Fara í efni

vikan 3.-7. október

07.10.2011
Þessi vika gekk mjög vel nemendur unnu að markmiðum sínum og allir voru duglegir við vinnu sína. Í íslensku vann 8. bekkur í Skerpu og var lota eitt kláruð með prófi á fimmtudeginum...
Deildu
Þessi vika gekk mjög vel nemendur unnu að markmiðum sínum og allir voru duglegir við vinnu sína. 
Í íslensku vann 8. bekkur í Skerpu og var lota eitt kláruð með prófi á fimmtudeginum. 7. bekkur vann að markmiðum sínum í réttritunarorðabók. Einnig var horft á myndina Með allt á hreinu og gerð verkefni úr henni.
Í stærðfræði unnu nemendur að markmiðum sínum. Vinnan gengur vel og eru allir mjög duglegir og áhugasamir. 7. bekkur hefur verið að vinna í vinnubókinni Geisli 3A og gengur vel. Nemendur í 8. bekk eru að vinna í sínum verkefnum og eru flestir búnir með kafla 1 og byrjaðir að vinna í kafla 2.
Á miðvikudegi var Norræna skólahlaupið og þar gerðu allir sitt besta. Í lok dagsins var Gullskórinn afhentur og voru allir nemendur svo duglegir að það var ekki hægt að afhenda einhverjum einum bekk skóinn en ákveðið var að allir fengu skóinn. Síðan var ávaxtastund.
Á föstudag fóru margir nemendur úr 8. bekk á Íþróttahátíðina í Bolungarvík og stóðu sig með miklum sóma. 
Til baka í yfirlit