Fræðslunefnd
6. fundur
6. nóvember 2025
kl.
16:30
-
18:00
í Hnyðju
Nefndarmenn
Þorgeir Pálsson
Formaður
Vignir Rúnar Vignisson
Aðalmaður
Heiðrún Harðardóttir
Aðalmaður
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Aðalmaður
Steinunn Magney Eysteinsdóttir
Aðalmaður
Kristín Anna Oddsdóttir
Áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Þorgeir Pálsson
Formaður
Dagskrá
1.
Staðan að endurskoðaðri menntastefnu Strandabyggðar 2026-2031
Formaður gaf orðið laust. Fram kom skoðun um að stefnan væri frekar almenn og ekkert sem stakk þar sérstaklega. Kristrún kom inn í umræðuna og nefndi innleiðngaráætlunina sem tæki mið af þeirri vinnu sem búin er. Sveitarfélagið ber ábyrgð á stefnunni og því hvernig stefnan styður við starfsemi skólans. Mikilvægt að sátt ríki um stefnuna. Vinnan byggir á skýrum viðmiðum almennt, en hefur verið alöguð að Strandabyggð. Rætt var um verkefnið Barnvænt sveitarfélag á vegum UNICEF á Íslandi. Áherslur þess verkefnis eru tvinnuð inn í menntastefnuna, sem og áherslur í innleiðingu farsældarlaga, heimsmarkmiða SÞ ofl.
Bent var á að viðmið nr. 3 í innleiðingaráætlun væri hátt markmið, þ.e. að 90% foreldra hefðu góða þekkingu á viðkomandi máli. Spurt var hvort rétt væri að hafa prósentur í stað þess að hvetja til almennrar þekkingar. Þessu var svarað með því að þessu yrði mætt með könnunum. Mikilvægt að það sé þekking á því að kerfisbundið sé unnið að gæðamálum.
Nefndarmenn eru hvattir til að senda athugasemdir á Gunnþór hjá Ásgarði, fyrir lok dags á miðvikudag 12.11 n.k.
Bent var á að viðmið nr. 3 í innleiðingaráætlun væri hátt markmið, þ.e. að 90% foreldra hefðu góða þekkingu á viðkomandi máli. Spurt var hvort rétt væri að hafa prósentur í stað þess að hvetja til almennrar þekkingar. Þessu var svarað með því að þessu yrði mætt með könnunum. Mikilvægt að það sé þekking á því að kerfisbundið sé unnið að gæðamálum.
Nefndarmenn eru hvattir til að senda athugasemdir á Gunnþór hjá Ásgarði, fyrir lok dags á miðvikudag 12.11 n.k.
2.
Kynning á fyrirhuguðum samræmdum mælingum frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Formaður gaf skólastjóra orðið. Hún sagði frá nýju matskerfi sem verður innleitt í alla skóla landsins. Í mars verða samræmd stöðu og matspróf í lestri og stærðfræði. Prófin miðast við tiltekna bekki og er skylda að leggja fyrir 4, 6 og 9 bekki. Viss áhugi er á að allir í grunnskóla Hólmavíkur geti tekið þessi próf. Framundan eru kynningnarfundir á matsferlinu fyrir kennara, stjórnendur og tæknifólk í skólum. Strandabyggð mun fá slíka kynningu í janúar. Hið nýja kerfi heitir Matsferill. Niðurstöður metnar í apríl og maí og niðurstöður kynntar í framhaldinu. Einhver fjárfesting er framundan í búnaði til að geta tekið þessi próf.
Spurt var um áhuga skólans á að leggja prófið fyrir fleiri eða alla nemendur, frá miðstigi og upp, 5-10 bekkjar. Því var svarað til að það væri þá betri samanburðir við grunnfærnimatið sem var áður. Fram kom stuðningur við þá leið.
Kristrún taldi skynsamlegt að þessi próf styðji við þær áherslur sem eru til staðar í skólunum. Hægt að taka ákvörðun um að leggja prófið fyrir alla síðar. Mikilvægt að fá samanburð.
Spurt var um áhuga skólans á að leggja prófið fyrir fleiri eða alla nemendur, frá miðstigi og upp, 5-10 bekkjar. Því var svarað til að það væri þá betri samanburðir við grunnfærnimatið sem var áður. Fram kom stuðningur við þá leið.
