafjarðardjúpi. Miðdalslína 1 er ný lína í meginflutningskerfi raforku sem tengir nýtt tengivirki í Miðdal Ísafjarðardjúpi við nýtt tengivirki í Kollafirði og tengist þannig núverandi flutningskerfi raforku. Línuleiðir Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1 liggja að stórum hluta innan sveitarfélagamarka Strandabyggðar.
Í matssáætlun er gerð grein fyrir hugmyndum að valkostum um línuleiðir við undirbúning umhverfismats og val á valkostum til umhverfismats. Áætlunin tók í upphafi til fjölda valkosta, sem voru síðan metnir út frá hefðbundnum breytum, kostnaði, tæknilegum þáttum og öðru sem telst hafa áhrif. Einnig skiptir hér máli sú lögbundna kvöð á Landsneti, að leggja ekki til staðsetningu tengivirkis aðra en þá, sem gæti tekið við línum frá „nærliggjandi“ virkjunum sem eru í nýtingarflokki. Sveitarstjórn Strandabyggðar gerir ekki athugasemd við niðurstöðu matsáætlunar Landsnets um skilgreiningu valkosta sem teknir verða til mats og samanburðar í umhverfismatsvinnunni.
Strandabyggð horfir til þess, að þeir virkjanakostir sem eru í eða fara um land sveitarfélagsins, þjóni þeim tilgangi að efla innviði sveitarfélagsins, auka aðgengi að raforku og skapa atvinnutækifæri því tengt. Strandabyggð leggur engu að síður þá skyldu á herðar hlutaðeigandi, að ávallt sé farið um víðerni sveitarfélagsins af varúð og virðingu fyrir náttúru og lífríki.
Skipulag og leyfi
Framkvæmdirnar kalla á breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2024-2036 þar sem lega línanna og staðsetning tengivirkis verður skilgreind og staðfest. Við þá aðalskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir að tekið verði mið af niðurstöðum umhverfismats vegna Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1. Tengivirkið í Miðdal kann jafnframt að kalla á gerð deiliskipulags, eftir umfangi og aðstæðum.
Strandabyggð verður leyfisveitandi vegna framkvæmdaleyfa vegna línuframkvæmda inna marka sveitarfélagins, nema til þess komi að unnið verði sérstakt raflínuskipulag, sbr. 11. gr. a skipulagslaga nr. 12372010. Einnig verður Strandabyggð leyfisveitandi vegna byggingarleyfis tengivirkis.
Að öðru leyti gerir Strandabyggð ekki athugasemdir við matsáætlunina.“
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann er sáttur með að Landsnet vandar vinnubrögð og komi til móts við sveitarfélagið með því að funda með fulltrúum þess. Landsnet leggur ákveðið mat á vægi þeirra þátta sem tekið er tillit til við umhverfismat. Þess vegna langar Matthíasi að leggja fram eftirfarandi bókun:
"Það er varla í verkahring Sveitarstjórnar Strandabyggðar né Landsnets að gæta fjárhagslegra hagsmuna einkafyrirtækis, ef það felur í sér stórfellda skerðingu á samfelldum óbyggðum víðernum. Slíkt er í mótsögn við ákvæði Náttúruverndarlaga nr. 60/2013, Landsskipulagsstefnu, ákvæða sem koma fram í Aðalskipulagi Strandabyggðar og er ámálgað í vinnslutillögu um Svæðisskipulags á Vestfjörðum. Einnig er þetta andstætt stefnu núverandi ríkisstjórnar, en í stjórnarsáttmála hennar stendur eftirfarandi: „ Stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum“ Einnig má benda á ummæli núverandi Umhverfisráðherra sem hann lét falla á umhverfisþingi í september síðastliðnum „ 40% af öllum ósnortnum viðernum í Evrópu eru á Íslandi. Þetta leggur okkur skyldur á herðar“. Það væri því eðlileg krafa á hendur stjórnvöldum að þau leggi sitt af mörkum til að uppbygging á orkuinnviðum á Vestfjörðum gangi ekki á óbyggð víðerni landshlutans."
