Kæru foreldrar
Á mánudaginn vorum við öll í vetrarfríi. Á þriðjudaginn var stærðfræði og við unnum í sprota. 1. bekkur í samlagningu og 2.bekkur í samlagningu og frádrætti. Nú fram að jólafríi ætlum við að hvíla Sprota efnið og í staðinn vinnum við í jólastærðfræði. Við erum byrjuð að gera jólakort og markmiðið er að hver og einn geti að minnsta kosti gert kort fyrir alla í bekknum. Við máluðum líka snjókalla og skreyttum þá. Snjókallarnir voru málaðir með lími og raksápu og þá urðu þeir svona mjúkir og upphleyptir. Við hengdum þá svo upp á ganginum fyrir alla að sjá. Í tjáningu völdum við lag til að syngja á mánudaginn næsta en þá verða ljósin tendruð á jólatré fyrir utan skólann við hátíðlega athöfn. Við ætlum að syngja Jólasveinar einn og átta og var það lag valið með lýðræðislegri kosningu. Á miðvikudaginn komu allir saman á söngsal og það voru sungin þrjú jólalög við undirleik. Við ætlum að gera það tvisvar í viku fram að jólum. Við fórum bæði í hringekju í íslensku og stærðfræðihringekju og í samfélagsfræði vorum við að læra um hvernig jörðin er, flekamót og eldgos. Við lærðum einnig um fánann okkar, hvernig við getum lýst honum og hvað litirnir í honum tákna. Við lýsum honum þannig: Það er rauður kross á hvítum krossi á bláum feldi. Í náttúrufræði lásum við ljóðið Líf sem fjallar um nýfætt folald og börnin annað hvort skrifuðu upp ljóðið og teiknuðu mynd eða gerðu teiknimyndasögu um það. Við gerðum einnig fleiri sögur um dýraungviði þar sem fyrirfram ákveðin orð voru gefin til að nota. Á fimmtudaginn fór 2. bekkur á bókasafnið og vann dulmálsverkefni hjá Svani bókaverði og þau völdu einnig jólabækur fyrir leshornið okkar. Á bekkjarfundi kynnti ég fyrir bekknum áform okkur um að sameina 1.-4. bekk og ég reyndi að útskýra vel fyrir þeim hvernig við ætlum að vinna þetta og þeim leist bara vel á. Í næstu viku verðum mikið uppbrot og við förum að æfa að fullum krafti fyrir litlu jólin, gera jólakort og vinna í jólabókinni okkar. Það verður örugglega mjög gaman.
Bestu kveðjur og góða helgi
Kolla :)