Fara í efni

Vikan 24. - 28. september

02.10.2012
Vikan 24. – 28.  septemberMánudagurinn byrjaði á stærðfræði þar sem nemendur unnu aðmarkmiðum vikunnar. Í þriðja og fjórða tíma var íslenska. Þar unnu nemendur aðmarkmiðum s?...
Deildu

Vikan 24. – 28.  september

Mánudagurinn byrjaði á stærðfræði þar sem nemendur unnu aðmarkmiðum vikunnar. Í þriðja og fjórða tíma var íslenska. Þar unnu nemendur aðmarkmiðum sínum.  Í ensku voru bls. 65 -72 lesnar og glósaðar, einnig voru verkefni í vinnubók unnin. Í náttúrufræðivar unnið í sjálfsprófum 2.1, 2.2 og 2.3.

Á þriðjudag var samfélagsfræði í fyrstu tveimur tímunum, varverið að undirbúa sig fyrir próf sem er á fimmtudeginum.  Í íslensku eru allir að vinna í Skerpu á sínumhraða og vinna að markmiðum sínum. Í dönsku var unnið í vinnubók með nýju startbókinni. Nemendur voru að vinna blaðsíður 3-7. Í ensku var unnið að áætlunumvikunnar sem voru gefin á mánudegi, þeir sem voru fljótir að klára lásu íenskri frjálslestrarbók. Dagurinn endaði ííþróttum, þar sem farið var ístöðvaþjálfun.

Á miðvikudag var stærðfræði og upplýsingamennt fyrstu tvotímana og síðan aftur í síðasta tíma fyrir mat og fyrsta tíma eftir mat. Varbekknum skipt upp í tvo hópa þar sem annar hópurinn vann í upplýsingamennt hjáArnari og hinn hópurinn vann í stærðfræði hjá Ásu. Nokkrir tóku próf úr kafla 1en aðrir vinna að markmiðum sínum.    Í upplýsingamennt var byrjað á verkefni ípublisher. Dagurinn endaði í náttúrufræði þar sem rætt var um kafla 2.4 ogsjálfspróf 2.4 var gert. Í lok tímans fengum við oddvita sveitarfélagsins íheimsókn og afhentum honum undirskriftalista frá nemendum unglingadeildar þarsem þess var farið á leit að bætt yrði úr tölvukosti skólans hið fyrsta.

Á fimmtudag var danska í fyrsta tíma þar sem unnið var íbls. 3-7 og þrjár hlustunaræfingar voru gerðar.  Síðan var tjáning þar sem nemendur fluttuljóð.  Í þriðja og fjórða tíma varsamfélagsfræði þar sem nemendur tóku próf úr þeim blaðsíðum sem þeir hafa veriðað vinna í. Í síðasta tíma fyrir mat var bekkjarfundur, þar sem fjallað var umvirðingu.    Eftirhádegið var íslenska þar sem nemendur unnu að markmiðum sínum  og þau enduðu daginn í íþróttum þar sem fariðvar í stöðvaþjálfun.

Á föstudag var frí hjá nemendum vegna starfsdags kennara.

Takk fyrir góða viku og eigið góða helgi.

Kveðja Ása   

Til baka í yfirlit