Matthías telur að það mundi leysa ákveðinn hnút ef ríkisstjórnin leggði til fjármagn og ef að farið er í þessi víðerni og ef sveitarfélagið geti losnað við kærur og málaferli, eða flýtt framkvæmd á aðra leið til þess að fara ekki yfir óbyggð víðerni. Hann telur að það sé eðlileg krafa að ríkisstjórnin leggi sitt af mörkum. Hann segir að það sé þörf á orkuuppbygginu.
Oddviti tók til máls telur að það mætti þrýsta á stjórnvöld. Hann nefnir að verið er að veita umsögn um matsáætlun Landsnets og matið fer í ferli eftir áramót. Hann getur fallist á með Matthíasi um ábyrgð ríkisins. Að öðru leyti stendur ofangreind umsögn að hans mati.
Oddviti lagði því næst til að umsögnin yrði samþykkt og kallaði eftir handauppréttingu.
Samþykkt með þremur atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson greiðir atkvæði á móti og Hlíf Hrólfsdóttir situr hjá.
„Vísað er til kynningar matsáætlunar Landsnets vegna umhverfismats Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1 í skipulagsgátt, mál nr. 1037/2025.
Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur kynnt sér matsáætlunina og fengið kynningu á efni hennar.
Hvalárlína 1 er tenging frá fyrirhugaðri Hvalárvirkjun inn á nýtt tengivirki Landsnets í Miðdal Ísafjarðardjúpi. Miðdalslína 1 er ný lína í meginflutningskerfi raforku sem tengir nýtt tengivirki í Miðdal Ísafjarðardjúpi við nýtt tengivirki í Kollafirði og tengist þannig núverandi flutningskerfi raforku. Línuleiðir Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1 liggja að stórum hluta innan sveitarfélagamarka Strandabyggðar.
Í matssáætlun er gerð grein fyrir hugmyndum að valkostum um línuleiðir við undirbúning umhverfismats og val á valkostum til umhverfismats. Áætlunin tók í upphafi til fjölda valkosta, sem voru síðan metnir út frá hefðbundnum breytum, kostnaði, tæknilegum þáttum og öðru sem telst hafa áhrif. Einnig skiptir hér máli sú lögbundna kvöð á Landsneti, að leggja ekki til staðsetningu tengivirkis aðra en þá, sem gæti tekið við línum frá „nærliggjandi“ virkjunum sem eru í nýtingarflokki. Sveitarstjórn Strandabyggðar gerir ekki athugasemd við niðurstöðu matsáætlunar Landsnets um skilgreiningu valkosta sem teknir verða til mats og samanburðar í umhverfismatsvinnunni.
Strandabyggð horfir til þess, að þeir virkjanakostir sem eru í eða fara um land sveitarfélagsins, þjóni þeim tilgangi að efla innviði sveitarfélagsins, auka aðgengi að raforku og skapa atvinnutækifæri því tengt. Strandabyggð leggur engu að síður þá skyldu á herðar hlutaðeigandi, að ávallt sé farið um víðerni sveitarfélagsins af varúð og virðingu fyrir náttúru og lífríki.
Skipulag og leyfi
Framkvæmdirnar kalla á breytingu á Aðalskipulagi Strandabyggðar 2024-2036 þar sem lega línanna og staðsetning tengivirkis verður skilgreind og staðfest. Við þá aðalskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir að tekið verði mið af niðurstöðum umhverfismats vegna Hvalárlínu 1 og Miðdalslínu 1. Tengivirkið í Miðdal kann jafnframt að kalla á gerð deiliskipulags, eftir umfangi og aðstæðum.
Strandabyggð verður leyfisveitandi vegna framkvæmdaleyfa vegna línuframkvæmda inna marka sveitarfélagins, nema til þess komi að unnið verði sérstakt raflínuskipulag, sbr. 11. gr. a skipulagslaga nr. 12372010. Einnig verður Strandabyggð leyfisveitandi vegna byggingarleyfis tengivirkis.
