Kæru foreldrar
Í Þessari viku voru samspilsdagar og það voru kórar og hljómsveitir að fara út úr tímum svo við aðlöguðum okkur svolítið að því. Fyrsti bekkur fór ásamt fjórða bekk í læknisskoðun á mánudaginn. Ég setti miðana um hæð og þyngd í pennaveskin og vona að þeir hafi skilað sér. Fyrsti bekkur lærði líka stafinn Úú, vann í Lestralandinu og Eyrún og Branddís úr 10. bekk komu og lásu fyrir þau sögu. Ég spurði þau hvort þeim hlakkaði ekki til að verða svona dugleg að lesa svo þau gætu lesið svona vel fyrir aðra nemendur þegar þau yrðu eldri og jú þau voru viss um að þau gætu það örugglega á næsta ári. Fyrsti bekkur er líka byrjaður í Sprota 1b og það gengur mjög vel. Þau fóru líka yfir í 10. bekkjarstofuna og gerðu smá könnun þar úr Kátt er í Kynjadal stærðfræðiefninu. Annar bekkur hefur unnið í Lestralandinu og í stærðfræði hafa þau unnið með tölfræði og gerðu verkefni tengt því. Í íslensku gerðum við líka söguorm, skrifuðum í skriftabók, spiluðum Alías og lásum í heimalestrabók mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Fyrsti bekkur átti að fara í bókasafnsfræðslu en hún féll niður þar sem bókavörður var í leyfi. Við fórum að venju í hringekju og val og í tjáningu vorum við að leika sagnorð og nafnorð, fórum í hengimann og svo vorum við með hugmyndavinnu fyrir grænfánablað sem á að gefa út. Í náttúru- og samfélagsfræði höfum við verið að vinna verkefni um plöntur og dýr og í dag byrjuðum við að læra um nánasta umhverfið, hús, götur, loftmyndir og kort. Á bekkjarfundi ræddum við og settum niður fyrir okkur hvert sé hlutverk kennara og hvert sé hlutverk nemenda. Í gær 31. október átti Emma Ýr afmæli og við sungum fyrir hana afmælissönginn :)
Bestu kveðjur og góða helgi
Kolla