Komið þið sæl.
Vikan hefur gengið nokkuð vel hjá okkur og nemendur upp til hópa áhugasamir og vinnusamir. Margt hefur verið brallað í vikunni og má þar nefna fyrir utan hefðbundna stærðfræði og íslensku, spil af ýmsum toga, s.s. yatzi, orðaspil, teningaspil og skák, bókagerð í álfastund, ímyndunaraflið virkjað í tjáningu og fl. og fl.
Íþróttahátíðin var haldin á miðvikudagskvöldið með glæsibrag og mjög góðri þátttöku.
Eins og sjá má á fyrirsögn fréttarinnar langar okkur aðeins að koma inn á vináttuna. Við leggjum upp með það að það sé mikilvægt að sýna hvort öðru virðingu og kurteisi og gildi þá einu hvort um ræðir góða vini, kunningja eða skólasystkin. Vinátta er dýrmæt og þegar upp koma ágreiningsmál milli vina er leitast við að vinna úr málum og ná sáttum og ekkert óeðlilegt við það að vera ekki alltaf sammála. Á sama hátt er mikilvægt að bera ávalt virðingu fyrir hvort öðru og sýna kurteisi þó svo að ekki sé um eiginlega vini að ræða.
Við óskum ykkur góðrar helgar og hlökkum til næstu viku.
Íris Björg og Kolla
Vinátta.
17.01.2014
Komið þið sæl.Vikan hefur gengið nokkuð vel hjá okkur og nemendur upp til hópa áhugasamir og vinnusamir. Margt hefur verið brallað í vikunni og má þar nefna fyrir utan hefðbundna st?...