Að öðru leyti gerir Strandabyggð ekki athugasemdir við matsáætlunina.“
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann er sáttur með að Landsnet vandar vinnubrögð og komi til móts við sveitarfélagið með því að funda með fulltrúum þess. Landsnet leggur ákveðið mat á vægi þeirra þátta sem tekið er tillit til við umhverfismat. Þess vegna langar Matthíasi að leggja fram eftirfarandi bókun:
"Það er varla í verkahring Sveitarstjórnar Strandabyggðar né Landsnets að gæta fjárhagslegra hagsmuna einkafyrirtækis, ef það felur í sér stórfellda skerðingu á samfelldum óbyggðum víðernum. Slíkt er í mótsögn við ákvæði Náttúruverndarlaga nr. 60/2013, Landsskipulagsstefnu, ákvæða sem koma fram í Aðalskipulagi Strandabyggðar og er ámálgað í vinnslutillögu um Svæðisskipulags á Vestfjörðum. Einnig er þetta andstætt stefnu núverandi ríkisstjórnar, en í stjórnarsáttmála hennar stendur eftirfarandi: „ Stutt verði við líffræðilega fjölbreytni og ráðist í aðgerðir til verndar ósnortnum víðernum“ Einnig má benda á ummæli núverandi Umhverfisráðherra sem hann lét falla á umhverfisþingi í september síðastliðnum „ 40% af öllum ósnortnum viðernum í Evrópu eru á Íslandi. Þetta leggur okkur skyldur á herðar“. Það væri því eðlileg krafa á hendur stjórnvöldum að þau leggi sitt af mörkum til að uppbygging á orkuinnviðum á Vestfjörðum gangi ekki á óbyggð víðerni landshlutans."
Matthías telur að það mundi leysa ákveðinn hnút ef ríkisstjórnin leggði til fjármagn og ef að farið er í þessi víðerni og ef sveitarfélagið geti losnað við kærur og málaferli, eða flýtt framkvæmd á aðra leið til þess að fara ekki yfir óbyggð víðerni. Hann telur að það sé eðlileg krafa að ríkisstjórnin leggi sitt af mörkum. Hann segir að það sé þörf á orkuuppbygginu.
Oddviti tók til máls telur að það mætti þrýsta á stjórnvöld. Hann nefnir að verið er að veita umsögn um matsáætlun Landsnets og matið fer í ferli eftir áramót. Hann getur fallist á með Matthíasi um ábyrgð ríkisins. Að öðru leyti stendur ofangreind umsögn að hans mati.
Oddviti lagði því næst til að umsögnin yrði samþykkt og kallaði eftir handauppréttingu.
Samþykkt með þremur atkvæðum, Matthías Sævar Lýðsson greiðir atkvæði á móti og Hlíf Hrólfsdóttir situr hjá.
28.
Sorpsamlag Strandasýslu ehf, Fundur stjórnar, 6.11.25
Oddviti, sem formaður stjórnar Sorpsamlagsins, rakti efni fundarins.
Oddviti gaf orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann nefnir að sveitarstjórn hafi rætt húsnæðismál Sorpsamlagsins og spyr hvort það verði fjárþörf hjá eigendum með kaupum á húsnæði. Þurfa aðildarfélög að koma að fjárfestingu með eigenda.
Oddviti nefnir að ekki komi til verulegrar kostnaðar vegna þessa á næsta ári en það mun þurfa á næstu árum. Hann nefnir einnig að það hafi verið rætt við önnur sveitarfélög sem hafa sýnt áhuga á aðild að eða þjónustu frá Sorpsamlaginu.
Matthías er sammála því að staðan er á viðkvæmu stigi og ekki þörf á að ræða það nánar.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
Oddviti gaf orðið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann nefnir að sveitarstjórn hafi rætt húsnæðismál Sorpsamlagsins og spyr hvort það verði fjárþörf hjá eigendum með kaupum á húsnæði. Þurfa aðildarfélög að koma að fjárfestingu með eigenda.
Oddviti nefnir að ekki komi til verulegrar kostnaðar vegna þessa á næsta ári en það mun þurfa á næstu árum. Hann nefnir einnig að það hafi verið rætt við önnur sveitarfélög sem hafa sýnt áhuga á aðild að eða þjónustu frá Sorpsamlaginu.
Matthías er sammála því að staðan er á viðkvæmu stigi og ekki þörf á að ræða það nánar.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
29.
Brunavarnir Dala, Reykhóla og Stranda, Fundargerð stjórnar frá 10.7.25 og 28.10.25
Oddviti rakti efni þessara funda.
Oddviti gaf orðið laust.
Enginn tók til máls.
