Vikan 24. - 28. október var óhefðbundin í skólastarfinu því síðustu þrír dagarnir voru þemadagar.
Vikan hófst með söngstund, eftir hana var farið upp í félagsheimilið þar sem heimilisfræði er kennd. Nemendur bökuðu skonsur sem eru bakaðar í ofni en ekki á pönnu. Einnig var unnið í Gott og gagnlegt.
Í náttúrufræði slökuðum við aðeins á og horfðum saman á mynd sem er alveg ótengd efninu.
Í stærðfræði undirbjó 7. bekkur sig fyrir próf sem verður þriðjudaginn 1. nóvember og nemendur 8. bekkjar unnu að sínum markmiðum.
Í íslensku unnu nemendur 7. bekkjar í Réttritunarorðabók, Minnsta málið og Finnbjörg. Nemendur 8. bekkjar unnu að því að klára lotu 2 í Skerpu.
Á miðvikudegi hófust þemadagar þar sem að nemendur unnu í mismunandi smiðjum eftir því hvað hver valdi sér. Enduðu þemadagar með opnum skóla þar sem gestum og gangandi var boðið að koma og skoða afrakstur þemadaganna.
Vikan 31. - 4. nóvember:
Þessi vika hefur líka verið óhefðbundin þar sem að nemendur eru í prófum og nýta síðan aðrar kennslustundir til að undirbúa sig fyrir næsta próf. Þó hefur náðst að vinna mikið í stærðfræði og íslensku. Einnig unnu nemendur 7. bekkjar kaflann um nýrun og taugakerfið í náttúrufræði og nemendur 8. bekkjar unnu kafla 2 í Mannslíkamanum.
Vikurnar 24. - 28. október og 31. - 4. nóvember
04.11.2011
Vikan 24. - 28. október var óhefðbundin í skólastarfinu því síðustu þrír dagarnir voru þemadagar.Vikan hófst með söngstund, eftir hana var farið upp í félagsheimilið þar sem hei...