Vikan 4. – 8. mars
Mánudagurinn var með eðlilegu sniðu. Fyrir utan það aðeinungis 8 nemendur mættu, vegna veðurs. Í fyrsta tíma var stærðfræði þar semhver er að vinna í sínu. Í ensku var hver og einn að vinna í sínu og flestirvoru að undirbúa sig fyrir próf. Í íslensku spiluðum við Aliens. Í stærðfræðivorum við í félagshæfnisleikjum ásamt 10. bekk. Í náttúrufræði horfðum við áDuggholufólkið.
Á þriðjudeginum var verið að vinna í Landafræði handaunglingum í samfélagsfræði. Í dönskuvoru nemendur að undirbúa sig fyrir próf. Í íslensku undirbjuggu þau sig fyrirpróf. Í stærðfræði unnu nemendur aðmarkmiðum vikunnar. Í íþróttum var farið í körfubolta og sturtuskotbolta.
Á miðvikudag var frí vegna veðurs.
Á fimmtudag var próf í íslensku í fyrstu tveimurkennslustundunum. Í þriðja og fjórða tíma var samfélagsfræði þar sem nemendurvoru að undirbúa sig fyrir prófið sem er á þriðjudaginn næsta. Á bekkjarfundivorum við að ræða um ákvarðanatöku og mikilvægi þess að setja sér markmið envera jafnframt tilbúinn til að breyta þeim ef nauðsynlegt reynist. Í íslenskuundirbjuggu nemendur sig fyrir dönskupróf. Í íþróttum var verið í leikjum.
Á föstudag var byrjað í íslensku og nemendur undirbjuggu sigfyrir dönskuprófið. Í enskutímunum varhorft á hina klassísku mynd ET. Í dönsku var miðannarpróf og þegar nemendurvoru búnir með það nýttu þeir restina af tímanum til að undirbúa sig fyrirenskuprófið sem er á mánudaginn.
Við fengum einnig góða heimsókn í skólann á föstudeginum enþá kom Kolli í heimsókn. Það var gaman að hitta hann og spjalla aðeins viðhann.
Takk fyrir góða viku og hafið það gott um helgina.
Kveðja Ása