Vonandi sjáum við sem flesta á vortónleikum Tónskólans miðvikudaginn 19. maí kl. 17:00 í kirkjunni okkar fögru.
Við þurfum auðvitað að fara eftir núgildandi sóttvarnarreglum. Þær mikilvægustu sem snúa að þessum tónleikum eru:
Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru 1 metri í sætum.
Þátttaka allra gesta skal skráð á númeruð sæti þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer. Varðveita skal skráninguna í tvær vikur (við látum nægja að skrá þá sem sitja á hverjum kirkjubekk - blað kemur til með að liggja á hverjum bekk og þar þarf að skrá nafn allra fullorðinna, kennitölur þeirra og símanúmer).
Allir skulu nota andlitsgrímu og tryggt að fjarlægð milli ótengdra aðila sé meiri en 1 metri.
Koma skal í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í hléi.