Kristrún taldi skynsamlegt að þessi próf styðji við þær áherslur sem eru til staðar í skólunum. Hægt að taka ákvörðun um að leggja prófið fyrir alla síðar. Mikilvægt að fá samanburð.
3.
Samstarf skólastiga
Formaður gaf skólastjóra orðið. Skólastjóri fór yfir samstarf við grunnskólann á Drangsnesi. Kennarar skipta fögum á milli sín og kenna þá allt viðkomandi fag, fyrir alla nemendur á svæðinu. Þetta er breytt fyrirkomulag frá því sem áður var. Um þessar mundir er sameiginleg kennsla í mörgum fögum; enska, danska, lífsleikni og íþróttir. Þá nefndi skólastjóri samstaf við Árneshrepp um nemendur þar og lýsti því fyrirkomulagi sem komið er á varðandi kennsluna. Þessa samstarfsdaga eru nemendur bæði frá Árneshreppi og Drangsnesi hér og er skólastofa miðstigs þá full. Kennarar vinna náið saman um þessa framkvæmd, námsmat, matsferli o.s.frv. Þetta fyrirkomulag gengur vel. Framundan er ferð miðstigs í Árneshrepp. Skólastjóri sagði einnig frá samstarfi á öðrum skólastigum og dreifnámi, sem og samstarfi leik- og grunnskóla. Nefndi skólastjóri að nú færu sjö börn upp úr leikskóla í grunnskólann næsta haust.
Guðfinna Lára sagðist óttast að stærð skólahúsnæðis sé heftandi fyrir nemendur og kennara. Kristín Anna tók undir þessar áhyggjur. Formaður tók undir með þeim og nefndi að á fjárhagsáætlun 2026 sé gert ráð fyrir fjármagni í mat- og þarfagreiningu á eldra húsnæði skólans. Það var vitað að þessi staða gæti komið upp, þar sem aðeins helmingur skólans var endurgerður.
Guðfinna Lára sagðist óttast að stærð skólahúsnæðis sé heftandi fyrir nemendur og kennara. Kristín Anna tók undir þessar áhyggjur. Formaður tók undir með þeim og nefndi að á fjárhagsáætlun 2026 sé gert ráð fyrir fjármagni í mat- og þarfagreiningu á eldra húsnæði skólans. Það var vitað að þessi staða gæti komið upp, þar sem aðeins helmingur skólans var endurgerður.
4.
Starfsmannamál leikskóla 2025-2026
Formaður opnaði umræðuna og nefndi að lengi hafi verið reynt að ráða leikskólastjóra og deildarstjóra til leikskólans. Eins nefndi formaður önnur störf sem ekki hefði tekist að ráð í. Formaður taldi rétt að reyna aftur að ráða leikskólastjóra og kallaði eftir viðbrögðum nefndarmanna.
Kristrún kom inn í umræðuna og taldi rétt að auglýsa í núverandi ástandi. Hægt væri að breyta skipuriti eða halda því óbreyttu að því gefnu að starfið væri skýrt og áhugavert. Skólastjóri sagði það sína skoðun að mikilvægt að manna leikskólann með aukinni menntun. Kristín Anna kom inn á þá vinnu sem fer fram í leikskólanum í dag og þá ábyrgð sem hvílir á herðum starfsmanna.
Mikil umræða spannst um starfsemi frístundar og mönnun þeirrar þjónustu og komu fram góðar ábendingar og hugmyndir.
Fleira ekki gert. Fundargerð lesin yfir. Formaður óskaði leyfis til að færa fundargerðina yfir í nýtt fundargerðaform sveitarfélagsins.
Kristrún kom inn í umræðuna og taldi rétt að auglýsa í núverandi ástandi. Hægt væri að breyta skipuriti eða halda því óbreyttu að því gefnu að starfið væri skýrt og áhugavert. Skólastjóri sagði það sína skoðun að mikilvægt að manna leikskólann með aukinni menntun. Kristín Anna kom inn á þá vinnu sem fer fram í leikskólanum í dag og þá ábyrgð sem hvílir á herðum starfsmanna.
Mikil umræða spannst um starfsemi frístundar og mönnun þeirrar þjónustu og komu fram góðar ábendingar og hugmyndir.
Fleira ekki gert. Fundargerð lesin yfir. Formaður óskaði leyfis til að færa fundargerðina yfir í nýtt fundargerðaform sveitarfélagsins.