Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Það var yndislegt að hitta nemendur okkar þann 3. janúar. Vikan var tekin rólega og fór í að koma sér af stað aftur. Það tókst ágætlega og í lok vikunnar voru allir komnir á fulla ferð við vinnu sína.
Vikan sem er að líða núna það er 9. - 13. janúar var hefðbundin. Á mánudag tóku nemendur próf úr lotu 3 í íslensku, þeir sem höfðu ekki náð því fyrir jól. Frá klukkan 12:20 féll kennslan niður vegna forfalla kennara. Rest vikunnar var hefðbundin og hafa allir nemendur verið að vinna vel að markmiðum sínum og verið áhugasamir.
Búið er að færa söngstundina og er hún núna á föstudögum klukkan 9:50.
Það styttist í að nemendur 7. bekkjar fari á Reykjaskóla en þeir fara þann 30. janúar næstkomandi. Hrafnhildur mun fara með þeim og einnig nemendur 6. bekkjar. Hrafnhildur hefur hitt börnin og sagt þeim svona nokkurn veginn hverju þau eiga von á. Á mánudaginn verður síðan foreldrafundur klukkan 19:30 fyrir foreldra og forráðamenn 7. bekkjar þar sem þetta verður kynnt nánar.
Takk fyrir vikurnar tvær sem eru liðnar á nýju ári og haldið áfram að vera svona æðisleg!
Kveðja
Ása, Hrafnhildur, Steinar og Árný.
vikurnar 3. - 13. janúar
13.01.2012
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Það var yndislegt að hitta nemendur okkar þann 3. janúar. Vikan var tekin rólega og fór í að koma sér af stað aftur. Það tókst ágætle...