Fundargerðirnar að öðru leyti lagðar fram til kynningar.
Oddviti gaf orðið laust.
Enginn tók til máls.
Fundargerðirnar að öðru leyti lagðar fram til kynningar.
30.
Vinnuskýrsla sveitarstjóra v. október
Orðið gefið laust.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann spyr hvort sveitarstjóri hafi átt nýleg samskipti við Vegagerðina vegna ástand vega. Það þarf að huga að úrbætum næsta vor.
Oddviti þakkar áminninguna og það þarf að halda þessu stöðugt lifandi.
Matthías spyr hvort oddviti geti upplýst um vinnu sveitarstjóra vegna Byggðasögu Stranda.
Oddviti segir að komin eru á samskipti við Deloitte og mun vinna halda áfram á næsta ári. Þar verður greint hversu mikið fjármagn hafi farið í þetta verkefni á ákveðnu ára bili og í framhaldi verður skoðað hvort eigi að halda áfram með þetta verkefni. Að öðru leyti er þetta á frumstigi.
Matthías spyr um samráðsfund með Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Oddviti rakti erindi fundarins, sem var kynning á starfsemi stofnunarinnar þar sem farið var yfir starfsemi hennar í sveitarfélögum. Oddviti hefði viljað, og tjáði það á fundinum, taka fram stöðuna á svæðinu hér. Hann nefndi líka að sveitarfélögin þyrftu að hafa meiri rödd á þessum fundum. Vikuna eftir fundinn komu fulltrúar frá stofnunni til Hólmavíkur þar sem starfsemi sjúkraflutninga var kynnt. Á fundinum komu fram misvísandi upplýsingar sem lita umræðuna röngum litum, sem verður beint til þingmanna og forstjóra.
Að öðru leyti er vinnuskýrsla sveitarstjóra lögð fram til kynningar.
Matthías Sævar Lýðsson tók til máls. Hann spyr hvort sveitarstjóri hafi átt nýleg samskipti við Vegagerðina vegna ástand vega. Það þarf að huga að úrbætum næsta vor.
Oddviti þakkar áminninguna og það þarf að halda þessu stöðugt lifandi.
Matthías spyr hvort oddviti geti upplýst um vinnu sveitarstjóra vegna Byggðasögu Stranda.
Oddviti segir að komin eru á samskipti við Deloitte og mun vinna halda áfram á næsta ári. Þar verður greint hversu mikið fjármagn hafi farið í þetta verkefni á ákveðnu ára bili og í framhaldi verður skoðað hvort eigi að halda áfram með þetta verkefni. Að öðru leyti er þetta á frumstigi.
Matthías spyr um samráðsfund með Heilbrigðisstofnun Vesturlands.
Oddviti rakti erindi fundarins, sem var kynning á starfsemi stofnunarinnar þar sem farið var yfir starfsemi hennar í sveitarfélögum. Oddviti hefði viljað, og tjáði það á fundinum, taka fram stöðuna á svæðinu hér. Hann nefndi líka að sveitarfélögin þyrftu að hafa meiri rödd á þessum fundum. Vikuna eftir fundinn komu fulltrúar frá stofnunni til Hólmavíkur þar sem starfsemi sjúkraflutninga var kynnt. Á fundinum komu fram misvísandi upplýsingar sem lita umræðuna röngum litum, sem verður beint til þingmanna og forstjóra.
Að öðru leyti er vinnuskýrsla sveitarstjóra lögð fram til kynningar.
31.
Fundargerðir Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða nr. 21 og 22
Oddviti benti á, að sveitarstjórn og einstaka starfsmenn sem hefðu fengið skjölin, ætti að skila athugasemdum sínum fyrir kl 14 n.k. föstudag.
Athugasemir og ábendingar verða teknar til umræðu á næsta fundi Svæðisskipulagsnefndar, mánudaginn 17. nóvember n.k.
Fundargerðirnar að öðru leyti lagðar fram til kynningar.
Athugasemir og ábendingar verða teknar til umræðu á næsta fundi Svæðisskipulagsnefndar, mánudaginn 17. nóvember n.k.
Fundargerðirnar að öðru leyti lagðar fram til kynningar.
32.
Fundargerðir sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 986 og 987
Orðið gefið laust.
Enginn tók til máls.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.